Jól

Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn

Elísabet Hanna skrifar
Það getur verið gæðastund hjá börnum og foreldrum að gera fallega greiðslu í hárið, að því gefnu að allir séu vel upp lagðir.
Það getur verið gæðastund hjá börnum og foreldrum að gera fallega greiðslu í hárið, að því gefnu að allir séu vel upp lagðir. Getty/Christopher Robbins

Það er ekki sjálfgefið að börn séu tilbúin að gefa sér tíma til þess að fá fína greiðslu í hárið. Engu að síður getur verið gaman og fræðandi að fá innblástur af fallegum greiðslum sem geta jafnvel komið sér vel yfir hátíðarnar. 

TikTokarinn Ryleen Jenkins veit hvað hún syngur þegar kemur að greiðslum í börn. Hún hefur deilt gríðarlegum fjölda myndbanda af sér að setja í hárið á dóttur sinni. Hér má sjá hana gera lúxus fléttur. 

Hér má sjá svipaða greiðslu frá Lex sem endar í snúðum.

Tiffany Snedaker deilir hér greiðslu sem virkar vel í sítt hár. Hægt er að gera hana að sínu með því að velja fallegar teygjur og jafnvel bæta við skrauti líkt og slaufum eða klemmum. 

Þessa greiðslu frá Pomilo er einnig auðvelt að útfæra á skemmtilegan hátt með mismunandi teygjum eða skrauti.

Auðveldir snúðar með snúning frá TikTokaranum anaiafaye. Notandinn hefur deilt fjölda myndbanda af skemmtilegum greiðslum. Einnig er hægt að nýta lokkana sem hér í myndbandinu er snúið til þess að búa til litlar fléttur og tengja upp í snúðana.

Hérna er Ryleen Jenkins búin að fara með hugmyndina með snúðunum enn lengra.

Slaufu tíkó frá notandanum mummylife_ er fallegt og virkar einstaklega vel yfir hátíðarnar.

Hér er önnur útfærsla af slaufu tíkó en notandinn victoria.zalic hefur, ásamt dóttur sinni, gert fjölda myndbanda sem sýna mismunandi greiðslur fyrir sítt hár.

Notandinn „paisleyspetalshair“ er dugleg að deila hugmyndum fyrir aðeins síðara hár og virðast þær mæðgur njóta þess að gera myndböndin saman.

TikTokarinn terrell_jarius gerir hér tígó með kriss kross ofan á.

Eins og sjá má er samfélagsmiðillinn TikTok botnlaus uppspretta hugmynda sem er tilvalið að nýta sér fyrir komandi hátíðarhald í desember mánuði eða bara allt árið um kring. 


Tengdar fréttir








×