Fleiri fréttir

Eyþór Arnalds en ekki sjálfur David Bowie

"Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er "cover" sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í," segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður.

Sykurmolarnir koma saman í nóvember

Hljómsveitin Sykurmolarnir ætlar að koma saman aftur og halda tónleika í Laugardalshöll þann 17. nóvember næstkomandi í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI.

Ný plata frá Krall

Kanadíska djasssöngkonan og grammy-verðlaunahafinn Diana Krall hefur sent frá sér plötuna From This Moment On. Platan er sú fyrsta sem hún gerir með þekktum lögum eftir aðra síðan hún gaf út The Look of Love árið 2001, ef frá er talin jólaplatan sem hún gaf út í fyrra.

Björk á barnaplötu

Þann 23. janúar á næsta ári kemur út platan Rockabye Baby! Lullaby Renditions of Björk, á vegum plötufyrirtækisins babyrock­records.com. Á plötunni er að finna ósungnar útgáfur af ellefu lögum Bjarkar Guðmundsdóttur, þar á meðal Human Behaviour, Possibly Maybe, All Is Full Of Love og Hidden Place.

Með ágætiseinkunn frá Harvard

„Mér gekk svo sem ágætlega,“ játar Eiríkur Jónsson lögmaður með semingi, spurður hvernig honum hafi gengið í framhaldsnámi í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Þaðan sneri hann aftur heim í sumar eftir ársdvöl, reynslunni ríkari og með ágætiseinkunn í farteskinu.

Sonurinn fær nafn

Britney Spears, sem eins og kunnungt er eignaðist sitt annað barn á dögunum, hefur gefið nýfæddum syni sínum nafn, samkvæmt blaðinu The Sun. Hann mun heita Sutton Pierce Federline og ber því sömu upphafsstafi og stóri bróðir hans, sem heitir Sean Preston Federline.

Myndband við hvert lag

Nýjasta plata Becks Hansen, Information, er væntanleg 3. október. Beck hefur tekið upp myndband við hvert einasta lag á plötunni sem hægt verður að sjá á heimasíðum á borð við YouTube.com. Einnig verður hægt að hlaða lögunum niður af netinu.

Hættir við Asíuferð

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur frestað tónleikaferðalagi sínu um Asíu vegna mikillar streitu. Robbie hefur gert víðreist um heiminn á tónleikaferðalagi sínu sem hefur tekið sinn toll og treystir hann sér ekki til að fara til Asíu. Robbie átti að halda tónleika í sex borgum í Asíu dagana 4. til 26. nóvember og var miðasalan þegar hafin.

Mynd um feril Mötley

Undirbúningur er hafinn á gerð kvikmyndarinnar The Dirt sem fjallar um feril rokksveitarinnar Mötley Crue. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók um feril sveitarinnar. Lýsti bókin svæsnu líferni meðlima sveitarinnar og var hvergi dregið undan í lýsingunum.

Erfitt að kyssa Hartnett

Scarlett Johansson fannst kjánalegt að leika í ástarsenum á móti hjartaknúsaranum Josh Hartnett, segir að þær hafi hreint ekki verið rómantískar. Scarlett og Josh léku nýlega saman í kvikmyndinni Black Dahlia og segir leikkonan að erfitt hafi verið að mynda rómantíska stemningu þegar fullt af fólki stóð í kringum þau, borðandi samlokur og fleira.

Heimagerður hljómur er skemmtilegastur

Breska hljómsveitin The Go! Team spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í októ­ber. Freyr Bjarnason ræddi við Ian Barton, stofnanda sveitarinnar, sem er að koma til Íslands í fyrsta sinn.

Lærimeistarar í stað dómara

Skráningar fyrir X-Factor þátt Stöðvar 2 eru hafnar og hafa þegar tugir áhugasamra skráð sig til leiks. Áheyrnarprufur hefjast 3. október á KEA-hótelinu en síðan verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem prufur fara fram dagana 14. og 15. október á Nordica hóteli.

Offita olli dauða

Leikarinn Sean Penn segir að bróðir sinn Chris hafi dáið af völdum offitu en ekki vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar. "Á ákveðnum tímabilum í lífi sínu fór hann mjög illa með sjálfan sig en það var ekki það sem gerðist undir það síðasta," sagði Penn í viðtali við Larry King á CNN.

Ungt listafólk fær styrk

Listamennirnir Dodda Maggý Kristjánsdóttir og Ragnar Jónasson hlutu styrki úr minningarsjóði Guðmundu Andrésdóttur listmálara við hátíðlega athöfn um helgina.

