Fleiri fréttir

Ólafur Ragnar og Michael Ca­ine leiddust í London

Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.

Bassi Mara­j gefur út lag Hin­segin daga 2021

Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu.

Íslendingar í öngum sínum á Twitter eftir Covid-fréttir dagsins

Óhætt er að segja að þungt sé yfir Íslendingum eftir Covid-fréttir dagsins. 78 greindust með kórónuveiruna í gær og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þungur á brún, boðaði hertar aðgerðir innanlands á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Prins Póló og Berglind búin að selja Karls­staði

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga.

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.

Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg

Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september.

Harry leysir frá skjóðunni í sjálfs­ævi­­sögu

Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022.

Draum­farir gefa út plötuna Sögur af okkur

Hljómsveitin Draumfarir gaf út fimm laga EP plötuna Sögur af okkur, síðasta föstudag. Hljómsveitina skipa þeir Ragnar Már Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson.

Carri­e Brads­haw og vin­konur sam­einaðar á ný

Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum.

Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi

Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“

Telur lík­­legt að Vil­hjálmur og Katrín muni brjóta hefðina

Talið er líklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynjan af Cambridge muni ekki birta afmælismynd af syni sínum, Georg Bretaprins, eins og hefð er fyrir. Þau hafa fengið sig fullsödd af þeirri stríðni sem sonur þeirra hefur orðið fyrir á internetinu.

Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann

Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag.

Heiðrar minningu Þor­láks með því að hlaupa til styrktar Píeta

Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til minningar um bróður sinn, Þorlák Inga Sigmarsson, sem féll fyrir eigin hendi í desember síðastliðinn, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll áheiti munu renna óskipt til Píeta samtakanna, en Þorlákur hafði nýtt sér samtökin þó nokkrum sinnum áður en hann kvaddi.

„Ég sé enga leið út úr þessu“

Magnús Kjartansson er risi í íslenskri tónlistarsögu; rokkstjarna og bakhjarl ýmissa merkra tónlistarverkefna í senn. Magnús fagnaði sjötugsafmæli sínu í mánuðinum og hver hefði nú trúað því? Hann er enn að. Á fullu.

Fyrr­verandi eigin­maður Brit­n­ey Spears opnar sig

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja.

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Á 44. degi blæðinga eftir bólu­setningu og fær engin svör

Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á.

Færa ís­lenska laga­lista í bíla­leigu­bíla

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist.

Heimilda­mynd um Ant­hony Bour­dain gagn­rýnd fyrir gervi­rödd

Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni.

„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“

Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu.

Sjá næstu 50 fréttir