Fleiri fréttir

Guðdómlegt góðgæti

Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara gott heldur beinlínis hollt.

Pabbi fer frá Playstation

Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega.

Reyndi að drepa eiginmann Söndru Bullock

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga frægan maka. Þessu fékk maður leikkonunnar Söndru Bullock, framleiðandinn Jesse James, að kynnast um helgina þegar kona að nafni Marcia Valentine reyndi að keyra hann niður.

Eve handtekin fyrir ölvunarakstur

Rapparinn Eve var handtekin vegna ölvunaraksturs í Hollywood aðfararnótt fimmtudags eftir að hún hafði keyrt Maserati bílinn sinn á steypuklump. Var Eve á leið heim af næturklúbbi ásamt tveimur vinum sínum þegar slysið varð.

Angelina Jolie kallar eftir aðgerðum heimsbyggðarinnar

Leikkonan kynþokkafulla, Angelina Jolie, sem ættleitt hefur þrjú börn frá þremur mismunandi löndum, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi handa munaðarlausum börnum. Á fréttamannafundi í Washington gær kynnti Angelina stofnun nýrrar hjálparstofnunar, Global Action for Children, sem safna mun fjármunum handa munaðarlausum börnum í þróunarlöndunum.

Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku.

Leiklistin og landnámið

Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson.

Roksala á hundum í sauðagæru

Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk

Jack Valenti látinn

Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár.

Prozac fyrir hvutta

Lyfjafyrirtækið Eli Lilly, sem einning framleiðir Prozac, hefur sent frá sér fyrsta þunglyndislyf heims fyrir hunda. Lyfið er tuggutafla með nautakjötsbragði.

Richard Gere kærður fyrir kossaflensið

Dómstólar í Jaipur á Indlandi gáfu í dag út handtökuskipun á Richard Gere fyrir kossaflens sem átti sér stað milli hans og leikkonunnar Shilpa Shetty á góðgerðasamkomu fyrr í mánuðinum. Atvikið vakti mikla reiði meðal strangtrúaðra hindúa og brenndu mótmælendur um allt Indland líkneski og myndir af skötuhjúunum.

Enga svona menn takk!

Þrátt fyrir að Ástralía nútímans hafi fyrst verið byggð glæpamönnum eru þeir ekki á því að hleypa hvaða skúrk sem er inn í landið. Þannig var rapparanum Snoop Doggy Dogg neitað um landvistarleyfi í gær vegna myndarlegs glæpaferils. Rapparinn var á leið til Sidney að vera kynnir á MTV Australia Video Music Awards.

Kröfuharður Spiderman

Tobey Maguire ferðast nú um til að kynna Spiderman 3 en myndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Í fylgdarliði Tobey eru tíu manns, þar á meðal unnusta hans, Jennifer Meyer og dóttir þeirra, Ruby.

Myndavél frá Playstation

PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum.

Hugh Grant handtekinn eftir baunaárás

Lögregla í London handtók í gærkvöldi leikarann Hugh Grant. Honum er gefið að sök að hafa ráðist að ljósmyndara og kastað í hann baunadós.

Steikir kvenlegar kleinur

Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona hefur gamlar hefðir í heiðri og unir sér vel yfir steikingarpottinum. Hún segir kleinusteikingu góða leið til að brúa kynslóðabilið.

Heather dottin úr danskeppninni

Þátttöku Heather Mills í raunveruleikaþáttunum Dansað með stjörnunum er nú formlega lokið. Datt hún út í gær en bæði áhorfendur og dómarar voru furðu lostnir vegna niðurstöðunnar. Eina manneskjan sem ekki undraði sig á brottrekstrinum var Heather sjálf.

Kirsten Dunst ætlar aldrei deita leikara aftur

Leikkonan Kirsten Dunst hefur verið að hitta söngvara hljómsveitarinnar Razorlight, Johnny Borrell. Þykir henni greinilega meira til rokkara koma en leikara þar sem hún segist aldrei ætla að deita leikara aftur.

Angelina vill gefa Pax Pitt nafnið

Angelina Jolie hefur óskað eftir því við dómstól í Santa Monica að nafni ættleidds sonar hennar, Pax Thien Jolie, verði breytt í Pax Thien Jolie-Pitt, og mun þá drengurinn bera nafn unnusta leikkonunnar, Brad Pitt. Óskaði hún eftir nafnabreytingunni þann 16. apríl síðastliðinn.

Versache berst fyrir lífi sínu

Tískuhönnuðurinn Donatella Versache hefur staðfest að tvítug dóttir hennar berjist fyrir lífi sínu vegna lystarstols. Allegra er ekki nema 32 kíló að þyngd, og er nú undir læknishendi. Ekki þó á sjúkrahúsi heldur hafa sérfræðingar verið fengnir til þess að annast hana heima.

Útgáfusamningur í verðlaun

Vefritið GetReykjavík stendur fyrir hæfileikakeppni fyrir upprennandi tónlistarfólk í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Reykjavík FM 30. apríl næstkomandi. Keppnin sjálf fer fram í Iðnó, en áheyrnarprufur verða haldnar á Barnum í kvöld og annað kvöld. Prufurnar eru opnar fólki á öllum aldri, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur hafi ekki gefið út tónlist áður, að netinu undanskildu.