Ekki lengur The Rock

Hasarmyndaleikarinn Dwayne Johnson vill ekki lengur vera kallaður The Rock, en það nafn fékk hann þegar hann keppi í fjölbragðaglímu. Í fyrstu myndum sínum var Dwayne greyið einfaldlega kallaður The Rock en nú finnst honum það nafn ekki sæma ímynd sinni sem alvarlegs leikara.

Zidane skyggði á Pitt

Sigurganga myndarinnar Zidane: Andlit 21. aldarinnar heldur áfram en hún gerði góða ferð á Toronto-kvikmyndahátíðina nýverið. Sigurjón Sighvatsson framleiðir kvikmyndina og þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni heim til Los Angeles.

Málþing um Yosoy

Skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, kom nýlega út í kilju og af því tilefni verður efnt til málþings í Iðusölum í Lækjargötu í kvöld kl. 20. Þátttakendur verða höfundurinn sjálfur sem les úr verkinu, Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði, sem mun fjalla um Yosoy og sársaukann og bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir sem mun ræða almennt um verk Guðrúnar.

NFS sýnir beint frá móttökunni fyrir Magna

Sérstök móttökuathöfn verður fyrir Magna Ásgeirsson í Vetrargarði í Smáralind klukkan fjögur í dag. Þar verður fjölskylduhátíð og ýmsir listamenn stíga á stokk. Auk þess sem Magni spilar með hljómsveit sinni Á móti Sól. NFS sýnir beint frá hátíðinni.

Magni kemur heim í dag

Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem sló í gegn í keppninni Rock Star Supernova, kemur til landsins í dag og hefur sjónvarpsstöðin Skjár einn skipulagt mótttökuathöfn í Vetrargarði Smáralindar klukkan fjögur.

Feigðarför Karíusar og Baktusar

Bæjarbúar á Akureyri hrukku við í dag þegar þeir bræður Karíus og Baktus birtust óvænt í sundlaug bæjarins og fengu sér salíbunu í rennibrautinni. Verið var að mynda feigðarför þeirra bræðra.

Magni fjórði og á leið heim

Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova.

Tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Íslensku kvikmyndirnar A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks og Blöðbönd í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar eru í hópi tíu norrænna mynda sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs ár.

Magni lenti í 4. sæti

Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt en Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi.

Áhorfendur ekki á bandi Magna

Í nótt kemur í ljós hvort Magni verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í bandaríska sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernóva og áhorfendur voru ekki á bandi okkar manns.

Á móti sól með byr í seglin

Hljómsveitin Á móti Sól nýtur greinilega góðs af velgengni söngvarans, Magna Ásgeirssonar, sem hefur gert góða hluti í Rock Star: Supernova.

Brain Police með útgáfutónleika í kvöld

Rokksveitin Brain Police heldur útgáfutónleika í Skífunni í kvöld og fagna útkomu fjórðu breiðskífu sveitarinnar, Beyond the Wasteland, sem kemur út á morgun, miðvikudag.

Magni allt í öllu

Síðustu tónleikarnir í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova verða í kvöld en þeir voru teknir upp á sunnudaginn. Magni var síðastur í röðinni að þessu sinni en hann flutti lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna tókst vel upp með flutning sinn og eru netverjar flestir mjög ánægðir með hann.

Sýning í Þjóðminjasafninu

Með silfurbjarta nál er sýning sem nú stendur yfir í bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar gefur að líta úrval myndsaumaðra verka og byggir sýningin á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings.

Reið útí fjölmiðla

Leikkonan unga Katie Holmes er reið fjölmiðum vegna umtalsins um nýfætt barn hennar og Tom"s Cruise. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við parið fræga í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair. "Ég veit hvað sagt er um okkur í fjölmiðlum og það særir. Fólk er vont að voga sér að segja nokkuð leiðinlegt um mitt barn," segir Holmes.

Gefa verðlaunin til góðgerðarmála

Enska hljómsveitin The Arctic Monkeys ætlar að gefa peninginn sem hún fékk fyrir sigur sinn í Mercury-tónlistarkeppninni á dögunum til góðgerðarmála. Sveitin fékk verðlaunin fyrir sína fyrstu plötu sem nefnist Whatever People Say I Am, That's What I'm Not.

Stafsetningarorðabókin rauk á toppinn

Réttritun er Íslendingum greinilega enn mikið hjartans mál en nýútkomin Stafsetningarorðabók rauk beint í efsta sæti heildarlista mest seldu bóka síðustu viku og hafði nokkra yfirburði á toppnum.

Fengu toppeinkunn í Svíþjóð

Margrét Jónasdóttir, förðunarfræðingur og Nonni Quest, hárgreiðslumaður gerðu góða ferð til Svíþjóðar á dögunum til að taka þátt í stórri sýningu í tilefni af tíu ára afmæli Make up Store, sem er mjög þekkt og stórt snyrtivörumerki í Skandinavíu.

