Fleiri fréttir

DiCaprio sést með fjölda fyrirsæta

Leonardo DiCaprio kúrir sennilega seint kvenmannslaus í kulda og trekki því samkvæmt áströlsku útgáfunni af Daily Telegraph er leikarinn kominn með nýja dömu upp á arminn. Sú heitir Madalina og það kemur sennilega fáum á óvart að stúlkan er fyrirsæta. Hún er af rúmensku bergi brotin og hefur getið sér gott orð fyrir undirfatamyndir sínar.

Stefnir í magurt kvikmyndaár

Næsta ár verður dapurt, þetta verða kannski tvær til þrjár frumsýningar,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Eftir næstum ótrúlega fjörug ár að undanförnu þar sem þrjátíu íslenskar kvikmyndir hafa verið frumsýndar stefnir í ansi mögur ár á næstunni í íslenskri kvikmyndagerð.

Ekki bara sætabrauðsdrengur

Brad Pitt er sennilega ein stærsta kvikmyndastjarna heims um þessar mundir. Hann er stöðugt viðfangsefni fréttamiðla, sem hafa fjallað um einkalíf leikarans af miklum móð í næstum tvo áratugi. Ólíkt mörgum slíkum stjörnum, sem þrífast á forsíðum glanstímarita, hefur Pitt sannað sig sem leikari.

Er þetta ekki aðeins of fótósjoppað?

Leikkonan Jessica Biel prýðir forsíðu ELLE glanstímaritsins þar sem búið er að sneiða væna sneið af mittinu á henni eins og greinilega má sjá á myndunum...

Alltaf hægt að fá nýtt lán

Kirsuberjagarðurinn var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudaginn var. Þvílík leikgleði og þvílíkt listaverk. Frábærlega unnin sýning fyrir alla fjölskylduna.

Cheryl Cole mætti í heimsókn í meðferð

Breski söngfuglinn Cheryl Cole kom í óvænta heimsókn á meðferðarheimilið þar sem söngkonan Sara Harding dvelur, en þær voru báðar meðlimir stúlknasveitarinnar Girls Aloud.

Gefa nýja plötu Hjálma

Hjálmar sendu frá sér nýja plötuna Órar í vikunni. Ef þú hefur áhuga á að eignast plötuna án þess að borga krónu fyrir er heppnin með þér.

Útskýrir nektarmyndirnar

Leikkonan Scarlett Johansson, 26 ára, segir að nektarmyndirnar af henni sem láku á netið eftir að tölvuþrjótur braust inn í iPhone símann hennar...

Best klæddu konur Bretlands

Breska tímaritið Harper"s Bazaar hefur nú gefið út lista yfir best klæddu konurnar árið 2011. Að þessu sinni var það Katrín hertogaynja af Cambridge sem skaut tískufyrirmyndum á borð við Kate Moss og Alexu Chung ref fyrir rass og situr í toppsæti listans. Kate Moss endaði í fjórða sæti, leikkonan Tilda Swinton í fimmta sæti og Keira Knightley í því sjötta. Hönnuðina Stellu McCartney og Pheobe Philo má einnig sjá á listanum yfir best klæddu konur Bretlands.

Lokatökur í varðskipinu Þór

„Við erum að taka upp efni sem gerist 1972 og Landhelgisgæslan kemur við sögu,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, eitt af fjórum tannhjólum sem knýja grínhópinn Mið-Ísland.

Hvað er þetta á höfðinu á þér kona?

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 46 ára, var með hatt í stærri kantinum á höfðinu í Melbourne í Ástralíu í gær þar sem hún kynnir mynd sína I Don't Know How She Does It....

Ísak í ævintýraferð í New York

„Það var alveg sjúklega gaman og ég er algjörlega ástfanginn af borginni,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, sem er nýkominn heim eftir tveggja mánaða dvöl í New York.

Meðal fremstu hönnuða

"Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu.

Mugison kominn í sjö þúsund eintök

„Þetta hefur gengið framar vonum. Við getum vel flutt út úr þessari fjörutíu fermetra íbúð þegar þessi túr er búinn, ekki að það sé ekki notalegt að vera í sumarbústað í hjarta Reykjavíkur. En annars er ég náttúrlega aldrei heima, ég verð eiginlega að spyrja Rúnu hvernig þetta sé eiginlega,“ segir Örn Elías Guðmundsson, best þekktur sem Mugison.

