Fleiri fréttir

Tínir ekki upp óhreina sokka forsetans

Forsetafrúin Michelle Obama, 48 ára, mætti í sjónvarpsþátt David Letterman á mánudaginn var. Þá mætti hún einnig í þátt Ellenar DeGeners þar sem Ellen spurði hana hvort hún tíndi upp skítuga sokka af eiginmanninum. "Nei, nei. Hann tínir þá sjálfur upp. Hann heldur því fram að hann sé duglegur að taka til en ég minni hann á að það er fólk sem aðstoðar hann við þetta. Það er hreinlega fólkið,“ sagði Michelle. Þá má sjá hana taka nokkrar armbeygjur með Ellen.

Stebbi og Eyfi á stjá

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru lagðir stað í tónleikaferð um landið til að fylgja eftir plötunni Fleiri notalegar ábreiður sem kom út í fyrra.

Ummi gefur út Bergmálið

Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson sendir á morgun frá sér smáskífulagið Bergmálið. Það verður að finna á annarri plötu listamannsins sem kemur út seinna á þessu ári.

Þekkist ekki lengur úti á götu

"Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson.

Hrím opnar í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hönnunarhúsið Hrím opnaði verslun á Laugaveginum í Reykjavík en verslunin, sem leggur áherslu á innlenda og erlenda hönnun, hefur hingað til verið starfrækt í Hofi á Akureyri...

Kim Kardashian djammar með mömmu

Mæðgurnar Kris Jenner og Kim Kardashian mættu prúðbúnar til afmælishátíðar næturklúbbsins 1 Oak í Las Vegas um helgina.

Prinsessan sem heillar alla

Kate Middleton tók þátt í hátíðarhöldum tileinkuðum Dags heilags Patreks þann 17. mars síðastliðinn en hann er líka þjóðhátíðardagur Íra.

Ólétt Jessica Simpson

Söngkonan Jessica Simpson, 31 árs, og unnusti hennar, Eric Johnson, voru mynduð í Kaliforníu í gær...

Mikið álag á vef Vodafone þegar myndbandið var frumsýnt

„Nei, hann hrundi nú ekki en það þurfti að loka honum í smá stund til að setja efnið inn á hann,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Frumsýna átti Eurovision-myndbandið við lagið Never Forget á vefsíðu félagsins klukkan tólf í dag en það gekk ekki nógu vel þar sem ekki var hægt að komast inn á vefinn vegna álags.

Ömmusýning í Bretlandi

Heimildarmyndin Grandma Lo-Fi var sýnd í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Sýningin var á kvikmyndahátíðinni Flatpack Festival í borginni Birmingham.

Missir ekki stjórn á skapi sínu

Leikkonan Julia Roberts, 44 ára, mætti í svartri dragt á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Mirror Mirror í Hollywood um helgina. "Ég missi ekki oft stjórn á skapi mínu. Það gerist nánast aldrei. Ég lít alltaf jákvæðum augum á allt sem verður á vegi mínum,“ lét Julia hafa eftir sér. Skoða má myndir af Julíu í myndasafni.

Söng í fyrsta sinn í Las Vegas

„Ég var með risatónleika í Las Vegas,“ segir Geir Ólafsson, sem söng með 25 manna hljómsveit vinar síns Dons Randi í borginni í síðasta mánuði.

Ittala skoðar íslenska hönnuði

DesignMatch er haldin í Norræna húsinu í þriðja sinn þann 23. mars. Sýningin er haldin í tengslum við HönnunarMars og í ár taka nokkur stærstu hönnunarhús Norðurlandanna þátt í henni.

Gamansöm draugamynd í bígerð

Leikstjórinn Ágúst Guðmundsson hefur fengið vilyrði um framleiðslustyrk fyrir hátt í sjötíu milljónir króna fyrir kvikmyndina Ófeigur gengur aftur.

Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum.

Mundu eftir mér frumsýnt í dag

Myndbandið við Eurovision-lagið Mundu eftir mér verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone í dag klukkan 12. Heimildir herma að spilað verði á allan tilfinningaskalann í myndbandinu og verður gaman að fylgjast með samvinnu söngvaranna tveggja, Gretu Salóme og Jónsa. Mikil spenna ríkir einnig yfir því hvort lagið verði sungið á íslensku eða ensku og hvernig lagið verður útsett.

Fögnuðu nýrri fótboltasíðu

Nýrri fótboltavefsíðu, 433.is, var fagnað á sportbarnum Úrillu górillunni á föstudagskvöld. Margir kunnir fótboltakappar létu sjá sig og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnaði vefsíðuna formlega.

Grænt er ekki vænt

Erin Heatherton, kærasta leikarans Leonardos DiCarprio, hefur fengið sig fullsadda af óþrifnaði hjartaknúsarans.

Tískustelpan sem allir fylgjast með

Rússneski blaðamaðurinn Miroslava Duma hefur verið eitt vinsælasta myndefni götutískuljósmyndara og bloggara upp á síðkastið. Duma þykir einstaklega lunkin við að blanda saman litríkum og munstruðum flíkum. Duma var eitt sinn ritstjóri Harper"s Bazaar en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifar fyrir blöð á borð við rússneska Harper"s Bazaar, Tatler og Glamour. Hún er fastur gestur á fremsta bekk á tískusýningum en uppáhaldshönnun hennar kemur frá Prada, Miu Miu, Lanvin, Alexander Wang og YSL.

Íslendingar eru nammisjúkir

„Ég vildi opna búð sem fær viðskiptavininn til að segja vá þegar hann labbar inn. Hingað til hafa flestir sagt vá þegar þeir ganga inn um dyrnar,“ segir Alfreð Chiarolanzio eigandi nýju nammibúðarinnar Nammibarinn á Laugavegi.

Góðir vinir bæta heilsu

Góðir vinir geta bætt heilsu fólks ef marka má niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Kaliforníu.

Drukkið til heiðurs Heilögum Patreki

Dagur heilags Patreks verður haldinn hátíðlegur víða um heim á morgun. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Íra og fagnar kristnitöku þjóðarinnar sem þeir tengja að miklu leyti við heilagan Patrek, en honum er einnig gefið að hafa fælt burtu alla snáka úr landinu.

Grýtti síma inn um rúðu

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur gamanleikaranum Russell Brand eftir að hann henti síma í gegnum glugga á lögfræðiskrifstofu í New Orleans.

Kemur á einkaþotu og bakar pitsu á Selfossi

Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í tilefni þess mun Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera viðstaddur opnunina.

Aniston í húsgagnaleit

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, yfirgaf húsgagnaverslun í Hollywood í fyrradag. Með leikkonunni var unnusti hennar, leikarinn Justin Theroux sem settist í farþegasætið og keyrði af vettvangi á meðan hún mátaði sófana.

Ný hönnunarbúð í miðbænum

Búðin Hrím hönnunarhús hefur fært út kvíarnar og komið sér fyrir á Laugaveginum, en verslunin hefur hingað til verið rekin í Hofi á Akureyri. Fjölmennt var í opnunarteitinu enda búðin kærkomin viðbót í verslanaflóru miðbæjarins. Verslunin er full af innlendri sem erlendri hönnun og er til að mynda heill veggur í versluninni tileinkaður Lomo-myndavélunum. Litríkir gluggar verslunarinnar vöktu athygli en hönnunin var í höndunum á stúlkunum á auglýsingastofunni Undralandið.

Þreyttur á gríninu

Jonah Hill er orðinn þreyttur á gamanhlutverkunum sem hann er þekktastur fyrir. Hann segir að dramatísk hlutverk veiti honum meiri innblástur.

Vogue og Eurowoman á RFF

"Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars.

Helgarmaturinn - Grillaður humar

Þegar fyrrum þulan og íslenskufræðingurinn, Anna Rún Frímannsdóttir vill dekra við fjölskylduna grillar hún humar og býður upp á ferskt meðlæti með.

Dóttir Houston byrjuð með uppeldisbróður sínum

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn, Nick Gordon. Gordon er 22 ára gamall og hefur búið með Houston fjölskyldunni frá 12 ára aldri.

Flókin æska

Leighton Meester segist ekki hafa fæðst í fangelsi líkt og margir trúa, heldur á sjúkrahúsi líkt og flest önnur börn. "Móðir mín sat inni á meðgöngunni en fæddi mig samt á spítala, ég var svo send í fóstur til ömmu minnar þegar ég var þriggja mánaða,“ sagði Gossip Girl-leikkonan en foreldrar hennar afplánuðu bæði dóm fyrir fíkniefnainnflutning.

Paltrow hrifin af Lindex

Leikkonan Gwyneth Paltrow er nýtt andlit sænsku tískukeðjunnar Lindex og segist leikkonan vera afskaplega hrifin af vorlínu keðjunnar.

Lærir að flétta hár dætranna

Útskriftanemar í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ætla að halda námskeið þar sem kenndar verða einfaldar barnagreiðslur gegn vægu verði.

Stafsetningarvilla í tattúinu

Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður spjallað við þekkta Íslendinga með tattú. Þá verður rætt við Stefán Lárus sem lenti í því að fá tattú með stafsetningarvillu, en hann lét flúra á sig setningu sem átti að innihalda orðið "diamond" en útkoman varð "dimond".

New Regency endurgerir Borgríki í Hollywood

„Ég á von á að við klárum samninga á næstu dögum," segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson um samning við kvikmyndarisann New Regency um endurgerð á íslensku spennumyndinni Borgríki.

Fjölskyldufundur eftir hálfrar aldar leit

Vaxtarræktarjöfurinn Magnús Bess Júlíusson og unnusta hans, fitnessdrottningin Katrín Eva Auðunsdóttir dvelja nú á Venice Beach í Kaliforníu, á strönd sem er kölluð Muscle Beach. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars sá að hitta fjölskyldu Magga í fyrsta skipti, en faðir hans, Júlíus Bess, hefur leitað hennar nú í hartnær fimmtíu ár og loks fundið!

Haglél selst enn

Platan Haglél með Mugison, sem seldist eins og heitar lummur fyrir jólin, er síður en svo hætt að seljast eins og efsta sæti Tónlistans ber vott um.

Þetta kallast útgeislun

Leikkonan Rachel Weisz, 42 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar The Deep Blue Sea í New York í vikunni...

Góða veizlu gjöra skal

Þrír unglingspiltar ákveða að halda partý þegar foreldrar eins þeirra eru að heiman, en veislan er fljót að fara úr böndunum. Hressilegt partý en fremur misheppnuð mynd. Project X inniheldur enga brandara, engar spaugilegar kringumstæður og ekki eina einustu aðlaðandi persónu. Stuðið er til staðar en það dugir ekki til.

Lopez: Ég var svo óörugg með mig og hæfileika mína

Jennifer Lopez, 42 ára, er vægast sagt stórglæsileg á forsíðu VOGUE tímaritsins eins og sjá má á myndunum. Ég var svo óörugg með mig og hæfileka mína. Ég braut sjálfa mig niður og hældi mér aldrei fyrir það sem ég hef að bera. Þess vegna kunni enginn að meta mig heldur. Þinn spegill er nákvæmlega eins og heimurinn speglar þig. Spurð um söngvarann Marc Anthony sem hún skildi við í fyrra svaraði Jennifer: “Hann sagði mér sífellt hvað röddin mín er falleg og hann sagði alltaf að ég yrði að láta hana hljóma þarna úti. Vertu stolt af sjálfri þér. Síðan einn daginn sagði ég við sjálfa mig: Já ég er góð í þessu!„ sagði Jennifer.

Tökum á 24-mynd frestað

Upptökum hefur verið frestað á kvikmyndaútgáfu sjónvarpsþáttanna 24. Tökur áttu að hefjast í þessum mánuði en hefur verið frestað til næsta árs. Ástæðan er sú að aðalleikarinn Kiefer Sutherland, sem fer með hlutverk Jacks Bauer, er upptekinn við að leika í nýjum sjónvarpsþáttum sem kallast Touch. Deilur eru einnig uppi um hversu miklum peningum eigi að eyða í myndina, auk þess sem handritið er ekki tilbúið. Kvikmyndin á að vera hluti af þríleik og á fyrsta myndin að gerast sex mánuðum eftir að síðustu þáttaröðinni lauk.

Sjá næstu 50 fréttir