Fleiri fréttir

„Það er enginn að fara að gefa þér neitt“

„Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.

Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri

Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri.

FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keim­líkum en skemmti­legum leik

FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til.

Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið

Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar.

Bergþór og Laufey eiga von á barni

Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eiga von á barni. Laufey tilkynnti þetta á Instagram í kvöld og sagði að von væri á barninu í byrjun sumars.

Var sjálf með for­dóma varðandi breytinga­skeiðið

„Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið.

„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“

Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 

Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted

Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog.

Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús

Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum.

Lítil bókabrenna á Gróttu

Bókabrenna er ekki það sama og bókabrenna. Bækur Elísabetar og Dags seldustu allar á Tunglkvöldi við Gróttuvita í gærkvöldi en ein bók var brennd stemmningarinnar vegna.

Búningarnir geta kostað jafn mikið og bílar

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

FOKK OFBELDI bolurinn kominn í sölu

Ljósmyndarinn Anna Maggý tók myndina sem prýðir Fokk ofbeldi bolinn í ár. Allur ágóði sölunnar rennur til UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 

Babe Patrol: Drauga­gangur í Verdansk

Þær Alma, Eva, Högna og Kamila í Babe Patrol munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone. Nú er draugagangur í Verdansk í tilefni af Hrekkjavöku.

Jón Hjartar­son hlaut Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag.

Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær.

Björn Salvador er plötusnúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum

„Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

Einlægnin er aldrei einföld

Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli.

„Þetta er ástarsaga“

Bússi er harðasta löggan í bænum en málin flækjast þó þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess.

Tommi gekk út af James Bond fyrir hlé

Tómas Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýjustu Bond myndina No Time To Die.

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík

ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF.

Teitur Magnússon spilaði á Stofutónleikum góðra granna á Granda

Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. 

Queens skella sér í Tangó

Stelpurnar í Queens ætla að snúa bökum saman í kvöld og spila samspilunarleikinn Operation Tango. Í honum þurfa þær að setja sig í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni.

Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu

„Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur.

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Útförin reynist vera aftaka nafnlauss manns

Svertuskotna-mulningskjarnahljómsveitin Grafnár gefur í dag út myndband við lagið Ómennsk. Grafnár er orð yfir kviksetta manneskju, þ.e. grafna lifandi, og lætur tónlistarmyndbandið sveitina sannlega standa undir nafni.

Sjá næstu 50 fréttir