Fleiri fréttir

Toshiki syngur fyrir Gillz

„Þetta gekk bara vel, held ég, allavega var þetta mjög skemmtilegt,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. Tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttaröð upp úr bók Egils „Gillz“ Einarssonar, Mannasiðir Gillz, sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Og á miðvikudagskvöld var blásið til allsherjar karókí-veislu.

Diskóeyjan vinsælust á Íslandi

Fönkóperan Diskóeyjan hefur aldeilis slegið í gegn hjá Íslendingum og trónir nú á toppi bæði Tónlistans og Lagalistans, sem nú eru birtir í Fréttablaðinu og á Vísi.is.

Smíðaði fyrir Veru Wang

Gullsmiðurinn Orri Finnbogason hefur starfað að mestu leyti í New York síðustu 15 ár og ljáð stórum nöfnum í tískubransanum krafta sína. Hann hannar og smíðar eigin skartgripi sem njóta vinsælda.

Flaug alla leið frá USA til að bæta heilsu landans

Linda Pétursdóttir sem er menntaður sálfræðingur og Certified Holistic Health Counselor segir frá námskeiðinu sem hún heldur í Maður lifandi á morgun, föstudag og laugardag í meðfylgjandi myndskeiði. Linda fjallar á námskeiðunum um heilsusamlegan ávinning af grænu grænmeti og heilkornum, hvernig á að meðhöndla, velja og elda úr fersku úrvals hráefni. Sjá meiri upplýsingar hér.

Safarík helgi í kvikmyndahúsum

Það er langt síðan helgin í kvikmyndahúsum borgarinnar var jafn safarík og nú. Og algjör óþarfi að eyða orðum í formála. Fyrsta ber að nefna opnunarmynd nýja kvikmyndahússins í Grafarvogi en það er Due Date með þeim Robert Downey og Zach Galifianakis, nýjustu stjörnunni í amerískum gamanleik. Myndin segir frá Peter Highman, sem neyðist til að fá far með

Pissaði í kattasandinn sex ára gamall

Gunnar Theódór Eggertsson sendir frá sér bókina Köttum til varnar. Í henni er að finna samræður um ketti og dýrahald almennt í borgum og þá eru í formálanum nokkrar reynslusögur Gunnars af kattahaldi, eins og þegar hann pissaði í kattasandinn sex ára.

Þetta lið framkvæmir hlutina

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Athafnagleðinni má meðal annars sjá Sollu Eiríks matgæðing, Simma og Jóa hamborgarafabrikkumenn og Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur skó- fylgihluta og ilmvatnsframleiðanda. Í gær stóð Innovit fyrir Athafnagleði alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi. Á Athafnagleðinni var vikan í heild sinni kynnt en þar munu koma saman skipuleggjendur, samstarfsaðilar og talsmenn athafnavikunnar á Ísland.

Kjúklingaréttur sem klikkar ekki

Kristín Ívarsdóttir sendi okkur kjúklingauppskrift sem getur ekki klikkað. Kristín segir réttinn vera leiðina að hjarta mannsins.

Dúndur diskóeyja hjá Braga

Diskóeyjan er stuðplata og eiga Bragi Valdimar og Memfís-mafían eiga allan heiður skilinn fyrir hana.

Beyonce & Destiny's Child Tribute tónleikar í kvöld

Beyonce & Destiny's Child Tribute tónleikar á skemmtistaðnum Spot, Kópavogi í kvöld, fimmtudag. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin Bermuda verið í stífum æfingum fyrir Beyonce Knowles & Destiny´s Child tribute tónleika. Miklu verður til tjaldað, og metnaður mikill í hópnum um að gera þessum frábæru listamönnum góð skil. Hljómsveitin mun flytja alla helstu smelli og þar má meðal annars nefna lögin Single Ladies, Crazy in love og Say my name. Bermuda hefur fengið til liðs við sig vel valda og hæfileikaríka tónlistarmenn til að gera atburðinn sem veglegastan. MIÐASALA - http://midi.is/tonleikar/1/6225 og við innganginn. Brot af æfingu fyrir tónleikana: http://www.youtube.com/watch?v=LTFhNXmrSNU

Ólöf lofuð á Pitchfork

Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögulegum fyrir plötu sína Innundir skinni á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork.

Reykti ekki ósvikna jónu

Spéfuglinn Zach Galifianakis komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar hann virtist reykja jónu í beinni útsendingu í þættinum Real Time with Bill Maher. Fréttin breiddist út eins og eldur í sinu um allan heim, en nú er fullyrt að ekkert ólöglegt efni hafi verið í jónunni. „Þetta var ekki alvörujóna,“ sagði Bill Maher, stjórnandi þáttarins, sem er mikill talsmaður lögleiðinga

Ný plata frá Britney 2011

Britney Spears hefur ekkert tjáð sig um næstu skref sín í tónlistinni, en hún gaf síðast út plötuna Circus árið 2008. Einn af upptökustjórunum hennar, Dr. Luke, tók af henni ómakið á dögunum og lýsti því yfir að plata væri væntanleg á næsta ári.

