Fleiri fréttir

Richards fór í augnaðgerð

Rollingurinn Keith Richards gekkst nýverið undir laser-aðgerð á auga til að lagfæra sjón sína. Að sögn talsmanns hans gekk aðgerðin vel og er hann á batavegi. Richards, sem er 68 ára, er þekktur fyrir sukksamt líferni sitt og ætti því engum að koma á óvart að sjón hans sé aðeins farin að daprast.

Umdeildur norskur grínisti leikur Georg Bjarnfreðarson

Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið.

Skráir sig í fjarnám til að syngja með Björk

„Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem til New York svo ég er mjög spennt,“ segir Jóna G. Kolbrúnardóttir, ein af kórstúlkunum í Graduale Nobili en þær ferðast með Björk Guðmundsdóttur til New York í lok mánaðarins.

Blue Ivy komin í heiminn

Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé urðu foreldrar í fyrsta sinn um helgina en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardaginn. Talsmenn parsins hafa þó ekki staðfest fæðinguna en þegar litla systir Beyoncé, Solange Knowles, sendi út hamingjuóskir á Twitter sannfærðust fjölmiðlar um að barnið væri komið í heiminn.

George í góðum gír með gellunni

Leikarinn George Clooney, 50 ára, og unnusta hans, Stacy Keibler, 32 ára, voru brosmild á rauða dreglinum um helgina eins og sjá má á myndunum...

Lítill áhugi á amerískri útgáfu af Lisbeth Salander

Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly.

Of Monsters and Men toppa Billboard

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá sendu Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men frá sér stuttskífu í gegnum vefverslun iTunes í desember.

Vinsælustu forsíðustúlkur ársins 2011

Árlega gerir Audit Bureau of Circulations í Bretlandi könnun hvaða tímarit seldust best á árinu og þá hvaða forsíður vöktu áhuga flestra lesenda árið 2011. Það eru leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston sem prýddu forsíður mest seldu tímarita ársins 2011.

Kunis nýtt andlit Dior

Leikkonan Mila Kunis verður andlit tískuhússins Dior fyrir komandi vor og sumar. Hlutverkið þykir mikil upphefð fyrir leikkonuna ungu en þar með gengur hún í fótspor Sharon Stone, Marion Cotillard, Charlize Theron og Natalie Portman sem allar hafa auglýst vörur tískuhússins fræga.

Heiðraður á Bafta-hátíð

Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin.

Leoncie með langþráða tónleika á Íslandi

„Ég hlakka mikið til að koma fram á Íslandi," segir indverska prinsessan Leoncie. Leoncie er væntanleg til landsins og kemur fram á Gauki á Stöng laugardaginn 28. janúar.

Sendir frá sér skáldsögu

Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins AmazonPublishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára.

Fuglahræða á ferð og flugi

This Must Be the Place er ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Ég get mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu.

Poppuð Pippa

Pippa Middleton, 28 ára, systir hertogaynjunnar af Cambridge, vakti athygli þegar hún arkaði til vinnu í miðborg Lundúna síðasta fimmtudag...

Stóri dagurinn hjá Balta á fimmtudag

Kvikmyndin Contraband verður frumsýnd á fimmtudaginn í Bandaríkjunum en hún er endurgerð hinnar rómuðu íslensku kvikmyndar, Reykjavik-Rotterdam eftir Óskar Jónasson. Myndin skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum en Baltasar Kormákur situr í leikstjórastólnum. Hann lék hins vegar aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni sem fékk feykilega góða dóma og mikla aðsókn.

Slasaður Brad

48 ára leikarinn Brad Pitt gekk við staf og leiddi jafnframt unnustu sína, Angelinu Jolie, á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaliforníu á laugardag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum...

Óhræddur við stjörnur Vesturports

"Ég hef akkurat verið að vísa fólki á sýningu Vesturports því það er eiginlega að verða uppselt á allar sýningar hjá okkur,“ segir Kári Viðarsson, forsvarsmaður nýjasta atvinnuleikhússins á Íslandi, Frystiklefinn á Rifi. Leikhúsið ætlar að setja á svið sýningu sína um sjálfan Axlar-Björn, Góðir hálsar, sem sýnd var við góðar undirtektir í ágúst í fyrra. Hún var þá sýnd í takmarkaðan tíma þar sem leikararnir þurftu frá að hverfa vegna anna á öðrum vettvangi.

Maus með tónleika á Eurosonic

Hljómsveitin Maus spilar á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi síðar í mánuðinum. Ekki er þó um að ræða endurkomu hinnar íslensku Maus heldur hollensku sveitina sem ber sama nafn og hún.

