Bíó og sjónvarp

Glæný stikla úr Avatar myndinni sem kemur út í desember

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Úr næstu Avatar mynd
Úr næstu Avatar mynd Skjáskot

Í nótt kom út glæný stikla fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water. Nýja Avatar kvikmyndin er væntanleg í bíóhús hér á landi 16. desember.

Þetta er önnur myndin sem James Cameron gerir um söguheim Avatar og gerist hún rúmum áratug eftir fyrri myndina, sem frumsýnd var árið 2009. 

Eins og fram hefur komið fara Zoe Saldana, Sam Worthington, Stephen Lang, Giovanni Ribisi og CCH Pounder með aðalhlutverk auk þeirra Kate Winslet; Jemaine Clement, Cliff Curtis, Edie Falco, Vin Diesel, Oona Champlin og Sigourney Weaver. 

Nýja sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Ný stikla fyrir Avatar: The Way of Water

Tengdar fréttir

Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri

Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.

Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt

Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.