Þrjár nýjar bækur kynntar

Þrjár nýjar bækur voru kynntar til sögunnar í útgáfuhófi sem var haldið í Bókabúð Máls og menningar. Um var að ræða Geislaþræði, fyrstu bók Sigríðar Pétursdóttur, Blindhæðir sem er fjórða ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar og Moldarauka, þriðju ljóðabók Bjarna Gunnarssonar. Höfundarnir voru að sjálfsögðu allir á staðnum og tóku á móti gestum.

Með tólf manns á sviði

Rúnar Þórisson, fyrrum gítarleikari Grafíkur, heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói þriðjudaginn 9. nóvember vegna sinnar annarrar sólóplötu, Falls. Tólf manns verða á sviðinu, þar á meðal dætur hans tvær, Lára og Margrét, ásamt þremur strengjaleikurum.

MI4 fær nafn

Ein af jólamyndum næsta árs heitir Mission: Impossible: Ghost Protocol. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, hélt í Dubai ásamt Paulu Patton og Jeremy Renner og framleiðendunum Jeremy Chernov og Bryan Burk. Kvikmyndin verður að mestu leyti tekin upp í Dubai en ekkert hefur verið gefið upp um hvað

Manda á tímamótum

„Mér finnst tími til kominn að fara að elta nýja drauma,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem nýlega ákvað að selja netverslun sína, Baby Kompagniet. Marín Manda segir nokkrar ástæður fyrir því að hún ákvað að selja fyrirtækið, en hún hefur rekið það í tæp fjögur ár. „Fyrir rúmlega hálfu ári tók ég við

Læra um Lady Gaga

Háskólinn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum býður nemendum sínum upp á félagsfræðiáfanga sem snýst um poppstjörnuna Lady Gaga. Áfanginn hefst næsta vor og kennari er prófessorinn Mathieu Deflem sem er mikill aðdáandi Gaga. Hann hefur séð hana þrjátíu sinnum á tónleikum. „Vi

Illa farið með frábæran feril

Einhvern tímann hefði þótt nóg að setja nafn Roberts De Niro á kvikmyndaplakatið og þá væri góð mynd nánast gulltryggð. En nú er öldin önnur og De Niro er ekki lengur það vörumerki sem hann áður var.

Græddi ekki á megrun

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vísar því á bug að hún hafi grætt á tá og fingri síðan hún grenntist. Osbourne tók þátt í bandaríska þættinum Dancing with the Stars á síðasta ári og hélt áfram að hreyfa sig eftir að honum lauk. Núna hefur hún misst yfir tuttugu kíló. Fjölmiðlar segja að hún hafi grætt um 1,4 milljarða króna sí

Fimm íslenskar hljómsveitir á Eurosonic

Hljómsveitirnar Dikta, Who Knew og Endless Dark ásamt tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Láru spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic á næsta ári. Þetta er árleg bransahátíð sem er hugsuð sem stökkpallur fyrir upprennandi flytjendur og verður hún í þetta sinn haldin 12. til 15. janúar.

Vonbrigðin endurútgefin

Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út.

Feðgin föndruðu myndband

Tónlistarmaðurinn Ummi fékk dætur sínar sem eru sex og níu ára, þær Ísabellu Unni og Karen, til að vinna með sér nýtt myndband við lagið Svefnleysi. Það er þriðja smáskífulagið af fyrstu sólóplötu hans, Ummi, sem kom út fyrr á þessu ári.

DiCaprio leikur raðmorðingja

Leonardo DiCaprio hefur loksins fest kaup á kvikmyndarétti bókarinnar The Devil in the White City eftir Erik Larson. Þetta kemur fram á vef Empire-tímaritsins. DiCaprio hefur lengi haft augastað á bókinni eða frá 2002 en

Efnilegir gestir í Tjarnarbíói

Listahátíðin Unglist hefst á föstudaginn en hátíðin, sem er árviss viðburður á vegum Hins hússins, er nú haldin í nítjánda skipti. Í tengslum við hátíðina eru hér á landi fimm erlendar hljómsveitir sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið keppni á borð við Músíktilraunir í heimalandi

Brad Pitt í gamanmynd

Hjartaknúsarinn Brad Pitt er í viðræðum um að leika í gamanmyndinni Cogan‘s Trade. Ef Pitt ritar nafn sitt á samninginn verður þetta í annað sinn sem hann starfar með leikstjóranum Andrew Dominick. Þeir unnu síðast saman við vestrann The Assassination of Jesse James sem kom út 2007.

Vonar að Lil Wayne spjari sig

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur tjáð sig um rapparann Lil Wayne, sem verður látinn laus úr fangelsi í dag. „Dóttir mín kynnti mig fyrir rappi og hip hop tónlist eftir að ég sagði hluti sem þóttu ekki töff,“ sagði Clinton á bandarísku útvarpsstöðinni Kiss FM.

