Lífið

Ný bók um Pétur Pan

Ný bók um Pétur Pan er væntanleg. Það er sjúkrahús í Lundúnum sem á höfundarréttinn af upphaflegri bók J. M. Barries um Pétur, Skellibjöllu, Vöndu og Kobba kló, en rétturinn rennur út árið 2007. Gróðinn af bókinni er megin tekjulind sjúkrahússins og því efndu forráðamenn þess til leitar að rithöfundi sem gæti skrifað framhald af upphaflegu bókinni. Frændi Barries var meðal þeirra sem valdi barnabókahöfundinn Geraldine McCaughrean til verksins en bók hennar kallast Pan skipstjóri.  McCaughrean hefur m.a. þrisvar sinnum fengið bókmenntaverðlaunin Whitbread Children's Book of the Year. Frændinn segist sannfærður um að Barrie væri ánægður með framhaldið, en ef ekki muni hann án efa ganga aftur og hefna sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.