Lífið

Jessica svarar ekki furðuspurningum Love

Jessica Simpson hefur ekki svarað undarlegum spurningum tónlistarkonunnar Courtney Love.
Jessica Simpson hefur ekki svarað undarlegum spurningum tónlistarkonunnar Courtney Love.

Furðufuglinn Courtney Love er mikið fyrir að tjá skoðanir sínar á alheimsvefnum og nú nýlega nýtti hún tæknina til að tjá söngkonunni Jessicu Simpson aðdáun sína.

„Ég vona að ég sé ekki að segja neitt heimskulegt, en mér finnst þú kynþokkafull og hef ávallt talið þig vera duglega söngkonu sem á betra skilið. En af hverju tyggur þú stanslaust nikótíntyggjó, þú sem hefur aldrei reykt?"

Það kemur líklega fáum á óvart að Simpson hefur ekki svarað spurningu Love á Netinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.