Lífið

Oasis skipta um nafn - heita nú Beady Eye

Hér er myndin af  "nýju" hljómsveitinni.
Hér er myndin af "nýju" hljómsveitinni.
Hljómsveitin Oasis tilkynnti á heimasíðu sinni rétt í þessu nýtt nafn hljómsveitarinnar, Beady Eye.

Söngvarinn Liam Gallagher fer þarna fremstur í flokki með fyrrum félögum sínum úr Oasis, Gem Archer, Andy Bell og Chris Sharrock.

Á síðunni má sjá mynd af þeim að taka upp ný lög í hljóðveri. „Beady Eye er í hljóðverinu með Steve Lillywhite að vinna í heimssýn sveitarinnar," stendur í myndatexta. Steve þessi er þekktur fyrir starf sitt með U2.

Sveitin ákvað að skipta um nafn eftir að Noel Gallagher hætti í henni í fyrra. Hann rauk út rétt fyrir tónleika í París eftir endalaust rifrildi við bróðir sinn Liam.

Þá sagði Liam ekki á hreinu hvort þeir myndu halda áfram sem Oasis eða skipta um gír. „Ef við verðum ekki komnir með nýtt þema þegar næsta plata er tilbúin mun hún verða gefin út í nafni Oasis. Ég ætla ekki að kalla mig eitthvað fáránlegt út af engu," sagði Liam á sínum tíma.

Á kvikmyndahátíðinni í Cannes um daginn sagði hann síðan frá því að nýja hljómsveitin myndi semja tónlist við kvikmynd sem hann ætlar að gera um Bítlana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.