Fleiri fréttir

Hannaði taubleyju sem fékk nafn sonarins

Eftir að hafa eignast tvö börn og aldrei verið ánægð með bleyjurnar sem framleiddar eru, réðst Arna Ýr Jónsdóttir sjálf í verkefnið og hannar nú sjálf bleyjur sem bæði Krónan og Hagkaup ætla að setja í sölu.

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Leikkonan Kirstie Alley er látin

Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni.

Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024

Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni.

Geitur valda óreiðu í GameTíví

Streymi strákanna í GameTíví mun einkennast af geitum, óreiðu og alls konar vitleysu í kvöld. Strákarnir ætla nefnilega að setja sig í klaufar geita í leiknum Goat Simulator 3.

Kristín Sif og Stebbi Jak trúlofuð: „Þúsund sinnum já“

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jakobsson, söngvari í Dimmu, eru trúlofuð en parið greindi frá þessum tímamótum á samfélagsmiðlum í gær. Þau hafa verið saman frá því í sumar og trúlofuðu sig um helgina. 

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023 afhjúpaðar

Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi.

Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn

Það er ekki sjálfgefið að börn séu tilbúin að gefa sér tíma til þess að fá fína greiðslu í hárið. Engu að síður getur verið gaman og fræðandi að fá innblástur af fallegum greiðslum sem geta jafnvel komið sér vel yfir hátíðarnar. 

RAX heiðraður á hátíð í Portúgal

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).

Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands

Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól.

Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum

„Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni.

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Twin Peaks-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Strobel, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk hins einhenta Philip Gerrard í þáttunum Twin Peaks, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Among Us í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja kvöldinu í morð og laumuleik. Enginn er óhultur þegar strákarnir spila Among Us.

Alvöru ítalskt: „Ég lofa að vera þér alltaf trúr, í gleði og sársauka…“

„Ég lofa að vera þér alltaf trúr, í gleði og sársauka, í heilsu og veikindum, í auði og fátækt og að elska þig og heiðra alla daga lífs míns. Ég lofa að gæta þín og næra ástarloga mína til þín á hverjum degi, svo sá logi muni vaxa og dafna það sem eftir er ævi minnar,“ segir brúðguminn Riccardo Loss við brúði sína.

Íbúarnir buðust til að vera bakland fyrir nýju fjölskylduna

„Við fluttum hingað þekkjandi engan hérna. Við höfðum aldrei komið hingað áður,“ segir Hrafnhildur Árnadóttir, sem flutti til Þorlákshafnar fyrir sjö árum ásamt manni sínum, Sigurði Steinari Ásgeirssyni, og tveimur sonum.

Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies).

Spilar Among Us í sýndarveruleika

Jói eða Tapinn ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þá ætlar hann að stinga mann og annan í bakið í leiknum Among Us og það í sýndarveruleika.

Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda

Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra.

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jóla­daga­tal Vísis: Rúm­fastur í tvo daga eftir mynd­bands­upp­tökur

Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns.

Hundrað listamenn saman á sýningu

Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki.

Athyglisprestarnir messa í Al Mazrah

Athyglisprestarnir ætla að láta að sér kveða í Warzone 2 í kvöld. Þar verða þeir með prestaköll og ætla að messa yfir öðrum spilurum leiksins, auk þess sem þeir munu skjóta þá.

Þóra og Arnar eignuðust stúlku

Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 

Selja 1000 ístertur fyrir hátíðirnar

Ístertur Skúbb eru handgerðar og hafa svo sannarlega slegið í gegn. Skúbb selur rúmlega 1000 ístertur fyrir hátíðirnar og eru þær ómissandi fyrir marga á jólunum. Þær eru gerðar frá grunni og er því hver ísterta einstök.

Sjá næstu 50 fréttir