Feðgarnir mættir til starfa

Feðgarnir Reynir Traustaon og Jón Trausti Reynisson eru komnir á fullt í undirbúningi nýs tímarits sem þeir munu ritstýra í sameiningu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Reynir að stefnt sé að útgáfu fyrsta tölublaðsins í lok októbermánaðar. Vinnuheiti tímaritsins, sem kemur út mánaðarlega til að byrja með, er Ísafold.

Óheft frelsi möguleikanna

Einn áhrifamesti sviðslistamaður samtímans, þýski danshöfundurinn Pina Bausch, heimsækir Ísland ásamt dansflokki sínum um næstu helgi. Koma hennar er sannur hvalreki fyrir áhugafólk um sviðs- og myndlist .

Lof og prís frá Frakklandi

Spennusagan Grafarþögn hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun í Frakklandi sem kennt eru við eyjuna Ouessant en verðlaun þau eru enn ein skrautfjöðurin í hatt Arnaldar Indriðasonar. Þetta eru reyndar þriðju frönsku verðlaunin sem hann hlýtur á árinu.

Drew Barrymore skotin í Diaz

Leikkonan Drew Barrymore sagði í viðtali við tímaritið Elle að hún væri veik fyrir meðleikkonu sinni í kvikmyndinni Charlies Angels, Cameron Diaz. "Ég og Cameron erum mjög góðar vinkonur og ég elska hana. Mér finnst eitthvað mjög heillandi við stelpuástir."

Aukatónleikar sunnudaginn 24.september

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar, fjölda áskorana og ótrúlegrar pressu hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum með Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins og kunnugt er seldust fyrri tónleikarnir upp á mettíma fyrir skömmu, þegar tæplega 3000 miðar ruku út á aðeins 90 mínútum.

Vandræði í paradís

Stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt virðist eiga í einhverjum erfiðleikum þessa dagana, samkvæmt bandarísku slúðurblöðunum, sem keppast um að birta fréttir af parinu þess efnis að vandræði séu í sambandinu. Þar segir að þau tali varla saman lengur því þegar þau tali saman fari rifrildi af stað.

Plata í nóvember

Enski tónlistarmaðurinn Yusuf Islam, sem áður hét Cat Stevens, ætlar að gefa út sína fyrstu poppplötu í 28 ár í nóvember undir merkjum Atlantic Records.

Skímó á NASA í kvöld

Strákarnir í Skítamóral munu spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Nasa, í kvöld laugardaginn 9. sept. Peyjarnir eru í miklu stuði þessa dagana því stutt er síðan þeir spiluðu í Reykjanesbæ fyrir gesti Ljósanætur, en talið er að um 40.000 manns hafi lagt leið sína á Ljósanótt þetta árið.

Karnivalísk ádeila í reiðhöll

Einleikhúsið setur upp spunaleikritið Þjóðarsálina nú á haustdögum en ekki dugir minna en stærðarinnar reiðhöll til að rúma þá sál. Hópur fimm atvinnuleikara undir stjórn leikstjórans Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur hefur skapað sýninguna út frá spurningunni um þessa meintu þjóðarsál og er þar unnið með viðhorf Íslendinga og tekið á ýmsum sammannlegum löstum og dyggðum.

Karnival á Klapparstíg

"Þetta er gert fyrir fólkið sem vill kreista síðustu dropana úr sumrinu með skemmtilegum hætti," segir Jón Atli Helgason, tónlistar- og hárgreiðslumaður og einn af skipuleggjendum hátíðarhalda á Klapparstíg sem bera nafnið Karnival á Klapparstíg og fara fram í kvöld.

Kynnir óskarinn

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres verður kynnir á næstu óskarsverðlaunahátíð. Tekur hún við starfinu af grínistanum Jon Stewart. Ellen, sem er 48 ára, hefur tvívegis verið kynnir á Emmy-verðlaununum.

Nauthólsvík lokuð vegna veðurs

Já það er rétt við ákváðum að loka í gær vegna veðurs, segir Óttarr Hrafnkelsson forstöðumaður ylstrandarinnar í Nauthólsvík sem var lokuð í gær vegna veðurs enda mikil rigning og rok á Suðurlandi í gær. Óttarr segist ekki vita til þess að þurft hafi að loka ylströndinni áður vegna veðurs en þetta er allaveganna í fyrsta skiptið sem hann lokar síðan hann tók við fyrir tveimur árum.

Elle lærði sína lexíu

Ofurfyrirsætan Elle MacPherson segist þjást af sektarkennd yfir því að hafa ekki verið til staðar fyrir söngkonuna og vinkonu sína Kylie Minogue þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Elle, sem er áströlsk eins og Kylie, segist sjá einna mest eftir þessu af öllu í lífinu.

Sjá næstu 50 fréttir