Lífið

Vandræði í paradís

Jolie og Pitt Slúðurblöðin vestanhafs keppast um að birta fréttir af vandræðum þeirra og segja að þau tali ekki saman lengur.Fréttablaðið/ap
Jolie og Pitt Slúðurblöðin vestanhafs keppast um að birta fréttir af vandræðum þeirra og segja að þau tali ekki saman lengur.Fréttablaðið/ap

Stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt virðist eiga í einhverjum erfiðleikum þessa dagana, samkvæmt bandarísku slúðurblöðunum, sem keppast um að birta fréttir af parinu þess efnis að vandræði séu í sambandinu. Þar segir að þau tali varla saman lengur því þegar þau tali saman fari rifrildi af stað.

Angelina er víst orðin svo þreytt á öllum rifrildunum að hún er á barmi þunglyndis og segir sem minnst við Brad. Parið á einnig að hafa lent í rosalegu rifrildi á veitingastað í New Orleans og strunsaði Angelina út af staðnum í fússi. Leikaraparið sjálft hefur hins vegar aðra sögu að segja og Brad segir að ferðin til New Orleans hafi verið kærkomið frí fyrir þau bæði til að endurnýja krafta sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.