Fleiri fréttir

Hrekkj­óttir álfar valda usla á ís­lenskum heimilum

Sífellt fleiri íslensk heimili taka að sér álfa í aðdraganda jóla. Þetta eru engir venjulegir álfar heldur sérstakir aðstoðarmenn jólasveinsins, oft nefndir hrekkjaálfar. Þeir eru einnig þekktir sem „álfar á hillu“ eða „elf on a shelf“.

Christine McVi­e er látin

Enska tónlistarkonan Christine McVie, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin. Hún var 79 ára. 

„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“

„Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu.

Fimm góð ráð til þess að draga úr jóla­stressi og kvíða hjá börnum

„Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar.

„Uppskera og lokahóf menningarársins“

Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning.

Hug­víkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann

Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni.

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Drottningarnar kveðja

Drottningarnar ætla að kveðja í sínu lokastreymi í kvöld. Þar munu þær spila leikinn Fall Guys með áhorfendum og líta yfir farinn veg.

Risarnir mætast í Stjóranum

Það verður ýmsum spurningum svarað í nýjasta þætti Stjórans þar sem risarnir í fjórðu deildinni mætast loksins. Stockport og Grimsby munu mætast en þá mun koma í ljós hvort markastífla Grimsby bresti loksins.

Með blöðru á stærð við epli á eggja­stokknum

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál.

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.

Hag­kaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó

Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. 

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Die Hard-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Clarence Gilyard Jr., sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, er látinn, 66 ára að aldri.

Strákarnir fá aðstoð í Warzone

Strákarnir í GameTíví fá til sín góðan gest í kvöld. Hún EvaSniper69 ætlar að gera sitt besta til að bera strákana til sigurs í Warzone 2.

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

Opnuðu hverfisbar sem minnir á stofuna hennar ömmu

Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktson og Sindri Árnason opnuðu í síðuasta mánuði nýjan bar í miðbænum. Bingo Drinkery opnaði þann 9 nóvember, nákvæmlega þremur árum og einum degi eftir að fyrsti staður þeirra, Jungle Cocktail Bar, opnaði á sínum tíma.

„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“

„Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“

„Gaslýsing“ orð ársins

Bandaríska bókaútgáfan Merriam-Webster hefur útnefnt „gaslýsingu“ sem enska orð ársins 2022. Leit að orðinu jókst um 1.740% á milli ára en það er notað til þess að lýsa blekkingum og lygum sem fá þann sem fyrir þeim verður til þess að efast um eigin upplifun af raunveruleikanum.

Selma Björns og Sigga Bein­teins gefa út jóla­lag saman

Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red.

Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn

Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan.

Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur

„Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

„Afi var barna­níðingur og sálar­morðingi“

Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum.

Gera geggjuð fjöl­skyldu­jóla­kort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“

„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Há­tíðar­stemning við tendrun Óslóar­trésins

Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð.

Sjá næstu 50 fréttir