Lífið

Misræmi í framburði ákæranda

Drengurinn sem sakar Michael Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum viðurkenndi í réttinum í gær að hafa sagt skólastjórnanda í skólanum sínum að poppstjarnan hefði ekki gert sér nokkurn skapaðan hlut. Þetta kom fram í yfirheyrslum verjenda Jacksons yfir drengnum. Í síðustu viku lýsti drengurinn því hins vegar hvernig Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi og haldið að honum klámi og áfengi. Verjendur Jackson notuðu lungann úr gærdeginum til að sýna fram á ósamræmi í framburði drengsins og leiða rök að því að ásakanir hans og fjölskyldu hans væru runnar undan rifjum móður hans sem reyndi að þvinga fé út úr Michael Jackson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.