Fleiri fréttir

Hin Eurovision lögin nutu ekki sannmælis

Það vakti nokkra athygli á laugardagskvöldið þegar tilkynnt var í Söngvakeppni Sjónvarpsins að þrjú lög kæmust áfram í undankeppninni. Hingað til hafa aðeins tvö lög verið kosin í gegnum símakosningu til að keppa um að verða framlag Íslands til Eurovision.

Ó já þessi rennislétti magi nærist á avókadó

Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr, 27 ára, sem eignaðist sitt fyrsta barn, drenginn Flynn, 6. janúar síðastliðinn, með eiginmanni sínum, breska leikaranum Orlando Bloom, 33 ára, er líka meðvituð um hvað lárperan er holl og góð. Spurð út í mataræðið svaraði Miranda:

Greinilega stuð hjá sumum um helgina

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var greinilega mikið stuð í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is tók myndirnar á veitingahúsunum Kaffi Zimsen, Hressó, Risinu og Hvíta Perlan á föstudags- og laugardagskvöldið.

Laumar sér bakdyramegin inn í stórmynd í Hollywood

„Það vantaði bara íslenskar raddir og ég var beðinn um að koma og syngja íslenska drykkjusöngva og segja setningar á íslensku,“ segir Stefán Karl Stefánssson, leikari í Bandaríkjunum. Rödd hans og nokkrar velvaldar setningar á íslensku heyrast væntanlega í stórmyndinni Thor sem verður frumsýnd 6. maí. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Karl er kallaður í slíkt verkefni því hann talaði einnig inn á Night at the Museum með Ben Stiller fyrir fimm árum.

Tekur þátt í hönnunarsamkeppni sænskrar tískukeðju

Tóta Jóhannesdóttir er á meðal þátttakenda í hönnunarsamkeppni á vegum sænsku verslunarkeðjunnar Sisters. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin tvö ár og starfar sem klippari samhliða því að hanna tískufatnað.

Tilfinningaríkt Eurovision

Síðasta undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins var ákaflega tilfinningarík en þá sungu sex vinir Sigurjóns Brink lagið sem hann sendi inn, Aftur heim. Textann gerði eiginkona Sigurjóns, Þórunn Erna Clausen.

Bræður undrandi á gagnrýni

Leikstjórarnir Joel og Ethan Coen eru undrandi á ummælum sumra kvikmyndagagnrýnenda um að nýjasta mynd þeirra, True Grit, sé ekki eins góð og fyrri verk þeirra. Myndin hlaut fyrir skömmu tíu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Á meðal annarra mynda þeirra sem hafa þegar fengið Óskarsverðlaun eru Oh Brother, Where Art Thou?, Fargo og No Country For Old Men.

Hamingjusöm saman

Leikarinn Ryan Phillippe hefur átt í sambandi við leikkonuna ungu Amöndu Seyfried undanfarna þrjá mánuði. Samkvæmt heimildarmönnum er parið afskaplega hamingjusamt og vill helst eyða öllum sínum stundum saman heima hjá Phillippe.

Vinir sundurorða vegna Gibsons

Slest hefur upp á vinskap leikaranna Robert Downey Jr. og Jude Law en þeir urðu miklir mátar við tökur á kvikmyndinni Sherlock Holmes. Ástæða ósættisins mun vera vinátta Downey Jr. við leikarann Mel Gibson.

Spjalla um brjóstin á sér

Meðfylgjandi myndskeið er úr spjallþætti Piers Morgan sem fram fór í vikunni á CNN sjónvarpsstöðinni þar sem hann spjallar við Kardashian systurnar, Kim og Kourtney. Kim heldur því fram að brjóstin sín séu ekta en Kourtney viðurkennir að hún lét stækka brjóstin á sér fyrir tíu árum. Þau ræða um vinsældir, útlitið og hæfileikana sem þær búa yfir.

Taktu mataræðið endanlega í gegn

Þórdís Jóna Sigurðardóttir annar eigandi veitingahússins HaPP sem hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi hefur nú sett á laggirnar svokallaða „HaPP daga" sem fram fara í Stykkishólmi. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem lögð er áhersla á gott mataræði, hreyfingu og að ekki sé minnst á náin tengsl við náttúruna.

Vá hvað sumir hafa breyst

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkrar Hollywoodstjörnur sem hafa breyst í útliti undanfarin ár. Þar á meðal má sjá söngkonuna Jennifer Hudson sem missti 30 kíló. Eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn ákvað Jennifer að líta betur út og líða betur. Kelly Osbourne léttist um 20 kíló og er nú sátt við að horfa á sjálfa sig í speglinum að eigin sögn. Jessica Simpson er sátt við sjálfa sig og fer ekki leynt með það. Gott hjá stelpunni. Enda skipta nokkur kíló til eða frá alls engu máli. Svo má ekki gleyma Heidi Montag sem fór í óendanlega margar skurðaðgerðir og sér eftir öllu saman.

