Billy Corgan í fínu formi Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2012 20:00 Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira