Lærir að flétta hár dætranna 16. mars 2012 14:00 Þórdís segir sig og dætur sínar allar vera með mjög þykkt hár. Hún vonast til að læra að gera mismunandi fléttur í þær, og jafnvel sjálfa sig, á námskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útskriftanemar í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ætla að halda námskeið þar sem kenndar verða einfaldar barnagreiðslur gegn vægu verði. Tíska „Ég á þrjár dætur, þriggja, fjögurra og sjö ára, og langar mikið að verða betri í að gera alls konar greiðslur í þær," segir Þórdís Brynjólfsdóttir, sem hyggst mæta á sérstakt hárgreiðslunámskeið fyrir foreldra í þeirri von að fullkomna kunnáttu sína í að greiða dætrum sínum. Þórdís segist hafa heyrt af svona námskeiði áður, en að þá hafi verið einblínt á feður. Hún segir sjálfa sig og dætur sínar allar vera með þykkt hár sem erfitt sé að eiga við. „Ég sendi stelpurnar nú aldrei út úr húsi nema þær séu snyrtilega greiddar, en yfirleitt eru þær bara með tagl eða spennur. Ég er voða klaufsk við að flétta og vonast helst til að læra að gera mismunandi fléttur, það er nú svo mikið í tísku í dag þetta fléttudæmi," segir Þórdís sem reiknar með að taka tvær eldri stúlkurnar með sér á námskeiðið. Ólöf Sunna Magnúsdóttir, einn útskriftarnemanna sem stendur á bakvið námskeiðið, segir það hugsað fyrir alla þá sem eiga erfitt með að greiða börnunum sínum. Mæður, feður og jafnvel ömmur og afar eru velkomin. „Sumir eiga í erfiðleikum með það eitt að setja teygjur í hár barnanna sinna meðan aðrir vilja kannski læra einhverjar sætar barnagreiðslur, en við ætlum að kenna allan skalann," segir hún og bætir við að dúkkuhausar verði á staðnum fyrir þá sem hafa ekki tök á að taka börn með sér eða eru með börn með of lítið hár. Námskeiðið er haldið sem fjáröflun til að standa undir kostnaði við útskriftina og fer fram á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar í Árbænum þann 17.mars. Í boði verða tvö námskeið sem áætlað er að taki um eina og hálfa klukkustund hvort, og hefjast þau klukkan 10 og 12. Verði mikil aðsókn verður svo bætt við námskeiði klukkan 14. Verðið er 2.500 krónur og hægt er að skrá sig á tölvupóstfanginu margretosk1@hotmail.com. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Sjá meira
Útskriftanemar í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ætla að halda námskeið þar sem kenndar verða einfaldar barnagreiðslur gegn vægu verði. Tíska „Ég á þrjár dætur, þriggja, fjögurra og sjö ára, og langar mikið að verða betri í að gera alls konar greiðslur í þær," segir Þórdís Brynjólfsdóttir, sem hyggst mæta á sérstakt hárgreiðslunámskeið fyrir foreldra í þeirri von að fullkomna kunnáttu sína í að greiða dætrum sínum. Þórdís segist hafa heyrt af svona námskeiði áður, en að þá hafi verið einblínt á feður. Hún segir sjálfa sig og dætur sínar allar vera með þykkt hár sem erfitt sé að eiga við. „Ég sendi stelpurnar nú aldrei út úr húsi nema þær séu snyrtilega greiddar, en yfirleitt eru þær bara með tagl eða spennur. Ég er voða klaufsk við að flétta og vonast helst til að læra að gera mismunandi fléttur, það er nú svo mikið í tísku í dag þetta fléttudæmi," segir Þórdís sem reiknar með að taka tvær eldri stúlkurnar með sér á námskeiðið. Ólöf Sunna Magnúsdóttir, einn útskriftarnemanna sem stendur á bakvið námskeiðið, segir það hugsað fyrir alla þá sem eiga erfitt með að greiða börnunum sínum. Mæður, feður og jafnvel ömmur og afar eru velkomin. „Sumir eiga í erfiðleikum með það eitt að setja teygjur í hár barnanna sinna meðan aðrir vilja kannski læra einhverjar sætar barnagreiðslur, en við ætlum að kenna allan skalann," segir hún og bætir við að dúkkuhausar verði á staðnum fyrir þá sem hafa ekki tök á að taka börn með sér eða eru með börn með of lítið hár. Námskeiðið er haldið sem fjáröflun til að standa undir kostnaði við útskriftina og fer fram á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar í Árbænum þann 17.mars. Í boði verða tvö námskeið sem áætlað er að taki um eina og hálfa klukkustund hvort, og hefjast þau klukkan 10 og 12. Verði mikil aðsókn verður svo bætt við námskeiði klukkan 14. Verðið er 2.500 krónur og hægt er að skrá sig á tölvupóstfanginu margretosk1@hotmail.com. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun