Lífið

Nauthólsvík lokuð vegna veðurs

Nauthólsvík. Ekki var útlitið svona gott í Nauthólsvíkinni í gær enda þurftu starfsmenn að loka vegna veðurs.
Nauthólsvík. Ekki var útlitið svona gott í Nauthólsvíkinni í gær enda þurftu starfsmenn að loka vegna veðurs.

Já það er rétt við ákváðum að loka í gær vegna veðurs, segir Óttarr Hrafnkelsson forstöðumaður ylstrandarinnar í Nauthólsvík sem var lokuð í gær vegna veðurs enda mikil rigning og rok á Suðurlandi í gær. Óttarr segist ekki vita til þess að þurft hafi að loka ylströndinni áður vegna veðurs en þetta er allaveganna í fyrsta skiptið sem hann lokar síðan hann tók við fyrir tveimur árum.

Við getum náttúrlega ekki lokað allri ströndinni en við læstum okkar húsi og skrúfuðum fyrir heita vatnið þannig að ekki var hægt að fara í sturtu eða pottana, segir Óttarr en að hans sögn eru það erlendir bakpokaferðalangar helstu gestir strandarinnar þessa dagana sem nota ókeypis sturturaðstöðuna óspart.

Ylströndin er opin frá 15. maí til 15. september á hverju ári og er aðsóknin ávallt góð enda er þetta útivistarsvæði fyir unga sem aldna. Um átta manns vinna á ströndinni sem er opin alla daga frá tíu á morgnana til átta á kvöldin. Aðsóknin í sumar var ágæt miðað við tiltölulega sólarlaust sumar, segir Óttarr en hann býst við að opna ströndina aftur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.