Forsetinn kom með barnabarninu í Borgarleikhúsið

Leikverkið Fanný og Alexander, sem byggt er á sjónvarpsþáttum og kvikmynd Ingimars Bergman, var frumsýnt á föstudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Með aðalhlutverkin í sýningunni fara þau Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson en leikstjóri er Stefán Baldursson. Alls taka tuttugu leikarar þátt í sýningunni.

Frægur skilnaðarlögfræðingur hjálpar Önnu

Í bandarískum fjölmiðlum er því haldið fram að bílasalinn Cal Worthington hafi gert glæsibifreið Önnu Mjallar Ólafsdóttur upptæka, en þau standa nú í skilnaði. Anna er sögð hafa ráðið einn þekktasta skilnaðarlögfræðing Bandaríkjanna. Anna Mjöll og Worthington giftu sig síðasta vor, en skömmu fyrir áramót óskaði hún eftir skilnaði. Worthington er einn þekktasti og auðugasti bílasali Bandaríkjanna, og fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að harka sé tekin að færast í skilnaðnn. Samkvæmt gögnum sem fjölmiðlar vitnar til lítur Worthington svo á að honum sé einungis skylt að greiða Önnu andvirði tæprar hálfrar milljónar á mánuði næsta hálfa árið, en Anna telji að henni beri að minnsta kosti helmingur í glæsihýsi í Beverly Hills sem hann hafi gefið henni í brúðargjöf.

Barn Beyoncé fæddist í gær

Söngkonan Beyoncé Knowles, 30 ára, og rapparinn Jay-Z, 42 ára, eignuðust stúlku í gærkvöldi. Stúlkan hefur verið nefnd Blue Ivy Carter...

Enn ein skilnaðarslúðursagan

Leikarinn Johnny Depp, 48 ára, á ekki sjö dagana sæla þegar kemur að hjónabandinu ef marka má slúðurheiminn vestan hafs. Kvikmyndirnar hans ganga vel en aðra sögu er að segja...

Ragnar í Pain of Salvation

Tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg, úr hljómsveitinni Sign, hefur gengið til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation, sem er gríðarlega stórt nafn í heimi þungarokksins.

Nýtt lag frá Doors

Bandaríska hljómsveitin The Doors ætlar að gefa út sitt fyrsta „nýja“ lag í fjörutíu ár. Það verður frumflutt á Facebook-síðu sveitarinnar á mánudaginn. Söngvarinn sálugi Jim Morrison syngur lagið, sem nefnist She Smells So Nice. Það var upphaflega tekið upp vegna plötunnar LA Woman sem kom út 1971 en komst ekki inn á hana. Það var upptökustjórinn Bruce Botnick sem fann upptökuna og dustaði rykið af henni. Lagið mun vera mjög blúsað og kraftmikið. Það verður að finna á tvöfaldri viðhafnarútgáfu LA Woman, auk annars óútgefins lags, Rock Me.

Kiwanuka er bjartasta von BBC

Sálarsöngvarinn Michael Kiwanuka hefur verið kjörinn bjartasta von ársins 2012 af breska ríkisútvarpinu, BBC. Honum hefur verið líkt við Bill Withers sem er þekktur fyrir lög á borð við Ain"t No Sunshine og Just the Two of Us. Þrír af helstu áhrifavöldum Kiwanuka eru Otis Redding, Bob Dylan og Miles Davis.

Hörku frumsýning

Hasarmyndin Haywire var frumsýnd á fimmtudaginn og mættu leikarar og aðstandendur myndarinnar í sínu fínasta pússi á viðburðinn. Með aðalhlutverkin fer fríður hópur leikara og má þar á meðal nefna Ginu Carano, Antonio Banderas, Ewan McGregor, Channing Tatum og Michael Fassbender. Myndin fjallar um hermann sem leitar hefnda eftir að hafa verið svikinn af félögum sínum.

Gítarleikari Morrissey með Smutty Smiff á Ellefunni

Gítarleikarinn Boz Boorer er einn nánasti samstarfsmaður söngvaransMorrissey. Hann er á leiðinni til landsins í næstu viku og kemur fram ásamt hljómsveit Smutty Smiff. „Boz er hljómsveitarstjóri Morrissey." segir rokkabillífrumkvöðullinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff.

Justin Bieber með nýtt tattú

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Justin Bieber á pizzastað í fyrradag þar sem glænýtt húðflúr, mynd af Jesú, má greinilega sjá aftan á vinstri fótlegg söngvarans...

Friðrik mætti með mömmu sína á Bessastaði

"Þetta er miklu meira en við bjuggumst við,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Rúmlega sautján milljónir króna söfnuðust á samstöðutónleikum hans og Jógvans Hansen í Hörpunni í nóvember vegna óveðursins sem gekk yfir Færeyjar í nóvember í fyrra. Tónleikarnir voru sýndir í Sjónvarpinu og þeim útvarpað á Rás 2 og á meðan voru landsmenn hvattir til að leggja söfnuninni lið.