Hélt að pabbi myndi myrða mömmu

Bandaríska söngkonan Nicki Minaj var stödd í London nú í vikunni og á meðan á heimsókninni stóð veitti hún dagblaðinu The Sun viðtal. Þar kemur meðal annars fram að faðir hennar hafi verið mjög ofbeldisfullur og lifði Minaj í stöðugum ótta.

Hlý föt fyrir dansara

Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, blandar saman gömlu og nýju.

Vekur athygli tískuheimsins

Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði.

Meira að segja Logi Bergmann lifnaði allur við

Eins og sjá má á myndunum lifnaði Logi Bergmann allur við á sýningunni. Þá má einnig sjá Ólaf Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, Breka Logason frettamann Stöðvar 2, Mörtu Maríu Jónasdóttur aðstoðarritstjóra Pressunar, Bergljótu Arnalds leikkonu og Hafdísi Huld Þrastardóttur söngkonu svo einhverjir séu nefndir.

Ný norræn tónlistarhátíð

„Íslendingar eru svo gegnsósa af bandarískri og breskri tónlist að það er orðið tímabært að kynna fyrir þeim nýja tónlist. Og hvar er þá betra að byrja en í nágrannalöndunum? Þar er alveg heill hellingur í gangi,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, einn af forsvarsmönnum nýrrar tónlistarhátíðar sem hefur verið gefið nafnið Reykjavík-Bergen-Nuuk. Eins og nafngiftin gefur til kynna munu tónlistarmenn frá þessum þremur borgum spila en ráðgert er að hátíðin standi yfir frá 25.-27. febrúar. Heimavöllur hennar verður í nýju leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum.

Pantera kemur aldrei saman aftur

Vinnie Paul, trommari hinnar sálugu þungarokkshljómsveitar Pantera, segir endurkomu hljómsveitarinnar ekki á dagskránni. Dimebag Darrell, gítarleikari Pantera, var skotinn til bana á sviði í desember árið 2004. Paul segir eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinnar ekki ætla að koma saman á ný.

Endurkoma Culture Club

Hljómsveitin Culture Club, sem gerði það gott á níunda áratugnum, ætlar að koma saman aftur á næsta ári í tilefni 30 ára afmælis síns. Ný plata er fyrirhuguð og tónleikaferð um heiminn.

Dugleg Perry

Söngkonan Katy Perry er nú í óðaönn að búa sig undir tónleikaferðalag sem hefst 20. febrúar í Portúgal. „Ég þarf að fylgja ströngu mataræði þess dagana, sem er alveg ömurlegt. Á sunnudögum má ég þó borða það sem ég vil og þá fæ ég mér oftast hamborgara," segir söngkonan.

Var bara fallega fólkinu boðið?

Hárgreiðslufólk alls staðar af landinu kom saman síðustu helgi á hárgreiðslustofunni Circus Circus á Laugavegi til að læra lita- og klippitækni í tilefni 50 ára litadýrðar hárlita frá Schwarzkopf. Eins og myndirnar sýna var hárgreiðslufólkið áhugasamt þegar Dieter Kaiser hárgreislusnillingur kenndi nýjustu lita- og klippitæknina.

Nýtt sýnishorn úr Kurteist fólk frumsýnt á Vísi

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr grínmyndinni Kurteist fólk. Myndin er eftir Ólaf Jóhannesson og verður frumsýnd 31. mars. Stefán Karl Stefánsson leikur aðalhlutverkið, óhæfa verkfræðinginn Lárus. Hann lýgur sig inn í samfélagið á Búðardal og þykist geta komið sláturhúsinu þar í gang á ný.

Hárdoktorinn kveður Ísland

Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke.

Havarí fer í frí

„Blóm og kransar afþakkaðir, við munum koma aftur sko,“ segja aðstandendur Havarí en verslunin flytur úr húsnæði sínu í Austurstræti á morgun.

66° í New York: Allsherjar landkynning

Fyrirtækið 66°Norður stóð fyrir umfangsmikilli sýningu á haust- og vetrarlínu sinni 2011 í New York á dögunum. Fjöldi blaðamanna mætti og birtust jákvæðar umsagnir um fatalínuna víða.

