Fleiri fréttir

„Ást er að hætta aldrei að reyna“

Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. 

Rifja upp rosaleg Idol ár

Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars

Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. til 7. maí á næsta ári.

Sá sér leik á borði og selur Stjörnu­torg

Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra.

„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“

Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr.

Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi

Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél.

Stjórinn: Heldur uppgangur Grimsby áfram?

Það er hart barist í Stjóranum, þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Hjálmar stýrir Stockport og Óli stýrir Grimsby.

Arndís Anna og Tótla eru nýtt par

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 eru nýtt par. Þetta staðfesta þær í samtali við Vísi.

Hera og Sam sæt saman í Eistlandi

Hera Hilmarsdóttir leikkona mætti með kærastann sinn á frumsýningu Svar við bréfi Helgu á PÖFF kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Tallin í Eistlandi.

Hátt í þúsund manns mættu á foropnun Nocco

„Fyrstu voru mætt hérna klukkutíma fyrir opnun. Röðin teygði sig langt út á götu og taldi stöðugt hundrað manns. Þetta eru magnaðar viðtökur og maður man hreinlega ekki eftir öðru eins,“ segir Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Nocco en foropnun á Pop-Up verslun Nocco var opnuð á Hafnartorgi á sunnudaginn.

Meiri­háttar breyting á stiga­kerfi Euro­vision

Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 

Bæði á lausu og fingurkoss á tónleikum gerði allt vitlaust

Kendall Jenner sást á tónleikum fyrrverandi kærasta síns Harry Styles á dögunum. Allt ætlaði um koll að keyra á TikTok þegar myndband fór í dreifingu af honum að senda henni fingurkoss í miðju „Love of My Life“ lagi. Í vikunni komu fréttir af sambandsslitum í samböndum þeirra beggja.

Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar

Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin.

Stóð ógn af Braga Páli á fram­halds­skóla­árunum

Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska.

Jay Leno út­skrifaður af sjúkra­húsi eftir bruna­slys

Bandaríski grínistinn og þáttastjórnandinn Jay Leno hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Kaliforníu eftir að hafa hlotið brunasár eftir eldsvoða í bílskúr á heimili sínu í Kaliforníu fyrir tíu dögum.

Raf Simons leggur upp laupana

Fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að vor- og sumarlína samnefnds fatamerkis hans sé sú síðasta sem kemur út. Simons hefur unnið til fjölda fatahönnunarverðlauna í gegnum tíðina en það er enn óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér. 

Spila Warzone 2 í fyrsta skipti

Strákarnir í GameTíví munu prófa Warzone 2 í fyrsta skipti í streymi kvöldsins. Í þeim leik munu þeir fara til al Mazrah og etja kappi við aðra spilara.

Lygilega góð dansatriði hjá liðunum í Stóra sviðinu

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu

Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum.

„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“

Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst.

Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu

Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu.

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni

Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld.

Góð ráð í jólaprófunum

Desembermánuður nálgast óðfluga og eru margir sem tengja hann við kertaljós, bakstur, jólatónlist og almenn huggulegheit.

5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa til­kynnt rangan keppanda

Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.

Sjá næstu 50 fréttir