Lífið

Grýtti síma inn um rúðu

Russell Brand kom sér í vandræði þegar hann henti síma inn um rúðu á lögfræðiskrifstofu.
Russell Brand kom sér í vandræði þegar hann henti síma inn um rúðu á lögfræðiskrifstofu. nordicphotos/getty
Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur gamanleikaranum Russell Brand eftir að hann henti síma í gegnum glugga á lögfræðiskrifstofu í New Orleans.

Brand hafði rifið símann úr höndum ljósmyndara og þeytti honum því næst í gegnum rúðu á lögfræðiskrifstofu sem er í götunni. Brand skrifaði um atvikið á Twitter-síðu sinni og sagði ástæðuna að baki hegðun sinni vera þá að hann kynni því illa þegar fólk notaði uppfinningar Steve Jobs í illum tilgangi. Leikarinn hefur boðist til að bæta fyrir tjónið sem hann olli en sleppur þó ekki við handtöku og dóm.

Brand er staddur í New Orleans við tökur á nýrri kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.