Fleiri fréttir

Hefur aldrei ljómað svona áður

Leikkonan Kate Winslet, 34 ára, gæti vel hugsað sér að giftast nýja kærastanum, fyrirsætunni Louis Dowler, 34 ára. Náinn vinur Kate lét hafa eftir sér: Kate gæti vel hugsað sér að giftast honum og eignast með honum börn. Hún er hamingjusömust þegar hún er með honum. Ég hef ekki séð hana svona hamingjusama og ljómandi í mörg mörg ár." Hún hefur nú þegar boðið Louis að flytja inn til sín því hún getur ekki verið án hans í langan tíma. Kate skildi við leikstjórann Sam Mendes eftir sjö ára hjónaband í sumar.

Háð varaglossi

Tyra Banks, 36 ára, lætur ekki sjá sig utandyra án þess að setja á sig varagloss. Hérna áður fyrr þegar Tyra starfaði sem fyrirsæta var hún alltaf með klístraðar varir og hárið átti það til að festast í vörnunum. Þegar ég gekk um á sýningarpöllunum var ég með gloss á heilanum. Ég var alltaf að maka á mig varaglossi og það kom mér í vandræði í vinnunni," sagði Tyra sem notar ennþá gloss þrátt fyrir að það sé ekki vinsælt eins í gamla daga eins og hún orðar það.

Anna Jia sigraði í Elite - myndband

Leitin að Elite-stúlku Íslands fór fram á Grand hóteli á sunnudaginn var. Þar var mikið um dýrðir og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með keppninni. Fyrirsætan Anna Jia bar sigur úr býtum og verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu Elite-keppninni sem fram fer í Sjanghæ 10. október næstkomandi. - sm

Erfitt að vera ein

Breska söngkonan Cheryl Cole, 27 ára, er hrædd við þá tilhugsun að vera einsömul en á hinn bóginn er hún mjög sátt við að hafa sparkað fótboltahetjunni sem hélt framhjá henni. Cheryl sem söng lagið Fight for This Love sem hún samdi eftir að fótboltamaðurinn Ashley Cole, 29 ára, hélt framhjá henni fyrr á þessu ári hefur slegið í gegn svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir það er Cheryl ekki búin að jafna sig á skilnaðinum. Mér finnst erfitt að vera ein en ég er á góðri leið með að ná jafnvægi á ný," viðurkenndi Cheryl. Þetta var hræðilegur tími en ég veit að ég gerði rétt með því að hætta með honum. Mér fannst ég vera svikin en ég ætla að læra af reynslunni og taka því sem að höndum ber. Þessum kafla í lífi mínu er lokið." Bókin hennar, Through My Eyes, kemur út innan tíðar þar sem hún ræðir opinskátt um skilnaðinn og tíma hennar með Ashley.

Hobbiti á lausu

Leikarinn Elijah Wood, sem sló í gegn í kvikmyndunum Lord of the Rings, er hættur með unnustunni, Pamelu Racine. Leikarinn hætti með Pamelu eftir fimm ára samband því hann treysti sér ekki í langtíma samband. Haft er eftir vini Elijah: Hann vildi ekki byrja að búa og stofna fjölskyldu. Það síðasta sem hann ætlaði sér að gera var að særa Pamelu en hún er í sárum eftir að hann sagði henni upp." Elijah var einsamall þegar hann kynnti nýju myndina sína The Romantics á dögunum í New York og San Francisco.

Clooney er kelirófa

Leikarinn George Clooney og ítalska kærastan hans, Elisabetta Canalis, sáust kela á meðan þau snæddu saman á veitingahúsinu Da Giacomo í Mílano. Parið sem hefur verið saman undanfarið ár er ástfangið upp fyrir haus ef marka má heimildarmenn. Þau voru nánast ofan í hvort öðru allan tímann sem þau sátu á veitingahúsinu. George borðaði með annarri hendinni en hélt utan um Elisasbettu og strauk henni með hinni," var haft eftir heimildarmanni. Elisabetta sagði í nýlegu viðtali að George léti henni líða eins og hún væri orðin 18 ára gömul á ný en hún er 32 ára.

