Lífið

Mickey Rourke kreistir fram tár með hundamynd

Rourke nær fram sínum einstaka sorgarsvip með því að hugsa um Loka, hundinn sem hann missti í fyrra.
Rourke nær fram sínum einstaka sorgarsvip með því að hugsa um Loka, hundinn sem hann missti í fyrra.

Mickey Rourke er ekki eins og fólk er flest. Hann er mikill dýravinur og var víst nánast óhuggandi eftir að hundurinn hans Loki drapst í fyrra.

Rourke kom meðleikurum sínum í Iron Man 2 á óvart þegar hann var að búa sig undir tilfinningalega erfiða töku. Leikarinn dró upp mynd af Loka til að ná fram réttu hughrifunum.

„Hann hélt á myndunum og varð nánast á einu augabragði ákaflega sorgmæddur. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Við skemmtum okkur samt konunglega saman og við vorum mjög heppin að hafa fengið hann til liðs við okkur," sagði Robert Downey Jr. þegar hann var beðinn um að útskýra þessa hegðun mótleikara síns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.