Fleiri fréttir

Jæja þá er rokkarinn vaknaður

Fyrrverandi American Idol stjarnan Steven Tyler, 64 ára, hefur vakið rokkarann innra með sér. Eins og sjá má á myndinni var hann með fráhneppta skyrtu og vindil í munnvikinu á götum Los Angeles í gær...

Algjörlega augabrúnalaus

Eins og sjá má á myndunum er Kelly Osbourne augabrúnalaus. Fjólubláa hárið hennar náði ekki að skyggja á augabrúnaleysið sem fór ekki fram hjá nokkrum manni þegar hún mætti á rauða dregilinn...

Keira Knightley þreytuleg á tökustað

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var leikkonan Keira Knightley þreytuleg að sjá í vikunni er hún yfirgaf hjólhýsi sitt á tökustað myndarinna "Can a Song Save Your Life?" í New York. Keira sem var í fylgd lífvarðar veitti ljósmyndurum sem eltu hana á röndum enga athygli.

Ánægðar mæðgur

Leikkonan Katie Holmes, 33 ára, og dóttir hennar Suri nutu þess að fá sér hádegisverð í New York í gær...

Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi

Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ.

Sýnir ljósmyndir í Sjanghæ

"Ég gerði samning við þá og þetta er fyrsta sýningin af framtíðarsamstarfi," segir ljósmyndarinn Egill Bjarki Jónsson sem opnaði sína fyrstu sýningu og gaf út bók í Sjanghæ laugardaginn 21. júlí. Sýningin fangar ljósmyndun hins víðförla Egils en myndirnar eru frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Sjanghæ.

Í leikstjórnarstólinn

Söngkonan Beyoncé hyggst leikstýra heimildarmynd sem gefur aðdáendum svolitla innsýn í líf hennar. Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z hafa hingað til reynt að halda einkalífi sínu utan fjölmiðla.

Þjónaði til borðs

Leikarinn Mark Ruffalo átti notalega kvöldstund með vinum sínum á Chateau Marmont hótelinu fyrr í vikunni og rifjaði um leið upp gamla takta frá því hann starfaði sem þjónn.

Rækjusalat og Ritz-kex í LA

„Ég ákvað að bjóða nokkrum íslenskum stelpum sem búa í Los Angeles heim til mín. Við vorum tíu stelpur sem hittumst heima hjá mér þetta kvöld, sumar þekkti ég lítið sem ekkert en aðrar eru mjög góðar vinkonur mínar,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem kom á fót íslenskum saumaklúbbi í Los Angeles.

Barnastjarna í vanda

Leikarinn Macaulay Culkin er sagður glíma við eiturlyfjavanda sem gæti dregið hann til dauða. Tímaritið National Enquirer heldur þessu fram á forsíðu sinni og segir Culkin hafa ánetjast heróíni og eyða allt að sjö hundruð þúsund krónum á mánuði í heróín og önnur eiturlyf.

Ítalía að missa tökin

Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum. Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tískuheiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar.

Skemmtilegur subbuskapur

Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó.

Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform

„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd.

Fóru saman á stefnumót

Söngkonan Katy Perry og söngvarinn John Mayer sáust saman í annað sinn á fimmtudagskvöldið. Parið sást fyrst haldast í hendur á veitingastaðnum Soho House í Hollywood í lok júlí.

Dreymir um þriðju myndina um Stellu

„Í alvöru?“ spyr Edda Björgvinsdóttir leikkona þegar henni er tjáð að fjórðungur þjóðarinnar hafi horft á hana fara á kostum í gamanmyndinni Stellu í orlofi sunnudaginn 29. júlí á RÚV samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Kvikmyndin er frá árinu 1986 og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum landsmanna.

Aldrei lognmolla í Twilight-heimi

Nú hefur öllu starfsfólki fjórðu Twilight-myndarinnar, Breaking Dawn, verið bannað að tjá sig svo mikið sem með einu orði um framhjáhald Kristen Stewart. Bannið var sett á í kjölfar afar saklausra ummæla leikkonunnar Christian Serratos þar sem hún sagðist í viðtali ekki hafa áhyggjur af því að framhjáhaldið myndi hafa áhrif á miðasölu myndarinnar, sem kemur út í nóvember. Christian þessi leikur vinkonu Bellu, Angelu Weber, í myndunum.

