Fleiri fréttir

Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn

Stórleikarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á samnefndu leikriti. Stefnt er að því að frumsýna leikritið um miðjan janúar á næsta ári.

Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði

Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður.

Katla klífur topp­lista út um allan heim

Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum.

GDRN ljáir eld­fjallinu Kötlu rödd sína

Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.

Um helmingur segist ekki sofa í faðmlögum

Í spurningu síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis í hvernig stellingu þeim finnist best að sofa með maka sínum. Svefn í faðmlögum, hvort sem það er í teskeið, matarskeið eða gamli góði gaffallinn, virðist höfða til rétt rúmlega helmings lesenda.

Jón Viðar sóttist eftir hlut­verki hand­rits­höfundar fyrir Kötlu

Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina.

Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn

„Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 

Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing.

Tom Hannay frum­sýnir mynd­band við lagið Dog Days

Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay hefur gefið út Dog days, fyrsta lagið og myndband af samnefndri plötu sem kemur út í heild sinni í sumar. Youtube stjarnan Sorelle Amore leikur á móti sjálfum Tom í „kraftmiklu og fagurfræðilegu“ myndbandinu.

Fagnar kvenlíkamanum með nýju fatamerki

Áhrifavaldurinn og söngkonan Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, var að stofna nýtt vörumerki, Camy Collections. Síðar á árinu kemur svo fyrsta fatalína merkisins á markað hér á landi. 

Val­gerður bæjar­lista­maður Akra­ness

Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær.

„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“

„Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix.

Ofur­hugi látinn eftir til­raun til heims­mets

Bandaríski ofurhuginn Alex Harvill er látinn eftir að hafa lent í slysi þar sem hann var að undirbúa tilraun til að slá heimsmet þegar kemur að lengsta stökki á mótorhjóli af rampi.

Langaði í leiklist en fékk sig ekki til að opna dyrnar

Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur.

Skipta englunum út fyrir „það sem konur vilja“

Undirfataframleiðandinn Victoria‘s Secret hefur skipt út hinum víðfrægu englum fyrir konur sem eru frægar fyrir afrek sín, ekki líkama. Ný auglýsingaherferð framleiðandans hefur vakið athygli enda konur af öllum stærðum og gerðum í henni en áður hefur leyndarmál Viktoríu haldið sig við þvengmjóar ofurfyrirsætur.

Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum

Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt.

Leitinni að Ídu og Emil í Katt­holti lokið

Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Lón frumsýnir myndbandið við My Father

Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Lagið kom út í gær og nefnist My Father og er af væntanlegri plötu sveitarinnar.

„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“

„Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál.

Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur

Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt.

„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“

„Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti.

Kominn með al­gjört ógeð á sam­fé­lags­miðlum í dag

Ólafur Arnalds er einn árangurríkasti tónlistarmaður Íslands. Lögin hans streymast í milljónatali á Spotify og uppselt er á tónleika um allan heim. Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af hlaðvarpinu Bransakjaftæði talar Ólafur um praktísku hlið ferilsins síns.

Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust

Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu.

Sjá næstu 50 fréttir