Lífið

Fæðingarstaður barnsins ákveðinn

Miranda Kerr. MYND/Cover Media
Miranda Kerr. MYND/Cover Media

Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr, 27 ára, og breski leikarinn Orlando Bloom, 33 ára, hafa ákveðið að ófætt barnið þeirri muni fæðast í Ástralíu.

Miranda og Orlando giftust á laun í júlí á þessu ári eftir fjögurra vikna trúlofun og strax í kjölfar brúðkaupsins tilkynntu þau að von væri á erfingja sem væntanlegur er í heiminn í byrjun næsta árs.

Ekki er vitað hvort um er að ræða dreng eða stúlku en hjónin hafa lagt sig fram við að halda því leyndu.

„Þeim líður báðum vel í Ástralíu þar sem fjölskylda Miröndu tekur virkan þátt í að undirbúa komu barnsins. Orlando ætlar að bjóða sinni fjölskyldu til Ástralíu svo hún geti einnig tekið þátt," er haft eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.