Fleiri fréttir

Demantsaugu Deftones

Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum.

Þrýst á nýja plötu frá Blur

Yfirmaður plötufyrirtækis hljómsveitarinnar Blur segir að hann vilji að sveitin hljóðriti nýja plötu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá gefur Blur út smáskífu um helgina, það er fyrsta nýja stöffið frá bandinu í sjö ár. Þá er þetta fyrsta nýja efnið sem Blur hljóðritar með gítarleikaranum Graham Coxon síðan 1999. Miles Leonard, forstjóri Parlophone Records, sagði í viðtali við BBC 6 að hann vonaðist til að nýja útgáfan hvetti Blur-strákana til að taka upp nýja plötu.

Skírlíf Gaga

Söngkonan Lady Gaga lýsti því yfir fyrir stuttu að hún ætlaði sér að vera skírlíf þar til hún kynntist þeim eina rétta. Í viðtali við Daily Mail gerir hún grein fyrir ákvörðun sinni. „Ég er laus og liðug eins og er og hef kosið að vera skírlíf því ég hef einfaldlega ekki tíma til að kynnast neinum. Það er ekkert að því að vera skírlífur, það er í lagi að vilja kynnast fólki áður en maður hoppar í bólið með því." Söngkonan hefur meira og minna verið á ferð og flugi heimshorna á milli frá því að hún sló í gegn árið 2008.

Blondie túrar

Nú er allt í gangi hjá hljómsveitinni Blondie. Meðlimir sveitarinnar hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Bretland í júní í sumar. Í sama mánuði lítur ný plata sveitarinnar dagsins ljós. Nýja platan á að heita Panic of Girls og verður spennandi að heyra útkomuna hjá Debbie Harry og félögum.

Þunglyndur grínari

Tímaritið Star Magazine heldur því fram að samband leikarans Jims Carrey og Jenny McCarthy hafi farið í vaskinn vegna þess að Carrey neitaði að taka geðlyfin sín. Carrey viðurkenndi árið 2004 að hann glímdi við þunglyndi og tæki lyfið Prozac til að halda sér í jafnvægi.

Grátbað um tappa í tónlistarlekann

LCD Soundsystem hélt leynitónleika í New York á mánudag og þar sem áhorfendur voru beðnir um að deila kynningareintökum af nýju plötunni ekki með heiminum.

Oprah sökuð um lygar

Frænka sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey sakar hana um að hafa logið til um æsku sína og uppvaxtarár á bökkum Mississippi-fljótsins. Þetta kemur fram í nýrri bók slúðurdrottningarinnar Kitty Kelley um ævi Opruh og æsku. Frænkan segir að Oprah hafi ýkt allar sögurnar um fátæktina sem fjölskylda sjónvarpskonunnar hafi þurft að glíma við.

Seagal sakaður um kynferðislega áreitni

Ung kona hefur kært hasarstjörnuna Steven Seagal fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað. Stúlkan sótti um starf aðstoðarkonu Seagals en komst að því fyrsta vinnudaginn hvað fólst í starfi aðstoðarkonu.

Pattison mætir ekki í afmæli

Frænka leikarans Roberts Pattinson, Diana Nutley, segir hann hafa hætt öllum samskiptum við fjölskylduna eftir að hann varð heimsfrægur.

„Líður tíminn alltaf jafn hratt?“

Annað kvöld verður Pétur Gunnars­son rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20.

Charlotte Church lofuð í laumi

Velska söngkonan Charlotte Church hefur trúlofast barnsföður sínum, rugbyleikmanninum Gavin Henson. Parið hefur verið saman frá árinu 2005 og á saman tvö börn.

Rappmyndband með Audda, Sveppa og Magga Mix

Félagarnir fóru í graffitiklætt portið hjá Prikinu og tóku upp rappmyndband sem þeir settu á Netið í dag. Þó það sé stutt bregður fyrir góðum töktum.

Svíaprinsessa hætt við brúðkaup

Madeleine Svíaprinsessa mun ekki giftast unnusta sínum lögfræðingnum Jónasi Bergström á þessu ári. Sænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort sambandinu sé lokið.

Halla og Ásgeir saman á Austur

„Við Halla erum búin að vera góðir vinir lengi og höfum þekkst í langan tíma,“ segir Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður.

Clash of the Titans: tvær stjörnur

Efniviðurinn er skotheldur en myndin rambar því miður lengst af á barmi leiðinda. Samt er engu til sparað og því má segja að um stórmynd sé að ræða en voðalega er illa farið með peninginn, segir Þórarinn Þórarinsson.

Steini fjall selur gosmyndir um allan heim

Myndir Steina fjalls af eldstöðvunum við Fimmvörðuháls hafa birst í heimsfjölmiðlum á borð við CNN og The Guardian auk fjölda dagblaða í Kína, Indlandi og víðar.

Jessica svarar ekki furðuspurningum Love

Furðufuglinn Courtney Love er mikið fyrir að tjá skoðanir sínar á alheimsvefnum og nú nýlega nýtti hún tæknina til að tjá söngkonunni Jessicu Simpson aðdáun sína.

Jónína Ben grætti Hreiðar Má

Jónína Benediktsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason voru gestir þeirra Heimis Karlssonar og Sólveigar Bergmann í útvarpsþættinum Í bítið í morgun.

Hafnfirsk hasarmynd í bíó

„Þetta er fyrsta kvikmynd sinnar tegundar sem gerð er hér á Íslandi,“ segir Ingólfur Haukur Ingólfsson, rúmlega þrítugur sendibílastjóri og kvikmyndagerðarmaður frá Hafnarfirði.

Sjá næstu 50 fréttir