Lífið

Dóttir Madonnu farin í Fame-skólann

Madge og Lourdes eru góðar vinkonur.
Madge og Lourdes eru góðar vinkonur.

Fjölmiðlar vestanhafs segja Madonnu hafa skráð 13 ára dóttur sína Lourdes í hinn fræga LaGuardia-listaskóla í New York. Miðstöðvar poppdrottningarinnar eru í borginni þessi misserin og búast má við því að dóttirin stimpli sig inn í listalíf hennar í kjölfarið.

Nemendur sem sækja um skólann þurfa að taka inntökupróf. Lourdes mætti ekki í þau, að minnsta kosti ekki með hinum, og því hafa strax vaknað upp þær spurningar hvort hún njóti forréttinda, öðrum nemendum til ama.

Þeir þurfa samt ekki að hafa neinar áhyggjur því allar líkur eru á því að Lourdes hafi fengið vænan slatta af sköpunargáfu móður sinnar. Hún hefur nú þegar hannað fatalínu fyrir Macy's með Madonnu, sem sagði dótturina hafa séð um verkið.

Kvikmyndin Fame var byggð á lífi nemenda skólans og er löngu orðin klassík. Hún kom út árið 1980, í fyrra var hún endurgerð og einnig hefur verið gerður söngleikur eftir sögunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.