Lífið

Sagði Jackson saklausan

Pilturinn sem hefur sakað Michael Jackson um kynferðislega misnotkun sagði fyrir rétti að hann hefði sagt kennaranum sínum tvisvar sinnum að popparinn hefði ekkert gert sér. Pilturinn, sem er 15 ára, sagðist hafa séð fyrir sér bjarta framtíð með Jackson sem læriföður sinn. Þegar hann þurfti að flytja í burtu frá búgarði Jackson, Neverland, vegna krabbameins síns vildi hann vera þar áfram. Saksóknarar halda því aftur á móti fram að Jackson hafi gefið piltinum áfengi og misnotað hann kynferðislega á búgarðinum árið 2003.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.