Lífið

Söngleikur um heilagan gral

Leikarinn Eric Idle hefur sett á fjalirnar söngleik á Broadway byggðan á gamanmyndinni sígildu Monty Python and the Holy Grail frá árinu 1974. Tók það Idle, sem er einn af meðlimum Monty Python-hópsins, þrjú ár að undirbúa sýninguna. Söngleikurinn nefnist Spamalot og hefur hann fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og fína aðsókn. Tim Curry, sem lék meðal annars í The Rocky Horror Picture Show, Hank Azaria úr The Simpsons og David Hyde Pierce, sem lék Niles Crane í Frasier, fara með helstu hlutverkin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.