Lífið

Bono: Ég er í rusli

U2 var búin að semja nýtt lag sérstaklega fyrir Glastonbury.
U2 var búin að semja nýtt lag sérstaklega fyrir Glastonbury.
Bakmeiðsli Bono virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Nýjustu fregnir herma að læknar skipi honum að hvíla sig í tvo mánuði eftir aðgerðina í Þýskalandi fyrir helgi. U2 hættir þess vegna við að koma fram á Glastonbury-hátíðinni og á 16 tónleikum í Bandaríkjunum.

„Ég er alveg í rusli," skrifar Bono á heimasíðu U2. Hann segir að hljómsveitin hafi undirbúið svakalega tónleika fyrir Glastonbury. „Við vorum meira að segja búnir að semja nýtt lag sérstaklega fyrir hátíðina."

Framkvæmdastjóri Glastonbury óskar Bono góðs bata en vill ekkert gefa upp um hvort búið sé að redda hljómsveit til að spila í staðinn fyrir U2 á besta tíma, föstudagskvöldinu. Talið er að Coldplay eða rapparinn Dizzee Rascal komi til greina.

Nafn tónleikaferðarinnar, 360°, er dregið af því hvernig áhorfendur standa allt í kringum tónleikasviðið.
Fyrsta mögulega endurkoma Bono er á tónleikum í Tórínó á Ítalíu 6. ágúst. Það kemur í ljós á næstu vikum hvort hann treysti sér að spila á þeim. Á eftir þeim fylgja um 20 tónleikar víða um Evrópu í haust. Búið er að tilkynna að tónleikarnir 16 í Bandaríkjunum verði haldnir á næsta ári.

Tónleikaferð U2 heitir 360° en hljómsveitin fylgir eftir plötunni No Line on the Horizon, sem kom út í fyrra. Hljómsveitin er búin með tvo af fjórum hlutum tónleikaferðarinnar en hún var sú tekjuhæsta í heiminum í fyrra.


Tengdar fréttir

Bono skorinn upp á mænunni

Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru skáru upp bakið á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.