Lífið

Suri orðin eins árs

Tom og Katie héldu dóttur sinni Suri flotta veislu í tilefni eins árs afmælis hennar
Tom og Katie héldu dóttur sinni Suri flotta veislu í tilefni eins árs afmælis hennar MYND/Getty Images

Suri litla, dóttir leikaranna Tom Cruise og Katie Holmes, hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn þann 18. apríl síðastliðinn. Var veislan haldin í L.A. og boðið var upp á flatbökur og formkökur.

Var Suri hin kátasta og gekk um og talaði á milli þess sem hún sparkaði í bolta með pabba sínum úti í garði. Fékk hún veglegar afmælisgjafir, þar á meðal útileiktæki auk bóka, bolta og dúkkna. Það hefur því verið ánægjulegur afmælisdagurinn hjá einu frægasta barni heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.