Prjónar allar jólagjafirnar

Bergþór Pálsson óperusöngvari dustaði rykið af áratuga gamalli prjónakunnáttu fyrr á þessu ári. Nú liggja eftir hann fjölmargar flíkur svo jólapakkarnir frá honum verða mjúkir þetta árið.

Upptökur í bílskúr

Rokksveitin Foo Fighters er að taka upp nýjustu plötu sína í bílskúrnum heima hjá forsprakkanum Dave Grohl. Hann er ánægður með fyrirkomulagið því þá getur hann sinnt fjölskyldunni í leiðinni en hann á tvær dætur sem eru eins árs og fjögurra ára.

Hrekkjavaka í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is af íslenskum ungmennum á hrekkjavökudansleik sem fram fór á skemmtistaðnum Broadway. Eins og sjá má skemmti fólkið sér konunglega.

Tveir stórir safnpakkar

Safnpakkinn 100 vinsæl barnalög er kominn út og einnig Jólapakkinn. Barnalagapakkinn hefur að geyma fimm plötur. Auk hefðbundinna vinsælla barnalaga eru á plötunum lög úr barnaleikritum, lög úr Vísnabókinni og leikskólalög. Í Jólapakkanum eru jólaplöturnar Ellý og Viljálmur syngja

Lifði munklífi á Íslandi og skrifaði verðlaunasögu

„Ísland er frábær staður og algjörlega einstakur þótt þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sjálf. Ég sakna Íslands,“ segir Gregory Hughes, ævintýramaður frá Liverpool, í samtali við Fréttablaðið. Gregory er maður augnabliksins í breskum bókmenntum. Fyrsta bók hans, Unhooking the Moon, hlaut hin virtu Booktrust Teenage-verðlaunin en það eru helstu

Fékk verðlaun í lagakeppni

„Þetta er gott í ferilskrána,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, fyrrum Óðmaður, sem fékk sérstök heiðursverðlaun í alþjóðlegu lagakeppninni Song of the Year fyrir lagið No Need For Goodbye.

Hollywood elskar LANVIN

Franski tískurisinn Lanvin er dýrkaður af stjörnunum í Hollywood. Þær fá ekki nóg af honum, þær bókstaflega elska kjólana eftir hann. Meðfylgjandi má sjá myndir meðal annars af Cameron Diaz, Jessicu Alba, Rihönnu, Jennifer Aniston, Maggie Gyllenhaal, Juliu Roberts, Blake Lively og Söruh Jessicu Parker í Lanvin dressum.

Einkalíf Charlie Sheen í rúst

Stjarnan úr Two and a half men Charlie Sheen er alveg í ruglinu með einkalíf sitt en lætur það engin áhrif hafa á vinnu sína við þáttinn Two and a half men.

Fangar gefa smákökur

„Ég fékk póst frá fanga á Litla-Hrauni sem leist svo vel á átakið og ætlar ásamt öðrum föngum að baka smákökur og færa mæðrastyrksnefnd,“ segir útvarpsmaðurinn Ómar Eyþórsson.

Ég er svona nett ofvirk

„Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sem vann Vælið, söngkeppni Verzlunarskólans, á föstudaginn með laginu „Miss Celie’s Blues“.

Engin flugeldasýning

Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn.

Bon Jovi hundleiðist

Rokkaranum Jon Bon Jovi úr hljómsveitinni Bon Jovi, leiðist lífið þrátt fyrir gott gengi í tónlistinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég of þungur, drekk of mikið og mér hundleiðist,“ sagði hann við The Guardian. „Ég er ekki þessi feita Elvis-týpa og ég lít sæmilega út þrátt fyrir að vera 48 ára. En ég er loksins orðinn sáttur við að eldast.“

Verður gott að hafa Ragnhildi Steinunni sér við hlið

„Þetta er stóra stökkið og stórtíðindi fyrir hið bolvíska samfélag. Allavega hoppaði konan mín hæð sína af kæti,“ segir Guðmundur Gunnarsson sjónvarpsmaður. Hann verður annar af kynnum í söngvakeppni Sjónvarpsins en Ragnhildur Steinunn mun snúa aftur á skjáinn eftir fæðingar­orlof sitt og stýra keppninni af sinni alkunnu snilld með honum.

Stórveldisdraumar á hilluna

„Við munum taka skiltið niður,“ segir Ómar Geir Þorgeirsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Stórt og mikið flettiskilti blasir við ökumönnum þegar keyrt er inn í Kópavoginn. Á því er merki HK og fullyrt að það sé aðeins eitt stórveldi í Kópavogi. Athyglisverð fullyrðing þegar HK er í fyrstu deild en erkifjendurnir í Breiðabliki eru nýbúnir að landa fyrsta

Milljarður vegna Myspace

Norska sveitin Datarock spilar hér á landi í annað sinn á föstudaginn. Fredrik Saroea ræddi við Fréttablaðið um kynni sín af Íslandi og einn milljarð Datarock-hlustenda.

Pönnusteikt rauðsprettuflök

Sælkeraklúbbur Ingunnar er frábær síða á Facebook þar sem hægt er að nálgast fjölbreyttar mataruppskriftir.

Sjá næstu 50 fréttir