Fleiri fréttir

Beckham hjónin búin að finna hið fullkomna heimili

David og Victoria Beckham hafa loksins fundið hið fullkomna hús í Beverly Hills en þau hafa lengi verið að leita að rétta heimilinu fyrir fjölskylduna sína. Ástæða húsnæðisleitarinnar er sú að þau munu flytja frá Spáni til Bandaríkjanna í sumar, þegar David fer að spila fótbolta með L.A. Galaxy.

Söngkona Sugababes handtekin

Átján ára bresk stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun hvernig nýjasti meðlimur stúlknahljómsveitarinnar Sugababes, Amelle Berrabah, réðist á hana á öldurhúsi og hélt áfram eftir að lögreglan mætti á staðinn. Dyraverðir öldurhússins þurftu að draga Amelle, sem er 23 ára, af 18 ára fórnarlambinu.

Feginn að fylgja rólyndisrokkaranum Eiríki Hauks

„Einfalt og heiðarlegt verður meginþemað okkar í Helsinki,“ segir Haukur Hauksson en hann hefur tekið við keflinu af Jónatani Garðarssyni sem innsti koppur í búri Eurovision-hópsins en senn líður að því að hópurinn haldi til Finnlands og keppi fyrir hönd Íslands í þessari sívinsælu söngkeppni.

Hvaladráp 14. maí

Fjórða plata rokksveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill kemur út hinn 14. maí næstkomandi. Hið sérstaka umslag plötunnar var hannað af Gunnari Vilhjálmssyni og tók Börkur Sigþórsson myndina.

Ekta síðkjólaball

Nú er mál að taka fram dansskóna og æfa valsinn og polkann því í kvöld verður haldið ball í Íslensku óperunni. Hið svokallaða söngvaraball er nú haldið í annað sinn en framtak þetta sló í gegn í fyrra. Ballið er haldið að erlendri fyrirmynd en á meginlandinu er rík hefð fyrir samkomum sem þessum.

Áhyggjur af þyngdartapi

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma og óttast margir að hann eigi við vandamál að stríða. Talsmaður Clooneys vísar þessu á bug og segir að leikarinn sé við góða heilsu.

Vill hert götueftirlit í miðborginni

„Ég er að senda vinaleg boð til borgaryfirvalda um betra götueftirlit til handa komandi æsku," segir götuspilarinn Jójó sem stendur fyrir baráttutónleikum á Kaffi Hressó á morgun.

Hafdís Huld í vodkaauglýsingu

Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Reyka vodka sem sýndar verða í Bandaríkjunum. Hafdís, íklædd lopapeysu, húfu og vettlingum, leikur þar aðallega á móti teiknuðum lundum og fer með ýmsa speki um Ísland og fólkið sem landið byggir - á ensku með sterkum íslenskum hreim.

Halda Morgan Kane skákmót

Hrókurinn og Skákfélag Vinjar standa fyrir skákmóti í dag. Skákmótið fer fram undir merkjum erkitöffarans Morgan Kane, en Skákklúbbur Vinjar hefur áður staðið fyrir móti til að hylla spennubókahöfundinn Alistair MacLean.

Tónleikar: Nouvelle vague - þrjár stjörnur

Franska hljómsveitin Nouvelle vague lék á tónleikum í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson setti sig í franska gírinn. Andrúmsloftið var nokkuð þægilegt í Hafnarhúsinu þetta ágæta föstudagskvöld, reyndar var rauðvín ekki selt á staðnum sem vissulega hefði gert áhorfendaskarann örlítið franskari.

Snjóboltaáhrif Sykurmola

Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund.

Rauðhærðar konur stofna samtök

„Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk,“ segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59.

Sauðkindin er alltaf á móti

„Við erum bara sveitó og það er einfaldlega flott að vera þannig," segir Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, kosningastjóri Samtaka ungra Framsóknarmanna, en þeir notast við íslensku kindina í kosningaherferð sinni. Hafa skreytt skrifstofu, bíl og annan varning tengdan kosningabaráttunni með þessu ágæta og bragðmikla spendýri.

Curver + Kimono - tvær stjörnur

Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni.