Kjarni innsetningar fangaður í bókverki

Útgáfu bókverksins Path – Journey to the Centre var fagnað í Bókaútgáfunni Crymogeu í vikunni, en bókin er samstarfsverkefni myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur og bandaríska rithöfundarins Rebeccu Solnit. Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar Rebecca var stödd hér á landi árið 2009 og sá og heillaðist af samnefndu verki Elínar í Listasafni Íslands. „Við Rebecca hittumst fyrir tilviljun hér á Íslandi það ár. Hún lýsti yfir áhuga á að skrifa um sína reynslu af verkinu og við ákváðum að gefa út lítið bókverk í kjölfarið," segir Elín, sem stödd er hér á landi til að fagna útgáfu bókarinnar, en hún hefur verið búsett í Berlín í nær áratug.

Átta önnur fræg framhjáhöld

Tímaritið US Weekly ljóstraði upp um framhjáhald Kristen Stewart og leikstjórans Ruperts Sanders í síðustu viku. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu enda var Stewart í sambandi með Robert Pattinson og Sanders kvæntur og tveggja barna faðir. Fleiri Hollywood-stjörnur hafa þó orðið fyrir því að misstíga sig svo opinberlega og í kjölfarið orðið fyrir álitshnekki. Við tókum saman átta önnur fræg framhjáhöld sem hægt er að skoða með því að smella á myndina og fletta myndasafninu.

Rokkhátíð á Dillon um helgina

Rokk Festival veitingahússins Dillon verður haldið eins og undanfarin ár um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sjöundu útihátíð veitingahússins og má segja að tónlistarsenan sé með flottara móti þetta árið eins og segir í tilkynningu staðarins...

Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri

„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis.

Grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda

Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 3.-4. september næstkomandi. Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Keppt er um bestu stuttmyndirnar og verða veitt 100, 75 og 50 þúsund krónur fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Einnig verða veitt áhorfendaverðlaun og mun Sjónvarpið sýna verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Dorrit klæddist skrautbúningi frá 1938

Dorrit Moussaieff forsetafrú var að vanda glæsileg þegar eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta í fimmta sinn á miðvikudaginn

Fylgir Madonnu hvert fótspor

Madonna, 53 ára, var mynduð ásamt unnusta sínum, dansaranum Brahim Zaibat, 24 ára, í Vínarborg í fyrradag...

Draggkeppni á glæsilegasta sviði landsins

„Það er varla hægt að gera dagskránna veigameiri en síðustu ár því hún er alltaf svo flott. En þetta verður dúndur glamúr og skemmtun í glæsilegasta sal landsins,“ segir listamaðurinn Georg Erlingsson Merritt um Draggkeppni Íslands sem haldin verður í fimmtánda sinn næsta miðvikudag.

Simmi og Jói standa vaktina í Eyjum

Athafnamennirnir Simmi og Jói ætla að halda til í Vestmannaeyjum um helgina þar sem þeir munu grilla FABRIKKUHAMBORGARA ofan í svanga þjóðhátíðargesti.

Hátíska í bland við ódýran gæðafatnað

Á annað hundruð manns komu saman í tískuversluninni GK í vikunni. Tilefnið var frumsýning þriggja nýrra hátískumerkja; Stella McCartney, mcq frá Alexander McQueen og mm6 by Maison Martin Margiela.

Til að forðast þynnku og viðbjóð

"Til þess að forðast þynnku og viðbjóð mæli ég með því að fólk reyni að borða næringaríkan mat og sleppi því að blanda drykkina með sykurleðju. Hollt "snakk" og drykkir er eitthvað sem fólk ætti að taka með sér í ferðalagið...

700 myndir borist á RIFF

Fleiri en 700 myndir hafa borist á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík sem hefst í lok september.

Vala Matt fagnar útkomu sælkerabókar

Vala Matt hélt upp á útkomu stórglæsilegrar sælkerabókar á veitingastaðnum RUB23 í Reykjavík á dögunum en verkefnið hefur átt hug og hjarta Völu undanfarna mánuði.

Billy Corgan í fínu formi

Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið.

