Lífið

Tínir ekki upp óhreina sokka forsetans

myndir/cover media
Forsetafrúin Michelle Obama, 48 ára, mætti í sjónvarpsþátt David Letterman á mánudaginn var. Þá mætti hún einnig í þátt Ellenar DeGeners þar sem Ellen spurði hana hvort hún tíndi upp skítuga sokka af eiginmanninum.

"Nei, nei. Hann tínir þá sjálfur upp. Hann heldur því fram að hann sé duglegur að taka til en ég minni hann á að það er fólk sem aðstoðar hann við þetta. Það er hreinlega fólkið," sagði Michelle.

Þá má sjá hana taka nokkrar armbeygjur með Ellen.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.