Megrunarkúrar eru bull

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Eat Pray Love, er slétt sama um megrunarkúra og kílóafjölda. Julia hefur að eigin sögn aldrei verið með vaxtarlag sitt á heilanum eins og svo margar Hollwyoodstjörnur og hún pælir heldur ekki í því hvernig aðrir eru vaxnir. Ég er of gömul fyrir þess háttar bull. Það er svo heimskulegt að velta sér endalaust upp úr því hvernig aðrir líta út. Einbeitum okkur frekar að þeim sem líða skort," sagði Julia. Ég er heppin að vera tiltölulega grönn en vaxtarlag mitt er alls ekki lykillinn að því sem ég er í dag. Ég hef ekki átt í erfiðleikum með þyngdina, ég veit það vel, en enginn ætti að velta sér upp úr eigin þyngd því það er svo margt annað sem er mikilvægara í lífinu." Julia á þrjú börn, tvíburana Hazel og Phinnaeus, 5 ára, og Henry, 3 ára, með eiginmanni sínum Daniel Moder.

Fæðingarstaður barnsins ákveðinn

Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr, 27 ára, og breski leikarinn Orlando Bloom, 33 ára, hafa ákveðið að ófætt barnið þeirri muni fæðast í Ástralíu. Miranda og Orlando giftust á laun í júlí á þessu ári eftir fjögurra vikna trúlofun og strax í kjölfar brúðkaupsins tilkynntu þau að von væri á erfingja sem væntanlegur er í heiminn í byrjun næsta árs. Ekki er vitað hvort um er að ræða dreng eða stúlku en hjónin hafa lagt sig fram um að halda því leyndu. „Þeim líður báðum vel í Ástralíu þar sem fjölskylda Miröndu tekur virkan þátt í að undirbúa komu barnsins. Orlando ætlar að bjóða sinni fjölskyldu til Ástrálíu svo hún geti tekið þátt að sama skapi þegar barnið fæðist," er haft eftir heimildarmanni.

Ástin gufaði upp

Jim Carrey, 48 ára, og Jenny McCarthy, 37 ára, skildu að skiptum daginn sem þau hættu að hlæja og hafa það gaman saman. Ástin gufaði upp á milli þeirra í apríl á þesu ári eftir að þau höfðu eytt fimm árum saman. Nú hefur Jenny tjáð sig um sambandsslitin í fjölmiðlum. Hún segir að rómantíkin hafi einfaldlega horfið á örskötsstundu. Veistu! Ég get ekki útskýrt þetta almennilega. Það sem gerðist var að okkur var ekki lengur skemmt saman. Þegar það er ekki gaman lengur þarf maður að endurskoða sambandið og áherslurnar," útskýrði Jenny. Jenny tók sér góðan tíma fyrst þegar hún kynntist Jim og lagði áheruslu á að þau væru alls ekki saman af því að þau voru þekktir einstklingar heldur af því að þau voru ástfangin af hvort öðru. Það er erfitt að vera þekktur í Hollywood og verða ástfanginn. Ég passaði mig þegar ég hitti Jim. Ég fór handan egósins míns og spurði hvernig mér liði gagnvart honum í þessu umhverfi og kannaði rækilega öll mín gildi og komst að því að ég var ástfangin. Ég enda alltaf á löppunum ég er stríðsmaður inn í mér. Ég mun komast yfir þetta ég veit það." Jenny á einn son, Evan, 8 ára, með fyrrverandi eiginmanni, John Mallory Asher. Ástin gu

Auglýsingalög innblásin af Sigur Rós

„Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar,“ segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar.

Bubbi gerir sálarplötu

„Ætli ég verði ekki bara að segja hlutina eins og þeir eru; ég hlustaði alveg gríðarlega mikið á þessa tónlist í gegnum reykingar á árunum 1974-78," segir Bubbi Morthens.

