Fleiri fréttir

„Maður tekur ekki eftir að þetta sé gervi“

Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty fara þær Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til parsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur sem Gummi Kíró.

Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa

Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl.

Uncharted stemning hjá Queens

Stelpurnar í Queens stefna á ævintýri í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla stelpurnar að spila Umcharted Legacy of Thieves Collection.

Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna

Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 

Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar

Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna.

Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins

Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers.

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.

Ragnar svarar ekki í símann

Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð.

Rassalyftiaðgerð sem byrjar á fitusogi

Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um lýtalækningar hér á landi með Hannesi Sigurjónssyni lýtalækni sem starfar í Glæsibæ.

Telur framtíð Nágranna ekki í hættu

Fyrrverandi stjórnandi hjá BBC, ITV og Channel 4 í Bretlandi hefur ekki trú á því að framtíð áströlsku sápuóperunnar Nágranna sé í hættu.

Shay Mitchell á von á öðru barni

Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS.

Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum

Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina.

GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna.

Tom Holland og Zendaya kaupa sitt fyrsta heimili saman

Uppáhalds Hollywood parið þessa dagana þau Tom Holland og Zendaya voru að kaupa sér hús saman í London. Húsið kostaði þau 3 milljónir punda eða 510 milljónir íslenkra króna og er er í suð-vestur hluta London.

Gruggugir ormar í jaðar rokki

Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“.

Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni

Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.

Björt og falleg risíbúð á Bragagötu

Á Bragagötu í Reykjavík er nú til sölu einstaklega smekkleg íbúð. Þrátt fyrir að vera aðeins 59 fermetrar er hún vel skipulögð og hefur tvö svefnherbergi.

„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“

„Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2.

Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð

Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu.

Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“

Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi.

Sigrún Ósk og Jón Þór selja á Akranesi

Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett á sölu heimili sitt að Bjarkargrund 46 á Akranesi en þau eru að byggja sér hús. 

„Í rauninni er ég hræddur við allt“

Hann er hræddur í hvert einasta skipti sem hann lætur vaða en ætlar aldrei að hætta að taka áhættu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Alex Michael Green Svansson sem er farinn af stað með ferska og skemmtilega þætti á Stöð 2+, Alex From Iceland.

Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego

Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 

Stórkostlegur árangur gegn hrukkum og svefnlínum

Sefur þú með andlitið klesst í koddann? Flestir sofa á bakinu eða hliðinni, þegar við sofum í þeim stellingum myndast fínar línur á andliti okkar sem verða með tíð og tíma að dýpri hrukkum. Það getur reynst erfitt fyrir marga að breyta svefnvenjum sínum. Þessum línum fór Andrea Bergsdóttir að taka eftir á morgnana og hóf þá leit að lausn. Eftir langa leit fann hún Wrinkles Schminkles sílikonplástrana og hóf innflutning í samstarfi við Alexöndru Eir Davíðsdóttur.

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun

Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar.

Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar

Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar.

Sviftivindar í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi.

Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki

HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið.

Sjá næstu 50 fréttir