Björk vinnur með Attenborough

Björk Guðmundsdóttir hefur hafið samstarf við náttúrulífsmyndafrömuðinn David Attenborough um gerð heimildarmynda um sögu tónlistar. Þættirnir munu bera nafnið Eðli tónlistar (e. The Nature of Music) og verða sýndir á Channel 4 í Bretlandi, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Guardian.

Stuðmenn rifja upp bransasögur

Hinir einu sönnu Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, prýða forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun föstudag og er það svo sannarlega vel við hæfi um verslunarmannahelgina. Hljómsveitin hefur staðið oftar á sviði þessa helgi en nokkur önnur hljómsveit. Hún stóð um árabil fyrir risavöxnum útihátíðum, í Atlavík, Húnaveri, Húsafelli og víðar, að ekki sé talað um margar þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum þar sem stór hluti kvikmyndarinnar Með allt á hreinu var kvikmyndaður. Stuðmenn rifja upp óborganlegar bransasögur sem þeir hafa upplifað saman í gegnum tíðina í Lífinu á morgun.

Það bókstaflega sýður á eiginkonunni

Heimur leikkonunnar Liberty Ross, 33 ára, hrundi þegar hún komst að því að eiginmaður hennar, leikstjórinn Rupert Sanders, 41 árs, hélt við ungu leikkonuna Kristen Stewart, 23 ára...

Sjáðu Páll Óskar hefur ekkert breyst

„Fann kassa með gömlu dóti. Þar var ÞETTA. Palli passi 1989. Ég er nú bara hoppandi hress með hve lítið hefur breyst, jú nema rithöndin mín og hárið. Hlakka til að sjá ykkur öll á Sjallanum Akureyri og á Þjóðhátíð næstu helgi, með 2012 lúkkið á hreinu. Stuð og ást, PALLI xox," skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebooksíðuna sína og póstar mynd af gamla vegabréfinu sínu...

Dekruð á afmælisdaginn

Sigurbjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður Krossins á afmæli í dag. Lífið óskaði henni til hamingju með daginn og forvitnaðist hvernig hún ætlar að eyða deginum...

Ekki sjón að sjá Brad

Á meðfylgjandi myndum má sjá leikarann Brad Pitt með glóðurauga á vinstra auga...

Lúxusvillan þar sem Pattinson dvelur

Leikarinn Robert Pattinson, 26 ára, er að hugsa sinn gang á heimili vinkonu sinnar, Reese Witherspoon, sem hann kynntist við tökur á kvikmyndinni Water for Elephants á síðasta ári...

Beckham besti vinur aðal

David Beckham, 37 ára, lítur ágætlega út á forsíðu breska Esquire tímaritsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Þá má einnig skoða nýjar myndir af fótboltastjörnunni með Vilhjálmi Bretaprins og sonum sínum á fótboltaleik...

Kim Kardashian í dekri

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var mynduð í bak og fyrir er hún skrapp í dekur á dögunum.

Voffinn verður ljón

Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu.

Kátir og klúrir Klaufar

Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata.

Innipúkinn tíu ára

Árið 2002 varð bylting í reykvísku skemmtanalífi. Allar verslunarmannahelgar árin á undan hafði bærinn verið nær tómur af fólki, skemmtanalífið var frekar máttlaust fyrir þær örfáu hræður sem ekki fannst kræsilegt að velkjast um í tjaldi þessa helgi og því ákváðu Hljómsveit Dr. Gunna og hljómsveitin Rúnk að efna til skemmtidagskrár í Iðnó undir nafninu Innipúkinn.

Gylfi í New York Times

Vegleg umfjöllun um knattspyrnukappann Gylfa Sigurðsson birtist á vef dagblaðsins New York Times í gær. Tilefnið er ferð Tottenham til New York þar sem liðið lék æfingaleik á móti Red Bulls og lét mæla sig út fyrir tölvuleikinn FIFA 13, sem kemur út síðar í ár. Gylfi skoraði glæsilegt mark í leiknum og er því lýst í smáatriðum í greininni. Blaðamaður Times fer fögrum orðum um Gylfa ásamt því að velta fyrir sér hvernig jafnlítil þjóð geti átt svo marga afreksmenn í fótbolta, þrátt fyrir að hafa aldrei komist á stórmót.

Sjá næstu 50 fréttir