Ánægður með handrit

Leikaranum Zach Galifianakis finnst handritið að framhaldsmyndinni The Hangover 2 betra en handritið að fyrstu myndinni.

Morðið á Gunnari leigubílstjóra verður að kvikmynd

"Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu,“ segir Lars Emil Árnason handritshöfundur.

Rúnar gefur út Fall

Rúnar Þórisson, sem hefur spilað á gítar með hljómsveitinni Grafík, gefur út sólóplötuna Fall hinn 5. október næstkomandi.

Opnunarhátíð Hörpu í maí

Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær.

Armstrong á Broadway

Billie Joe Armstrong, söngvari rokksveitarinnar Green Day, kemur fram í söngleik á Broadway sem er byggður á plötu þeirra, American Idiot.

Draumur að vinna heima

Söngkonan úr hljómsveitinni No Doubt, Gwen Stefani, segir það erfitt að ala upp tvo syni sína á sama tíma og hún byggir upp feril sinn sem fatahönnuður. Fatalínan hennar kallast L.A.M.B. og hefur hún vakið mikla athygli.

Uppselt á Airwaves

Uppselt er á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin um miðjan október.

Draumar rætast

Leikkonan Ashley Greene, 23 ára, sem sló í gegn í Twilight myndinum sem vampíran Alice Cullenscript var aðdáandi Twilight sögunnar áður en hún var valin að leika í myndinni. Ég var búin að lesa bókina og var aðdáandi númer eitt áður en ég komst áfram í áheyrnarprufunum," viðurkenndi Ashley. Leikkonan starfaði sem fyrirsæta og reyndi fyrir sér í Hollywood sem leikkona áður en draumur hennar rættist. Ashley elskar að lesa bækur og fara á seglbretti á milli þess sem hún hefur úr nægum verkefnum að velja eftir að þátttöku hennar í Twilight ævintýrinu.

Glatað deit með athyglissjúkum einkaþjálfara

Leikkonan Katherine Heigl, 31 árs, segir að versta stefnumót sem hún hefur nokkurn tíman farið á var með athyglissjúkum einkaþjálfara. Umræddur þjálfari bauð Katherine út þegar hún var aðeins 18 ára gömul eftir að hún byrjaði að æfa á líkamsræktarstöðinni, þar sem hann starfaði, til að letta sig og komast í gott líkamlegt form. Á þessum tíma var ég 10 kílóum of þung og ég reyndi eins og ég gat að létta mig í ræktinni. Hann bauð mér út, bauð mér í glas og spurði hvort ég gæti fengið umboðsmanninn minn til að hjálpa honum að verða leikari," útskýrði Katherine og bætti við: Þá áttaði ég mig á því að hann hafði ekki áhuga á mér heldur umboðsmanninum mínum." Katherine, sem var þá byrjuð að leika í kvikmyndum eins og myndinni That Night, árið 1992, þar sem hún fór með aukahllutverk. Þá lék hún með engum öðrum leikaranum Steven Seagal árið 1995 í myndinni Under Siege 2: Dark Territory.

Kate Moss þráir barn

Á meðfylgjandi myndum má sjá bresku fyrirsætuna Kate Moss, 36 ára, sem þráir fátt annað en að eignast barn með unnusta sínum, rokkaranum Jamie Hince, 42 ára. Kate, sem er byrjuð að taka inn fólinsýru til að auka líkurnar á að verða barnshafandi, á sjö ára dóttur, Lilu Grace, með ritstjóra tímaritsins Dazed & Confused Jefferson Hack. Sagan segir að Kate og Jamie, sem hún féll fyrir árið 2007, ætli að einbeita sér að því að eignast barn áður en þau gifta sig.

Heimsfræg háð baugahyljara

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 29 ára, segist ekki geta verið án baugahyljara sem hún setur undir augun áður en hún púðrar yfir andlitið. Kim, sem er talin vera ein af kynþokkafyllstu konum í Hollywood, getur að eigin sögn ekki verið án baugahyljarans. Ég elska maskarann minn en svo er ég með dökka bauga undir augunum og þess vegna er ég háð baugahyljaranum mínum. En ég er alltaf með púður og kinnalitinn minn með mér í snyrtitöskunni því ég vil vera fersk í andlitinu þegar ég fer út," sagði Kim. Kim viðurkennir að hún gengur um heima hjá sér ómáluð og þegar hún fer út fyrir hússins dyr ómáluð passar hún sig að setja á sig sólgleraugu. Til þess eru sólgleraugun! Þau eru til þess að hylgja baugana. Ef þú sérð mig í blöðunum með sólgleraugu er það yfirleitt af því að þá er ég ómáluð."

Börnin í fyrsta sæti

Söngkonan Sheryl Crow, 48 ára, þroskaðist töluvert þegar hún varð móðir. Sheryl, sem á tvö börn, Wyatt, 3 ára, og Levi, 5 mánaða, áttaði sig á því hvað hún var sjálfselsk áður en hún ættleiddi börnin því í dag skiptir velferð þeirra hana öllu máli. „Börnin gjörbreyttu lífi mínu. Það fyrsta sem ég hugsa um á morgnana er hvernig þau hafa það og það síðasta sem ég hugsa um áður en ég sofna er hvernig þeim líður," sagði hún. Á tónleikaferðalaginu ferðast Sheryl um í stórri rútu svo börnin geti verið með henni öllum stundum. „Ég ferðast um í rútunni til að allt sé í föstum skorðum eins og það á að vera hjá fjölskyldufólki. Áður fyrr var líf mitt á allt öðrum nótum. Í dag er ég afslöppuð og sátt," sagði hún.

Skrifar til að slaka á

Fyrrum sjónvarpsstjarnan og nú fatahönnuðurinn, Nicole Richie, 29 ára, segir að þegar hún skrifar sögur nær hún að slaka á og gleyma sér.

Ósátt við allt fyrir neðan mitti

Leikkonan Helen Mirren, 65 ára, hefur lengi vel verslað spariskóna sína í strippara-búðum eða með öðrum orðum verslunum sem selja fatnað, aukahluti og skó fyrir konur sem dansa súludans og afklæðast gegn greiðslu. Helen segir að hælaskórnir sem stripparar eru vanir að nota í vinnunni henti sér einstaklega vel. Þeir efla sjálfstraustið hennar þegar hún gengur á þeim og svo heldur hún því fram að hún líti út fyrir að vera grennri í vextinum. Helen uppgötvaði umræddan skóbúnað fyrir allmörgum árum. Þessir hælaskór sem strippararnir nota hækka mann og lætur leggina líta út fyrir að vera granna og langa. Hér áður fyrr voru þeir aðeins til í strippara-búðum en í dag er hægt að kaupa þá í nánast öllum skóbuðum," sagði Helen. Hluti af líkama mínum er fallegur en svo eru aðrir líkamshlutar sem ég er ekki sátt við," viðurkenndi hún. Ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég mjög óánægð með allt fyrir neðan mittið á mér."

Playboy ekki á dagskránni

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, vill leiðrétta þrálátan orðróm um að henni hafi verið boðið að sitja fyrir í Playboy. Blake er illa við háværar sögusagnir þess efnis að henni voru boðnar 2,5 milljónir bandaríkjadala fyrir að sitja fyrir kviknakin á síðum Playboy. Blake vill leiðrétta þennan misskilning. Hún segir að um hreinan uppspuna sé að ræða. Það er með ólíkindum að fólk skuli gera upp svona sögur. Þegar ég heyri neikvæðr sögur um mig er frænka mín það fyrsta sem ég hugsa um því ég elska hana svo mikið og ég vil ekki að hún heyri slíkt rugl," sagði Blake sem hefur heldur betur slegið í gegn sem Serena í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl.

