Lífið

Paltrow hrifin af Lindex

Leikkonan Gwyneth Paltrow er andlit vorlínu sænsku tískukeðjunnar Lindex.
Leikkonan Gwyneth Paltrow er andlit vorlínu sænsku tískukeðjunnar Lindex.
Leikkonan Gwyneth Paltrow er nýtt andlit sænsku tískukeðjunnar Lindex og segist leikkonan vera afskaplega hrifin af vorlínu keðjunnar.

Paltrow er mikil áhugakona um tísku og er meðal annars náin vinkona hönnuðarins Stellu McCartney. Paltrow lýsti yfir aðdáun sinni á vorlínu Lindex í nýlegu viðtali, en línan hefur hlotið heitið Preppy Modern.

„Ég elska fötin frá þeim og ég mundi aldrei vera í forsvari fyrir tískukeðju sem ég væri ekki hrifin af. Fötin þeirra eru nákvæmlega það sem ég mundi klæðast heima hjá mér," sagði leikkonan.

Hægt er að skoða línuna hér á heimasíðu Lindex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.