Lífið

Hobbiti á lausu

Elijah Wood. MYND/BANG Showbiz
Elijah Wood. MYND/BANG Showbiz

Leikarinn Elijah Wood, sem sló í gegn sem Frodo í Hringadróttinssögu eða Lord of the Rings, er hættur með unnustunni, Pamelu Racine.

Leikarinn hætti með Pamelu eftir fimm ára samband því hann treysti sér ekki í langtíma samband.

Haft er eftir vini Elijah: „Hann vildi ekki byrja að búa og stofna fjölskyldu. Það síðasta sem hann ætlaði sér að gera var að særa Pamelu en hún er í sárum eftir að hann sagði henni upp."

Elijah var einsamall þegar hann kynnti nýverið myndina The Romantics, þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum, í New York og San Francisco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.