Billy Corgan í fínu formi Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2012 20:00 Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira