Orðaður við ljósbláa mynd 24. apríl 2007 10:30 Stefán Karl er að opna nýtt útibú Regnbogabarna í Kanada enda segir hann mikla eftirspurn eftir hjálp og aðstoð frá krökkum sem hafa lent í einelti. Stefán Karl Stefánsson var á dögunum orðaður við hlutverk í ljósblárri fullorðinskvikmynd. Hann kannast ekkert við myndina. Stefán Karl Stefánsson er sem kunnugt er búsettur í Los Angeles og er einn fjölmargra íslenskra leikara sem hefur ferilsskrá á vefsíðunni imdb.com. Þar er hins vegar margt skrifað og sagt sem á sér litla stoð í raunveruleikanum og fyrir skömmu var hann sagður hafa leikið í kvikmynd sem bar þann virðulega titil Berlín. „Ég kannaðist ekkert við þetta og ákvað að kíkja aðeins betur á málið. Þá kom í ljós að þetta var ljósblá fullorðinskvikmynd og ég þurfti að setja lögfræðiteymi í gang til að leiðrétta þetta í snatri,“ sagði Stefán sem varð þó ekki meint af rangfærslunni þótt eflaust hefði orðið uppi fótur og fit í hinni siðvöndu Ameríku ef fréttist að aðalstjarnan í Latabæ hefði verið orðuð við klám. Og það er fleira sem vekur undran og forvitni því í sérstöku æviágripi leikarans er hann sagður vera með einleik í smíðum sem á að frumsýna í Los Angeles á þessu ári auk sjónvarpsþáttar. „Ég kannast bara ekkert við þetta enda er lítið fylgst með því sem er sett þarna inn,“ útskýrir Stefán. Þótt sjónvarpsþáttur og gamanleikur séu fjarri raunveruleikanum situr Stefán ekki auðum höndum heldur eru forvarnarsamtökin Regnbogabörn að færa út kvíarnar og senn kemur að því að útibú verður opnað í Kanada. „Við erum að ráða aukamannskap á Íslandi enda er mikil eftirspurn eftir aðstoð og hjálp frá krökkum sem vita ekkert hvernig þau eiga að takast á við sinn vanda,“ útskýrir Stefán Karl. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson var á dögunum orðaður við hlutverk í ljósblárri fullorðinskvikmynd. Hann kannast ekkert við myndina. Stefán Karl Stefánsson er sem kunnugt er búsettur í Los Angeles og er einn fjölmargra íslenskra leikara sem hefur ferilsskrá á vefsíðunni imdb.com. Þar er hins vegar margt skrifað og sagt sem á sér litla stoð í raunveruleikanum og fyrir skömmu var hann sagður hafa leikið í kvikmynd sem bar þann virðulega titil Berlín. „Ég kannaðist ekkert við þetta og ákvað að kíkja aðeins betur á málið. Þá kom í ljós að þetta var ljósblá fullorðinskvikmynd og ég þurfti að setja lögfræðiteymi í gang til að leiðrétta þetta í snatri,“ sagði Stefán sem varð þó ekki meint af rangfærslunni þótt eflaust hefði orðið uppi fótur og fit í hinni siðvöndu Ameríku ef fréttist að aðalstjarnan í Latabæ hefði verið orðuð við klám. Og það er fleira sem vekur undran og forvitni því í sérstöku æviágripi leikarans er hann sagður vera með einleik í smíðum sem á að frumsýna í Los Angeles á þessu ári auk sjónvarpsþáttar. „Ég kannast bara ekkert við þetta enda er lítið fylgst með því sem er sett þarna inn,“ útskýrir Stefán. Þótt sjónvarpsþáttur og gamanleikur séu fjarri raunveruleikanum situr Stefán ekki auðum höndum heldur eru forvarnarsamtökin Regnbogabörn að færa út kvíarnar og senn kemur að því að útibú verður opnað í Kanada. „Við erum að ráða aukamannskap á Íslandi enda er mikil eftirspurn eftir aðstoð og hjálp frá krökkum sem vita ekkert hvernig þau eiga að takast á við sinn vanda,“ útskýrir Stefán Karl.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira