Lífið

Bubbi ánægður með listamannalaunin - heldur 18 ókeypis tónleika

Bubbi er í stuði eins og alltaf.
Bubbi er í stuði eins og alltaf.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens heldur upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni af því ákvað hann að fara um landið, eins og svo oft áður, og halda tónleika. En þar sem hann fékk úthlutað listamannalaunum í fyrsta skipti á dögunum ákvað hann að frítt yrði inn á alla tónleikana. Þetta er reyndar önnur launalausa tónleikaröðin hans Bubba í röð þar sem hann er að ljúka hádegistónleikaröðinni Rætur. Á henni hefur hann heimsótt nær alla mennta- og framhaldsskóla landsins. "Bubbi er því í raun að þakka fyrir sig á þennan máta, annars vegar að bjóða unga fólkinu upp á hádegistónleika og nú, að fara í tónleikaferð án þess að selja inn," segir í tilkynningu frá umboðsskrifstofu Bubba, Prime. Tónleikaferðin hefst 15. apríl og henni lýkur 8. maí. Hér er dagskrá hennar: 15. apríl - Flateyri, Kirkjan 16. apríl - Ísafjörður, Edinborgarhúsið 17. apríl - Hólmavík, Bragginn 18. apríl - Sauðárkrókur, Mælifell 20. apríl - Dalvík, Menningarhúsið 21. apríl - Akureyri, Græni Hatturinn 22. apríl - Ýdalir, Salurinn 23. apríl - Egilsstaðir, Valaskjálf 24. apríl - Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið 25. apríl - Hornafjörður, Menningarhúsið 28. apríl - Kjós, Félagsgarður 29. apríl - Akranes, Bíóhöllin 30. apríl - Selfoss, Hótel Selfoss 1. maí - Reykjavík, Óákveðið 5. maí - Mosfellsbær, Hlégarður 6. maí - Hafnarfjörður, Bæjarbíó 7. maí - Borgarnes, Menningarsetrið 8. maí - Keflavík, Hljómahöllin

Tengdar fréttir

Bubbi fær listamannalaun

„Nú, fékk ég listamannalaun? Þetta er ég glaður að heyra!“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í gær var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna þetta árið og Bubbi er einn þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.