Mögulega barnsmóðir Bieber

Í meðfylgjandi myndasafni má skoða Mariuh Yeater, 20 ára, sem heldur því fram í Star tímaritinu að Justin Bieber, 17 ára súperstjarna, sé faðir drengsins hennar, sem er þriggja mánaða gamall....

Tilnefnd til dönsku tónlistarverðlaunanna

"Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning,“ segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn.

Skrautleg tíska í Peking

Tískuvikunni í Peking fyrir vor og sumar 2012 er nýlokið. Mercedes-Benz China Fashion Week, eins og hún heitir, stóð frá 24. október til 1. nóvember og kenndi þar ýmissa grasa. Fimmtíu tískufyrirtæki, rúmlega fjörutíu hönnuðir og 180 útskriftarnemar úr fatahönnun tóku þátt í vikunni.

Djassarar hertóku Kexið

Ný djasstónleikaröð hóf göngu sína á Kex Hosteli á þriðjudagskvöld. Það var Latinkvartett Tómasar R. Einarssonar sem reið á vaðið og kunnu gestir vel að meta ljúfa tóna sveitarinnar. Sigurður Flosason tónlistarmaður sér um skipulagningu tónleikaraðarinnar, sem verður á þriðjudagskvöldum næstu vikurnar hið minnsta. Í næstu viku treður Sigurður sjálfur upp með Standardakvartett sínum og þar á eftir er komið að Tríói Kristjönu Stefánsdóttur.

170 aðdáendabréf á dag

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa fengið um 170 aðdáendabréf á dag síðan þau opinberuðu trúlofun sína fyrir ári. Það gera alls um 60 þúsund bréf sem starfsmenn hallarinnar berjast við að svara. „Það tekur okkur frekar langan tíma að fara í gegnum allan þennan póst en við reynum að svara öllum bréfum sem berast,“ segir starfsmaður hallarinnar í samtali við tímaritið People.

Demi Moore hélt líka framhjá

Mikið hefur verið fjallað um hjónaband Ashtons Kutcher og Demi Moore allt frá því að Sara Leal steig fram og viðurkenndi að hafa eytt einni nótt með Kutcher. Nú virðist sem svo að Moore hafi einnig haldið framhjá Kutcher, og þá með leikaranum Ben Hollingsworth.

Amanda Seyfried leikur Lindu Lovelace

Amanda Seyfried hefur hreppt aðalhlutverkið í kvikmynd um Lindu Lovelace. Linda varð heimsfræg þegar hún lék í klámmyndinni Deep Throat, en hún upplýsti seinna meir að tökurnar hefðu verið helvíti á jörð og að sér hefði verið nauðgað fyrir framan tökuvélarnar.

Breskt eðalgrín til landsins

Breska gamanmyndin The Inbetweeners verður frumsýnd um helgina, en hún hefur slegið rækilega í gegn heimafyrir og fengið lofsamlega dóma. Myndin er byggð á samnefndum þáttum sem sýndir voru á áskriftarstöðinni E4, en þeir segja frá lífi Will og félaga hans í bresku úthverfi. Þættirnir eru margverðlaunaðir og voru tvívegis tilnefndir til Bafta-verðlauna sem bestu gamanþættirnir.

Stutt hjónabönd stjarnanna

Lífið í Hollywood er ekki alltaf dans á rósum. Í ljósi þess að hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries entist ekki nema í 72 daga er vert að líta yfir farinn veg og sjá hvaða hjónabönd í Hollywood hafa heldur ekki náð að fagna eins árs brúðkaupsafmælinu.

Rihanna þarf að róa sig

Læknar hafa ráðlagt söngkonunni Rihönnu að skemmta sér minna eftir að hún varð veik og neyddist til að aflýsa tónleikum í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Sun hafa læknar verulegar áhyggjur af því að Rihanna sé að ofgera sér. „Hún á engan dauðan tíma. Ef hún er ekki uppi á sviði eða í hljóðveri þá er hún að skemmta sér á einhverjum dansklúbbi,“ hefur The Sun eftir innanbúðarmanni. „Hún er að keyra á tómum tanki og verður að slaka á ef ekki á að illa að fara.“

Orðinn atvinnumaður í fitness og vaxtarrækt

Kristján Samúelsson, eða Kiddi Sam eins og hann er kallaður, gerðist nýlega atvinnumaður í fitness. "Það er vissulega heiður að vera boðið af heimssambandi að gerast atvinnumaður í vaxtarrækt og fitness," segir Kiddi.

