Lífið

Avril Lavigne og nýi kærastinn fengu sér eldingatattú

Hún fékk sér eldingu á framhandlegginn. Hann setti sína síðan bakvið hægra eyrað.
Hún fékk sér eldingu á framhandlegginn. Hann setti sína síðan bakvið hægra eyrað.
Bandaríska söngkonan Avril Lavigne og leikarinn Brody Jenner, sem er þekktur úr bandaríska gelgjuraunveruleikaþættinum Hills, hafa verið í fjölmiðlafeluleik með samband sitt í nokkra mánuði. Nú um helgina skiptu þau aftur á móti um gír. Parið mætti á opnun á tattústofu í Las Vegas og kom viðstöddum á óvart með því að biðja um eins tattú af eldingu. Avril fékk sér sitt á framhandlegginn en Brody lét setja það fyrir aftan hægra eyrað. Papparassarnir hoppuðu síðan hæð sína þegar þeir náðu mynd af kossi þeirra í veislu seinna um kvöldið. Avril er 25 ára og skildi í haust við Deryck Whibley, söngvara í Sum 41. Henni og Brody virðist líða vel í sambandinu. Vinir þeirra segja hann búinn að kynna hana fyrir mömmu sinni og hana hafa látið fyrrum eiginmanninn vita.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.