Lífið

Bruckheimer styður Cruise heils hugar

Bruckheimer er sannfærður um að vinsældir leikarans hafi ekkert dvínað.
Bruckheimer er sannfærður um að vinsældir leikarans hafi ekkert dvínað.

Fáir eru jafnmikið í fréttum um þessar mundir og stórstjarnan Tom Cruise en eins og greint hefur verið frá var hann kosinn mesta karlremban í Hollywood. Cruise var á dögunum rekinn frá kvikmyndafyrirtækinu Paramount og var ástæðan sögð sú að undarleg hegðun leikarans hefði neikvæð áhrif á aðsóknina á kvikmyndir hans.

Framleiðandinn Jerry Bruckheimer telur þó að Summer Redstone, yfirmaður Paramount, hafi gert alvarleg mistök en Bruckheimer hefur framleitt kvikmyndir á borð við Con Air og Pirates of the Caribbean. Redstone lýsti því yfir á miðvikudaginn að hopp Cruise á sófanum hjá Opruh, öfgafullur stuðningur hans við Vísindakirkjuna og meiðandi yfirlýsingar í garð leikkonunnar Brooke Shields hefðu verið listrænt sjálfsmorð.

Bruckheimer telur að Tom Cruise verði ávalt ein stærsta stjarna heims en þeir unnu saman við gerð myndarinnar Top Gun sem skaut Cruise uppá stjörnuhimininn. Mr. Redstone má segja hvað sem hann vill en ég hefði gert hlutina öðruvísi. Tom Cruise verður alltaf stærsta kvikmyndastjarna heims og það breytist ekki neitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.