Vorblót væntanlegt

Miðasala á tónlistarhátíðina Vorblót, sem fer fram í annað sinn í Reykjavík 17.-19. maí, hefst á þriðjudag. Þeir sem koma fram á hátíðinni eru Salsa Celtica, Oumou Sangaré, Stórsveit Samúels J. Samúelssonar og Goran Bregovic.

Leiklistarveisla í Borgó

Leiklistarveisla verður haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 í tilefni af menningarhátíðinni List án landamæra.

Rætt um loftslag

Skógræktarfélag Íslands efnir til opins húss og fræðsludagskrár í samstarfi við Kaupþing. Í kvöld flytur Haraldur Ólafsson veðurfræðingur erindi um loftslagsbreytingar, þróun veðurfars á Íslandi og áhrif þess á gróður, í máli og myndum. Erindið flytur Haraldur í sal N-132 Öskju og hefst dagskráin kl. 19.30.

Treður upp á Eurovison

Finnska tríóið Apocalyptica spilar á úrslitakvöldi Eurovision-keppninnar í Helsinki 12. maí. Sveitin vakti fyrst athygli fyrir sellóútgáfur sínar á lögum rokksveitarinnar Metallica. Síðan þá hefur hún spilað sífellt meira af eigin efni.

Sjötta plata NIN

Sjötta plata rokksveitarinnar Nine Inch Nails, Year Zero, er komin út. Hljómsveitin á sér nokkra sögu, átján ár eru liðin síðan fyrsta platan, Pretty Hate Machine, kom út. Síðasta plata sveitarinnar, With Teeth, kom út fyrir fjórum árum og fékk hún mjög góðar viðtökur.

Saga bústaðanna

Nokkuð er liðið síðan menn tóku að hafa áhyggjur af því að heimildir væru fáar til um Verkamannabústaðina við Hringbraut. Það var fyrsta stóra átakið sem verkafólk í Reykjavík sýndi til að koma húsnæðismálum sínum í lag með samtakamættinum: forkólfur í byggingu þeirra var Héðinn Valdimarsson en hann lagði fram frumvarp á þingi 1924 um að þeir risu.

Sérverslun MAC opnar í Kringlunni

Ný verslun með Mac-snyrtivörum opnaði í Kringlunni um helgina. Hún er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þessi verslun er fyrsta sérverslunin á Norðurlöndunum. Annars staðar eru búðirnar inni í deildarverslunum,“ sagði Sirrý Björnsdóttir, markaðsstjóri Mac á Íslandi, og á þar við verslanir á borð við þá sem Mac opnaði í Debenhams fyrir fjórum árum. „Í sérversluninni verður meira vöruúrval en hefur verið í boði hérna áður,“ sagði hún.

Flott kvöld með Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu

Tónleikar frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld voru afar vel sóttir. Gestir nutu fallegra tóna sveitarinnar, en hún er þekkt fyrir að leika þekkt lög annarra listamanna í eigin útsetningum.

Britney sleppt með viðvörun

Poppprinsessan Britney Spears kann svo sannarlega að gefa í. Ekki er hún bara að taka sjálfa sig í gegn þessa dagana heldur var hún stoppuð fyrir hraðakstur á föstudagskvöld. Var hún að keyra meðfram Sunset Boulevard í Beverly Hills þegar lögreglan stoppaði hana.

Úr svörtum fötum í blá

„Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt," segir Jón Jósep Sæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsfötum í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði.

Sonur Ladda ósáttur við þjófnað

Nýkrýndur fyndnasti maður Íslands, Þórhallur Þórhallsson, býsnast yfir því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Þór, þátttakandi í raunveruleikaþættinum Leitinni, hafi stolið atriði frá sér. Og grætt á því áframhald í þáttunum.

Samkenndin er mikil

Félagið Einstök börn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í rauninni ekki heima í neinum öðrum starfandi félögum," sagði Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna.

Risaeðlur og fyrsta hanagal

Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru.

