Lífið

U2 í frægðarhöllina

Írska hljómsveitin U2 var vígð inn í frægðarhöll rokksins fyrir skömmu ásamt The Pretenders, Buddy Guy, O´Jays og Percy Sledge. Athöfnin fór fram á Waldorf Astoria-hótelinu í New York. Steig U2 þar á stokk og tók fjögur lög, þar á meðal I Still Haven´t Found What I´m Looking For ásamt Bruce Springsteen. Bandaríski söngvarinn hafði uppi fögur orð um U2 og sagði hana vera einu hljómsveitina á síðustu tuttugu árum þar sem hann þekkti nöfn allra fjögurra meðlimanna. Gítarleikari U2, The Edge, sagði það vera erfitt að halda sér frumlegum í tónlistarbransanum auk þess sem erfitt væri að forðast að gera grín að sjálfum sér eftir svo langan feril, en hann spannar um þrjátíu ár. Engu að síður sagði hann að þeir galdrar sem rokkið hefði í för með sér væru þess virði að standa í þessu. "Þegar það er gaman er frábært að vera til," sagði hann. "Það breytir lífi manns til frambúðar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.