Adele komin á fast

Söngkonan Adele var nýlega mynduð með manni sem fjölmiðlar ytra telja að sé nýi kærastinn hennar. Adele er 23 ára, en hinn meinti kærasti er 36 ára og heitir Simon Konecki. Útlit hans þykir svipa til leikarans Zach Galifianakis og er ekki leiðum að líkjast. Hann starfar hjá góðgerðarsjóðnum Drop4Drop, sem vinnur að því að gefa fólki aðgang að hreinu vatni. Adele sló í gegn í fyrra með plötunni 21 en uppspretta hennar er sambandsslit Adele og fyrrverandi kærasta hennar.

17 ára aldursmunur

Leikarinn Ryan Philippe er byrjaður með fyrirsætunni og leikkonunni Paulinu Slagter en 17 ára aldursmunur er á parinu. Philippe er 37 ára gamall og Slaget nýorðin 20 og slá slúðurmiðlar vestanhafs því upp að daman hafi ekki einu sinni aldur til að kaupa sér áfengi. Slagter er að koma sér áfram í Hollywood sem leikkona og hefur hingað til leikið í sjónvarpsþáttunum Entourage. Philippe var giftur leikkonunni Reese Witherspoon í sjö ár en hún gekk í það heilaga með umboðsmanninum Jim Toth í fyrra.

Sienna Miller ófrísk

Meðfylgjandi myndir voru teknar í París af bresku leikkonunni Siennu Miller, 30 ára, með unnusta sínum Tom Sturridge, 26 ára, en þau eiga von á barni saman...

Æi fáið ykkur herbergi

Slefið slitnaði ekki á milli knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, 26 ára, og unnustu hans, rússneska undirfatamódelinu Irinu Shayk, 25 ára, þegar þau mættu á verðlaunahátíð á Spáni en kappinn spilar með Real Madrid...

Fatnaður sem vex með börnum

Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar.

Verðlaunatímabilið að hefjast

Fyrstu mánuðir nýs árs eru sælkeraveisla fyrir unnendur verðlaunamynda og strax um helgina verða frumsýndar tvær myndir sem hafa verið nefndar sem hugsanlegir kandídatar í Óskarsverðlaunakapphlaupinu.

Inga Lind gerir þáttaröð um offitu

Inga Lind Karlsdóttir, fyrrum sjónvarpskona, er nú á fullu að viða að sér efni um offitu Íslendinga. Hún hefur stofnað fyrirtækið ilk ehf. í kringum framleiðslu á heimildarþáttaröð sem hún hyggst gera um þetta vandamál en það virðist sífellt verða stærra og umfangsmeira hér á landi.

Ný plata frá The Killers

Brandon Flowers, söngvari The Killers, segir að hljómsveitin ætli pottþétt að gefa út nýja plötu á þessu ári. Í samtali við BBC sagðist hann ekki vita nákvæmlega hvenær hún kæmi út. "Við viljum ekki búa til Hot Fuss 2, Sam's Town 2 eða Day & Age 2. Kannski tökum við það besta úr þessu öllu og gerum það sem við kunnum,“ sagði Flowers. Fjögur ár eru liðin síðan Day & Age kom út. Trommarinn Ronnie Vannucci hefur áður upplýst að gítarleikur verði meira áberandi á nýju plötunni og að þeir væru búnir að semja nokkur frábær Killers-lög.

Hjúkrar eiginmanninum

Mariah Carey eyddi jólafríinu í að hjúkra eiginmanni sínum, Nick Cannon, en hann veiktist í nýrum milli jóla og nýárs. Carey birti mynd af sér á samskiptavefnum Twitter þar sem hún liggur í sjúkrarúmi ásamt Cannon og biðlaði í leiðinni til aðdáenda sinna að biðja fyrir bata eiginmannsins.

Söngkonan komin á fyrirsætuskrá

Söngkonunni ungu Lönu Del Rey er spáð frægð og frama á þessu ári en hún hefur nú skrifað undir samning við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu heims; Next. Þykir samningurinn ávísun þess að Del Rey séu ætlaðir stórir hlutir á árinu en í lok mánaðarins kemur út ný plata með söngkonunni, sem átti eitt af lögum ársins 2011, Video Games.

Svona lítur kærasta Marc Anthony út

Marc Anthony, fyrrum eiginmaður Jennifer Lopez birti mynd af sér og nýrri kærustu, fyrirsætunni Shannon De Lima, á Facebook-síðu sinni...

Sjá næstu 50 fréttir