Eggert lemur útlending

Leikarinn Eggert Þorleifsson hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir slagsmál og læti. Í vikunni sást þó til hans við einmitt þess háttar athöfn. Vegfarendum úti á Granda hefur eflaust mörgum hverjum brugðið í brún í vikunni þegar þeir sáu rólyndismanninn Eggert Þorleifsson eiga í ryskingum við útlending á Olís-bensínstöðinni. Eggert virtist hlaupa kapp í kinn og áður en leið á löngu kom til einhverra ryskinga.

Alltaf á leið til leikhússins

Menn hafa löngum afgreitt leikrit Halldórs Laxness sem einhvers konar aukagetu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir að leikritaskrif hans hafi verið mikilvægur hluti af hans listrænu leit og glímu og eigi skilið verðugri sess. Hann ræðir um olnbogabarnið Straumrof á Gljúfrasteini í dag.

Aðdáandi ákærður

Æstur aðdáandi leikkonunnar Söndru Bullock hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að keyra niður eiginmann hennar, sjónvarpsmanninn Jesse James. Aðdáandinn, sem heitir Marcia Diana Valentine og er 45 ára, var handtekinn eftir atvikið.

Kynntust á bensínstöð við Álfheima

Anna K. Kristjánsdóttir segist ekki eiga orð yfir hjálm- og stígvélalausan lögreglustjóra, vappandi um, hamfara- og brunadaginn mikla. Davíð Þór Jónsson segir að hann hefði gefið af sér hægri höndina fyrir talsett barnaefni þegar hann var lítill.

Málsvarar lítilmagnans

Í kvöld lýkur enn einni önninni af Spaugstofunni, vinsælasta sjónvarpsþætti Íslandssögunnar. Karl Ágúst Úlfsson var í óða önn að skrifa lokaþáttinn þegar ég kíkti á hann í kjallara útvarpshússins.

Kate: Sambandsslitin Karli að kenna

Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér.

Vilja endurreisa Rósenberg

Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni Reisum Rósenberg verða haldnir um helgina til að stuðla að uppbyggingu tónleikastaðarins Café Rósenberg, sem skemmdist illa í bruna á dögunum.

Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika

Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna.

Simon segist ögra Paulu Abdoul í American Idol

Simon Cowell virðist oft nokkuð dónalegur í dómarastöðu sinni í American Idol. Mörgum þykir hann sömuleiðis spjalla mikið við Paulu Abdul þegar keppendurnir í þættinum taka lagið. Segist hann oft vera að ögra Paulu meðan söngurinn dynur.

Svala og Einar reka nýja búð

Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala.

Spaugstofan kveður í bili með olíubaði og látum

„Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí,“ segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar. Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna verður sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu.

Nemar í skóla tímans

Leikararnir góðkunnu Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir, en þau útskrifuðust bæði frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í maí 1967 að loknu þriggja ára námi. Af þessu tilefni efna þau til leiklistardagskrár í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og flytja þar brot úr klassískum leikverkum eftir Shakespeare, Edward Albee og Halldór Laxness.

Sigmundur Ernir milli steins og sleggju

„Ég kannast ekki við að hafa fengið neitt tiltal. Mér dettur ekki í hug að biðjast afsökunar á að segja sannleikann um þessa byggingu sem er táknmynd pólitískrar spillingar,“ segir Egill Helgason.

Ástir og vindmyllur

Hin nýstofnaða barokksveit Camerata Drammatica heldur tónleika í Íslensku óperunni í kvöld undir yfirskriftinni „Af ást og vindmyllum“. Sveitin leikur tónlist eftir Händel, Telle­man, Gasparini og fleiri í kvöld en markmið hennar er að flytja stærri verk frá barokk- og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveitarverkum til perlna óperutónbókmenntanna.

„Viröldin“ annarlega

Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms.

Úrslit hönnunarkeppni ráðast í dag

Úrslit í hönnunarkeppni Hagkaupa verða kynnt fyrir framan verslun Hagkaupa í Smáralind klukkan 17 í dag. Þetta er í annað skipti sem verslunin stendur fyrir slíkri keppni, en í fyrra bar hönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sigur úr býtum.

Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran

Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár.

Sjá næstu 50 fréttir