Lífið

Allir oddvitarnir í Spurningakeppni framboðanna á Bylgjunni

Í dag mætast Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri Grænir annars vegar og H- listi og Samfylking hinsvegar
Í dag mætast Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri Grænir annars vegar og H- listi og Samfylking hinsvegar

Í dag hefst spurningakeppni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni sem nefnist Spurningakeppni framboðanna í Reykjavík.

Í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna munu frambjóðendur flokkanna í Reykjavík spreyta sig í spurningum um Reykjavík. Allir oddvitar flokkanna í Reykjavík mæta til keppni og taka þátt í fyrstu raunverulegu baráttunni um borgina.

„Þetta verður bara létt og skemmtilegt," segir Kristófer Helgason, einn stjórnenda þáttarins, „en þetta verða síður en svo léttar spurningar."

Fyrsta viðureignin fer í loftið í dag. Þar mætast Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri Grænir annars vegar og H- listi og Samfylking hinsvegar. Svo keppa oddvitarnir koll af kolli þar til einn flokkur stendur uppi sem sigurvegari.

Hægt er að hlusta á Bylgjuna í beinni hér á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.