Demi að detta í sundur

Leikkonan Demi Moore, 48 ára, var mynduð yfirgefa snyrtistofu í Beverly Hills. Eins og sjá má er hún orðin hættulega grönn ef marka mittismálið á henni...

Þú hreinlega verður að taka afstöðu

„Við áhorf myndanna verða þessir einstaklingar svo nærri þér að þú hreinlega verður að taka afstöðu og grípa til aðgerða,“ segir Bryndís Bjarnadóttir. Mannréttindasamtökin Amnesty International standa ásamt Bíói Paradís fyrir kvikmyndadögunum (Ó)sýnileg, sem hefjast á morgun. Tólf heimildarmyndir sýna þrautseigju fólks sem berst fyrir rétti sínum.

Harpa og slagverk verða Harpverk

Duo Harpverk spilar á árlegum tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Dúóið skipa þau Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnik slagverksleikari, sem bæði tvö eru hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Segir Bieber eiga barnið

Nýbökuð móðir í Kaliforníu, Mariah Yeater, 20 ára, heldur því fram í Star tímaritinu að Justin Bieber, 17 ára súperstjarna, sé faðir drengsins hennar, sem er þriggja mánaða gamall....

Mikill áhugi á Innihaldi

Yfir fjórtán þúsund Íslendingar hafa heimsótt nýja vefmiðilinn Innihald.is en hann fór í loftið á laugardaginn. Þær Sigrún Jóhannsdóttir, Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Anna Jóna Heimisdóttir sem skipa ritstjórn miðilsins eru í skýjunum yfir viðtökunum. Innihald.is er í senn afþreyingarvefur og vettvangur málefnalegrar umræðu.

Moore ósáttur við Bond

Sir Roger Moore segir að síðasta myndin um James Bond, Quantum of Solace, hafi verið eins og sundurlaus auglýsing. Moore, sem fór með hlutverk njósnara hennar hátignar í sjö myndum á árunum 1973-1985, segir að sagan sé ekki nóg sterk og myndin sé of löng. Þá gagnrýnir hann vöruinnsetningar í myndinni. „Ég var ekki hrifinn af síðustu Bond-mynd. Hún er var eins og löng, sundurlaus auglýsing,“ sagði hann.

Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis

Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum.

Svona gerir maður ekki

Chris Brown söngvari setti mynd af sjálfum sér á Twitter síðuna sína þar sem hann pósar í grænum þröngum spandex grímubúningi...

Opna hamborgarastað við Strikið

"Viðtökurnar eru búnar að vera vægast sagt frábærar og fólk er í skýjunum yfir hamborgaranum okkar,“ segir Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur hamborgarastaðarins Burgerjoint Copenhagen sem opnaði á Skindergade í Kaupmannahöfn á föstudag.

Ekki horfa ef þú kannt að daðra

Þegar þið eruð búnar að vera giftar karlinum í par mörg ár þá fáið þið ekkert í hnén þegar við erum á brókinni, segir Heiðar Jónsson í meðfylgjandi myndskeiði en hann ætlar að kenna konum að daðra á veitingahúsinu Esju í Austurstræti í kvöld. Þá spáir Heiðar fyrir gestum og les í augu svo eitthvað sé nefnt.

Verðugur arftaki Dr. Jones

Uncharted 3 er flottari en svölustu hasarmyndir og heldur manni rígföstum frá upphafi til enda. Hreint frábær leikur sem ætti að vera skyldueign fyrir alla unnendur ævintýra og hasars.

Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu

„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20.

Justin Bieber í mútur

Justin Bieber átti í erfiðleikum með röddina þegar hann söng dúett með Mariuh Carey og vill umboðsmaður söngvarans meina að unglingsstjarnan sé komin í mútur. Bieber og Carey sungu saman gamlan slagara söngkonunnar, All I Want for Christmas Is You, og átti Bieber víst í miklum erfiðleikum með að ná háu tónunum.

Sjá næstu 50 fréttir