Lífið

Bjórinn á hundraðkall á barnum í kvöld

Þegar klukkan slær hafa gestir eina mínútu til að panta sér bjór á hundraðkall.
Þegar klukkan slær hafa gestir eina mínútu til að panta sér bjór á hundraðkall.
Mjólkurkvöld kallast miðvikudagskvöldin á Prikinu í Bankastræti. Þessi kvöld eiga eflaust eftir að falla vel í kramið þar sem hálfur lítri af bjór er seldur á hundrað kall.

Tilboðið gildir á milli klukkan 21 og þar til barinn lokar klukkan eitt. Tímaramminn er að vísu þrengdur verulega því aðeins er hægt að borga með einum hundraðkalli á fyrstu mínútu hvers klukkutíma. Það verður því væntanlega handagangur í öskjunni þegar klukkan slær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.