Jón Ásgeir og Davíð í slag

Rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér nýja bók. Í bókinni segir frá afmælisveislu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns.

Skátar: Ghosts Of The Bollocks To Come - fjórar stjörnur

Ghosts Of The Bollocks To Come er fyrsta plata Skáta í fullri lengd, en áður höfðu þeir sent frá sér sex laga EP-plötuna Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? Sú plata kom út í desember 2004 og innihélt m.a. smellinn Halldór Ásgrímsson. Hún sýndi að þarna var efnileg rokksveit á ferð. Með nýju plötunni festa Skátar sig í sessi sem ein af áhugaverðari hljómsveitum landsins.

Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands

Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni.

Samkeppni um nýtt myndband

Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur verða í lykilhlutverki við gerð myndbands við lagið Innocence. Lagið er það fyrsta af nýrri plötu Bjarkar, Volta, sem gert verður tónlistarmyndband við.

Sigur Rós með leynitónleika

Hljómsveitin Sigur Rós hélt órafmagnaða tónleika á Gömlu Borg í Grímsnesi síðastliðið sunnudagskvöld. Tónleikarnir voru eingöngu fyrir vini og fjölskyldur meðlima Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem lék með þeim.

Rúni Júl í Partílandið

Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir.

Íslensk götulist í Englandi

Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís.

Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum

Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí.

Hvíldu þig, hvíld er góð?

Iðjusemi hefur löngum verið álitin með mestu dyggðum hér á landi og letin að sama skapi með verstu löstum enda vofir hún ávallt yfir. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, ræðir um þann löst og rekur með því smiðshöggið á fyrirlestraröð um dauðasyndirnar sjö í Grófarhúsinu kl. 17.15 í dag. Fyrirlestraröð þessi var flutt í Amtmannsbókasafninu á Akureyri fyrr í vetur og hefur mælst afar vel fyrir bæði norðan heiða og sunnan.

Sungið til sigurs

Hljómsveitakeppni verður haldin í Iðnó á fimmtudag á vegum Ungs Samfylkingarfólks í Reykjavík. Ungar og metnaðarfullar hljómsveitir frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í henni og fær hver sveit um hálftíma til að flytja efni sitt.

Flottar heimildarmyndir fyrir vestan

„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina.

Löng leið að langþráðu marki

Eitt af stofnfélögum Bandalags íslenskra listamanna, Félag íslenskra listdansara, er statt á tímamótum því um þessar mundir eru sextíu ár liðin síðan frumherjar íslenskrar danslistar komu saman og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður þess var Ásta Norðmann en hún leiddi um árabil hóp frumkvöðlanna. Var hún eina konan sem kom að stofnun Bandalags íslenskra listamanna en konur hafa alla tíð verið í forystu listdansins á Íslandi.

Í þykjustuleik

Adam Sandler leikur slökkviliðsmann sem þykist vera samkynhneigður í nýjustu kvikmynd sinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Í myndinni þykjast Sandler og Kevin James, sem leikur í þáttunum The King of Queens, vera par til að svíkja út bætur.

Köngulóarmaðurinn mættur

Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst.

Mel B. nefnir dóttur sína eftir Eddie Murphy

Kryddpían Mel B., sem eignaðist sína aðra dóttur þann 3. apríl síðastliðinn, er búin að gefa henni nafn. Hefur stúlkan fengið nafnið Angel Iris Murphy Brown, en hún fær Murphy nafnið eftir grínleikarandum Eddie Murphy, sem Mel B. segir vera föður dóttur sinnar. Murphy hefur neitað að ganga við barninu fyrr en faðernispróf hefur verið framkvæmt.

Suri orðin eins árs

Suri litla, dóttir leikaranna Tom Cruise og Katie Holmes, hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn þann 18. apríl síðastliðinn. Var veislan haldin í L.A. og boðið var upp á flatbökur og formkökur.

Jesse Metcalfe hættur með kærustunni

Desperate Housewives leikarinn Jesse Metcalfe og kærasta hans, Nadine Coyle, söngkona Girls Aloud, eru hætt saman. Fjölmiðlafulltrúi Jesse hefur staðfest þetta. Segir hann þau hafa ákveðið skilnaðinn í sameiningu.

God of War II á toppnum í Bandaríkjunum

Playstation 2 leikurinn „God og War II“ sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar.

Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag.

Branson máður út af Casino Royale

Breska flugfélagið British Airways sýnir um þessar mundir nýjustu Bond myndina Casiono Royale um borð í vélum sínum. Það vekur athygli að eigandi keppinautarins, Richard Bransons hjá Virgin flugfélaginu, hefur verið máður út af eintökunum. Branson lék lítið hlutverk í myndinni við öryggishlið á flugvelli.

Nornaseyði á Nýlendugötu

Hrund Ósk Árnadóttir söngnemi kann uppskrift að seyði sem virkar vel gegn hálsbólgu og kvefi.

Orðaður við ljósbláa mynd

Stefán Karl Stefánsson var á dögunum orðaður við hlutverk í ljósblárri fullorðinskvikmynd. Hann kannast ekkert við myndina.

Vann myndasögukeppni í Danmörku

Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón.

Sjá næstu 50 fréttir