Fleiri fréttir

Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“

„Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið

Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tár: Enginn grætur Lydiu Tár

Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. 

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Þessi hlutu FÍT verð­launin 2023

Í kvöld fór fram verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara eða FÍT verðlaunin. Þetta var í 22. skipti sem verðlaunin eru veitt og voru 92 verkefni tilnefnd í 20 flokkum.

Þessi hlutu Hlust­enda­verð­­­launin í ár

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Stjarna úr The Wire látin

Leikarinn Lance Riddick, sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, er látinn aðeins sextugur að aldri.

Bein út­­sending: Hlust­enda­verð­­launin 2023

Hlustendaverðlaunin 2023 verða afhent í Háskólabíói í kvöld. Verðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 en auk þess verður hægt að fylgjast með útsendingunni á Vísi í spilaranum hér að neðan.

Harry og Meghan eigi að hugsa um sig og fjölskyldu sína

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er á þeirri skoðun að Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan Markle eigi að fylgja hjartanu þegar kemur að því að ákveða hvort þau ætli að mæta á krýningarathöfn Karls konungs.

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks

Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Jóa­kim og fjöl­skyldan flytja til Banda­ríkjanna

Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum.

Spjallað um hönnun – „alltaf einn Vá faktor“ segir Hanna Stína

Innanhússarkitektinn Hanna Stína segist flippkisa í bland við glam þegar kemur að innanhússhönnun. Henni finnst skemmtilegast að blanda saman ólíkum stílum og það sé aldrei bara eitthvað eitt rétt. Hanna Stína mætti í hönnunarspjall í verslunina Módern.

Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Ham­borg

Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta.

Þessi hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin 2023

Íslensku myndlistarverðlaunin fóru fram í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Er þetta í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt og hafa þau skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu.

„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. 

Stöðugt að verða sterkari manneskja

Tónlistarkonan Árný Margrét hefur spilað víða um heiminn þrátt fyrir að hafa tekið sitt fyrsta gigg fyrir einungis rúmu ári síðan á Airwaves. Með tónlistinni ögrar hún sér mikið þar sem hún er í grunnin feimin en segir gott að fara stöðugt út fyrir þægindarammann. Árný Margrét er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Geim­veru­neglur það nýjasta í na­gla­tískunni

Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga.

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Sjón sakar höfund Harry Potter um að af­mennska trans­fólk

Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Ljós­­myndari selur sann­kallaða út­­sýnis­­perlu

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson hefur sett íbúð sína í Hátúni á sölu. Íbúðin er opin og björt með útsýni að Hallgrímskirkju og Fríkirkjunni. Af öðrum svölum íbúðarinnar er útsýni yfir Esjuna og Móskarðshnjúka.

Leitin að fyrsta sigrinum heldur áfram

Eru þetta fuglar eða flugvélar? Nei, þetta eru stelpurnar í Babe Patrol á leið til Al Mazrah þar sem þær leita enn að fyrsta sigrinum í Warzone.

Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina

Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað

Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag.

Fékk tíma til að stoppa og hafði þá þörf fyrir að tjá sig frá sínu eigin hjarta

„Mér finnst ótrúlega gaman að vera búin að koma þessu út. Listin verður aldrei raunveruleg fyrr en hún fær að spegla sig á samfélagið einhvern veginn. Annars er þetta bara inni í hausnum á mér“, segir leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir, sem var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Lilies. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Sena tekur yfir Lewis Cap­aldi tón­leikana

Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 

Flest allt notað í fal­legu bað­her­bergi Sól­veigar Önnu

Hún er nörd sem elskar Star Wars, segist mögulega stundum pínu ósanngjörn en þó ekki erfið. Sindri Sindrason hitti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar, í morgunkaffi á fallegu heimili hennar í smáíbúðahverfinu og fékk að kynnast hinni hliðinni á þessari kraftmiklu konu.

„Maður er eins og guð í smá stund“

Tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar hún tók þátt í Söngvakeppninni aðeins sextán ára gömul. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá hjá Elínu, sem leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu og hefur gefið út sóló plötu. Elín Hall er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Ekkert hand­rit hentaði sem verð­launa­saga

Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga.

Sjá næstu 50 fréttir