Einhleypir og ókunnugir borða saman

Þau þekkjast ekki neitt, hafa aldrei hist en ætla að borða reglulega saman, í anda Come dine with me þáttanna. Það verður fjallað um Borðum og brosum Facebookhópinn í Íslandi í dag í kvöld, kl 18.55 strax að loknum fréttum.

Afríkumyndir Páls á uppboði

25 ljósmyndir Páls Stefánssonar frá Afríku verða boðnar upp í dag til styrktar Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Allur ágóði af sölu myndanna rennur til menntunarverkefnis samtakanna í Pader-héraði í Norður-Úganda.

Ber í sér vellíðan

Sigurlína Davíðsdóttir er ein þeirra sem hefur gengið hráfæði á hönd og finnst það hafa góð áhrif á heilsuna. Hún ver 15-20 mínútum í matargerð daglega og segir hráfæði síst dýrara en annað.

Lágstemmt gæðapopp

Ellen með rólega og kántrískotna poppplötu fyrir aðdáendur sína, Noruh Jones og Klassart.

Arftaki Grace Kelly

Augu heimsbyggðarinnar eru á Ólympíusundstjörnunni Charlene Wittstock eftir að hún og Albert fursti af Mónakó opinberuðu trúlofun sína síðasta sumar.

Írskur boxari og stamandi konungur í kvikmyndahús

Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar hérlendis á morgun. Tvær þeirra voru á þriðjudag tilnefndar til nítján Óskarsverðlauna samanlagt. Kvikmyndaunnendur hafa úr fjórum nýjum kvikmyndum að velja þessa helgina. Þær eru The Fighter, The King"s Speech, The Dilemma og From Prada to Nada.

Sigraði í prjónaðri brók frá mömmu

„Ég held að það verði erfitt að toppa þetta,“ segir Guðni Þorri Egilsson, nýkrýndur „Þorri landsmanna“ 2011. Ölgerðin efndi til keppni um nafnbótina í tilefni bóndadagsins en þann dag kom Egils Þorrabjór í áfengisverslanir.

Höddi Magg fékk sjokk í Svíþjóð

„Þetta er nokkuð sem ég hef aldrei gert áður, ég hef hvorki farið sem fréttamaður né áhorfandi á stórmót þannig að þetta hefur verið mikið ævintýri. En um leið höfum við, ég og Björn Sigurðsson aðstoðarmaður minn, líka verið á þönum allan tímann þannig að þetta hefur verið ákaflega lýjandi um leið,“ segir Hörður Magnússon íþróttafréttamaður.

Prikið undirbýr drykkjuspil í tilefni afmælis

Veitinga- og skemmtistaðurinn Prikið er með nýtt borðspil í undirbúningi í tilefni af sextugsafmæli sínu í ár. „Við ætlum að búa til fyllerísspil í anda Trivial [Pursuit]. Þarna verður fullt af hlutum sem tengjast Prikinu og vitleysunni sem er í gangi þar,“ segir Finni hjá Prikinu. „Þetta verður fjör, númer eitt, tvö og þrjú. Það verður mikið drukkið í því, býst ég við.“

Hlakka til að hitta nemendurna

Förðunarskólinn Beautyworld hefur verið settur á laggirnar og mun kenna á snyrtivörurnar frá Bobbi Brown. Hugmyndafræðin á bak við vörurnar er sú að hver kona geti litið út eins og hún sé með lýtalausa húð, noti hún réttan farða.

Fjaðrir og tjull

Tískuvikunni í París lýkur í dag en þar hafa tískuhúsin sýnt Haute Couture línur sínar fyrir vor 2011. Línurnar voru stórkostlegar og flíkurnar ýktar og mikilfenglegar að venju.

Ungmenni á plötu Sönglistar

Ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára koma við sögu á plötunni Sönglistin 2010 sem er nýkomin út. Á henni eru þrettán innlend og erlend lög. Flytjendur eru eða hafa verið nemendur í söng- og leiklistarskólanum Sönglist.

Hártískan í handboltanum

Hártíska íþróttaheimsins er jafn skrautleg og annars staðar. Fréttablaðið tíndi til nokkra valinkunna handboltakappa sem hafa skartað hárgreiðslu sem tekið er eftir.

Já en kærastan er miklu stærrri en þú

Logi Brynjarsson matreiðslumaður á matsölustaðnum Höfnin sem staðsettur er við bátahöfnina í Reykjavík veit hvernig best er að elda lax á einfaldan og fljótlegan máta. Fyrir tilviljun var unnusta Loga, Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottnign með meiru, stödd að snæðingi á Höfninni en Logi rekur staðinn ásamt foreldrum sínum. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er töluverður stærðarmunur á Loga og Ragnheiði.

Sjá næstu 50 fréttir