Vongóðir karlmenn biðu í röð út á götu

Elite skrifstofan á Íslandi hélt nýverið mikla leit hér á landi eftir næsta andliti bandaríska tískumerkisins Calvin Klein. Leitað var af íslenskum karlmönnum á aldrinum 16 til 30 ára og að sögn Ingibjargar Finnbogadóttur, framkvæmdarstjóra Elite skrifstofunnar á Íslandi, sóttu tæplega tvöhundrað manns prufuna.

Helstirnið Enron

Á fimmtudagskvöld var ein "heitasta" leiksýning nútímans, Enron eftir Lucy Prebble, frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Sagan um Enron, ris þess og fall, er flestum kunn. Hún átti eftir að endurtaka sig hér á Íslandi þegar fjármálakerfið hrundi.

Vel heppnuð frumsýning

Leikritið Enron var frumsýnt í Borgarleikúsinu á dögunum. Góðir gestir mættu á sýninguna sem þótti heppnast afar vel. Enron fjallar um ris og fall bandaríska stórfyrirtækisins Enron. Sýningin er mikið sjónarspil þar sem töfrum leikhússins er beitt til að knýja verkið áfram með tónlist, dansi og sjónrænum tilþrifum. Leikstjóri er Stefán Jónsson og með stór hlutverk fara Stefán Hallur Stefánsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.

Túraði með Placebo um allan heim

„Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo.

Palli á ábreiðuplötu Barða

Safnplata með Bang Gang, hljómsveit Barða Jóhannssonar, kemur í búðir eftir mánuð. Með henni fylgir aukadiskur þar sem lög sveitarinnar verða í nýjum útgáfum Páls Óskars, Diktu, Daníels Ágústs og fleiri flytjenda.

Kaffi með engifer

Café Haití hefur getið sér gott orð meðal kaffiaðdáenda en staðurinn er nú fluttur á nýjan stað, í Geirsgötu. Café Haití er notalegt kaffihús og nýtur það sín vel á hinu skemmtilega hafnarsvæði við Geirsgötu sem er í stöðugri uppbyggingu.

Börnin mikilvægari en peningar

Söngvarinn Seal, 47 ára, hefur í gegnum tíðina neitað að taka við verkefnum sem eru vel launuð því hann vill njóta þess að vera með fjölskyldunni. Söngvarinn sem gerði garðinn frægan með laginu Kiss from a Rose, elur upp fjögur börn ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Heidi Klum. Leni, 6 ára, sem Heidi á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Flavio Briatore, Henry, 5 ára, Johan, 3 ára og Lou, 11 mánaða, eiga hug hans allan en Seal segir framann algjört aukaatriði þegar kemur að börnunum. Þetta eru engin vísindi. Að vera fjölskyldumaður er virkilega gaman og fullnægjandi og þess vegna kýs ég að forgangsraða. Það er allt og sumt," sagði Seal. Við höfum bæði neitað gríðarlega háum peningaupphæðum því okkur finnst fjölskyldan skipta meira máli."

Mamma leitar að tengdasyni

Móðir leikkonunnar Teri Hatcher, 45 ára, er stöðugt að reyna að finna elskhuga handa dóttur sinni en án árangurs. Desperate Housewives stjarnan hefur ekki enn fundið þann eina rétta og hver hefur áhyggjur af því? Jú mamma hennar er ekki í rónni yfir því að dóttir hennar, heimsfræg leikkonan, láti sér leiðast sem einstæð móðir. Teri á 12 ára gamla dóttur með fyrrum eiginmanni sínum, Marcus Leithold. Það er enginn maður í spilinu en trúið mér það er verið að vinna í því fyrir mig. Fjölskyldan er að vinna í því. Mamma er að vinna í því," viðurkenndi Teri. Mamma fer yfir málin með vinkonum sínum og sendir mér síðan myndir og upplýsingar um karlmenn sem eru tilvaldir fyrir mig að hennar mati. Hún sendir mér þessar upplýsingar í tölvupósti," sagði Teri. Ég trúi því að örlögin ráði því hvernig ástarmálin fara. Svo má ekki gleyma að karlmenn eru flóknir. Sumir vilja hittast í mörg skipti án þess að nokkuð gerist annað en að tala um fortíðina og svo eru aðrir sem henda konum út ef þær vilja sofa hjá á fyrsta stefnumótinu."

Karlmenn ekki lykill að hamingju

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 29 ára, þarfnast ekki karlmanns til að finna hamingjuna. Kim, sem hefur átt vingott við íþróttamenn eins og Reggie Bush og Cristiano Ronaldo veit nákvæmlega hvað hún vill ekki. „Mér liíður ekki þannig í dag að ég þrái að eignast kærasta. Ég er líka vonlaus í rómantísku deildinni. Ég þarf ekki mann til að vera haminjgusöm." Kim er nýhætt með leikmanni Dallas Cowboys, Miles Austin, og ætlar að vera á lausu áfram eða þangað til sá eini rétti birtist. Þangað til vill hún einbeita sér að ferlinum. „Ef ég er á lausu þá get ég einbeitt mér betur að því sem ég geri en þegar ég er ástfangin kemst ekkert annað að hjá mér," sagði Kim.

Aniston blekkir vini sína

Jennifer Aniston er enn yfir sig ástfangin af tónlistarmanninum John Mayer. Jennifer og John voru í haltu m ér slepptu mér sambandi nánast allt árið 2008 og í byrjun ársins 2009 þegar þau ákváðu að enda sambandið í mars. Jennifer hélt alltaf út af fyrir sig hvernig henni leið og hvaða tilfinningar hún bæði til John en hún var alltaf ósátt við hvað hann talaði opinskátt um sambandið. Hún er með hann á heilanum, er haft eftir vini Jennifer. Hún heldur því fram að þau séu bara vinir en það sést greinilega að hún er fallin aftur

Sýnir í þriggja milljarða íbúð

Hjörtur Hjartarson sýnir olíumálverk sín í rándýrri þakíbúð í New York. Hann segir íslenskar náttúrumyndir sínar passa ágætlega inn í lúxusíbúðir.

Hagþenkir úthlutar

Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði á fimmtudag 38 verkefnum starfsstyrkjum sem samstals námu 12 milljónum króna.

Handritin setið á hakanum

Út er komin fyrsta frumsamda handbókin um handritskrif á íslensku, bókin Ritun kvikmyndahandrita - praktísk handbók eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur kvikmyndagerðarmann.

Svefn er vopnið mitt

Söngkonan Mariah Carey nýtur þess að sofna snemma á kvöldin á meðan eiginmaður hennar, Nick Cannon, vakir fram eftir.

Óttast um Michael

Fangelsismálayfirvöldum verður gert skylt að fylgjast grannt með andlegri heilsu breska söngvarans George Michael.

Á eftir að sakna matarins hjá mömmu

„Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar.

Synir Douglas hjálpa til

Leikarinn Michael Douglas segir að krabbameinið hafi að einhverju leyti sameinað fjölskyldu hans og að hann leyfi sonum sínum að koma með sér á spítalann í geislameðferðir. Douglas, sem greindist með krabbamein í tungunni fyrr í sumar, segir syni sína hjálpa sér í baráttunni við sjúkdóminn og ástæðulaust sé að halda þessu leyndu fyrir þeim.

Sólskinsdrengurinn lofaður í Ameríku

Íslenska heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn fær lofsamlega dóma í bandarísku stórblöðunum New York Times og Los Angeles Times. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi í gær og því nokkuð skammt stórra högga á milli hjá Friðriki Þór Friðrikssyni, leikstjóra myndarinnar, því önnur kvikmynd hans, Mamma Gógó, hefur einnig fengið flotta dóma, meðal annars hjá Variety.

Sjá næstu 50 fréttir