Lífið

Courtney segir Pattison heimskulegan kost

Courtney er greinilega allt í öllu í gerð myndarinnar um Kurt Cobain.
Courtney er greinilega allt í öllu í gerð myndarinnar um Kurt Cobain.

Courtney Love hefur dregið til baka þær fréttir að hjartaknúsarinn Robert Pattison leiki Kurt Cobain í stórmyndinni um söngvarann og að þau séu byrjuð á undirbúningsvinnu.

"Þetta er heimskulegt, hver myndi ráða hann? Það er vitleysa, með fullri virðingu fyrir honum," sagði hún á Twitter-síðu sinni í gær. Hún segir að leikararnir Ryan Gosling og James McAvoy séu betri kostur.

"Ég horfði á Twilight um daginn og skil hvað er í gangi, þetta höfðar til gelgjunnar í mér. Ég skil þetta ástardrama og sem sjálf oft um það. En þetta er heimskulegt."

Aðdáendur kappans urðu móðgaðir í kjölfarið og heimtuðu nánari skýringar. Hún svaraði að hún væri aðdáandi en þætti hann henta illa í hlutverk fyrrum eiginmanns síns.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pattison þarf eitthvað aðeins að græja útlitið til að setja sig í hlutverk Seattle-rokkarans.
Kurt Cobain á hátindi ferils síns
Robert Pattison er orðin stórstjarna í krafti Twilight-vampírumyndanna.
Courtney Love frekar helluð á því á Elle-verðlaununum fyrr í vetur.
Francis Bean Cobain, dóttir Kurt og Courtney.
Lögreglumaður stendur fyrir utan skúrinn á lóð Cobain. Í honum fannst lík rokkarans illa farið skömmu áður í apríl árið 1994.
Þúsundir aðdáenda söfnuðust saman á götum Seattle þegar fréttist af andláti Cobain.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.