Fleiri fréttir

Helgi trúbador snýr aftur

Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon.

Lokkarnir hennar Britney á ebay

Við höfum öll séð myndirnar og nú getum við boðið í hárið. Þegar Britney Spears rakaði af sér hárið á hárgreiðslustofu í Los Angeles hafði hún ekki áhuga á að taka lokkana með sér til minningar. Þeir féllu því í skaut hárgreiðslumeistarans. Nú hafa lokkarnir skotið upp kollinum á uppboðsvefnum ebay, og hljóða upphæðirnar upp á hvorki meira né minna en 70 milljónir íslenskra króna. Það virðist því vera nóg af aðdáendum sem vilja komast yfir hárið á Britney.

Með meikklessu á nefinu

Hótelerfinginn Paris Hilton hélt upp á 26 ára afmæli sitt á laugardagskvöld. Var veislan haldin í Vegas en þar voru saman komnir hundruðir vina og kunningja Parisar. Meðal gesta voru Nicky Hilton, systir Parisar, Starvros, fyrrum kærasti hennar, grínarinn Jamie Kennedy og Brandon Davis, vinur Parisar sem er hvað þekktastur fyrir sóðakjaft sinn.

Fína kryddið í Disneylandi

Fyrrum kryddpían Victoria Beckham fór með strákana sína í Disneyland um helgina. Hún og maðurinn hennar, knattspyrnuleikmaðurinn knái David Beckham, eru að leita sér að heimili í Bandaríkjunum en David er að fara að spila fyrir Los Angeles Galaxy. Beckham fjölskyldunni virðist því takast vel að venjast bandarískri afþreyingu.

Ray Liotta handtekinn

Leikarinn Ray Liotta, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk sitt kvikmyndinni Goodfellas, var handtekinn í L.A. á laugardagskvöld. Hafði hann keyrt Cadillacinn sinn á tvo kyrrstæða bíla og annan þeirra það hart, að hann lenti upp á rönd.

Deep purple og Uriah Heep á Íslandi

DEEP PURPLE hefur selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur hljómsveit og þegar önnur goðsagnakennd rokksveit á borð við URIAH HEEP bætist við dagskrána er öruggt að slegist verður um hvern miða. Það að tvær jafn stórar sveitir spili saman á tónleikum á sér varla hliðstæðu hérlendis og nokkuð ljóst að rokkunnendur eiga ógleymanlegt kvöld í vændum.

Dagur vonar – Leikhússpjall

Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni.

Sköllótt Britney: Mamma á eftir að fríka út

Söngkonan Britney Spears kom öllum að óvörum þegar hún rakaði allt hárið af höfði sér nú um helgina. Hún labbaði inn á hárgreiðslustofu ásamt tveimur lífvörðum um klukkan sjö á föstudagskvöldið og óskaði eftir því að láta raka hárið af sér.

Britney Spears orðin skollótt

Poppstjarnan Britney Spears heldur áfram að hneyksla og nú með nýrri og óvæntri klippingu en hún krúnurakaði sig á húðflúrsstofu í gærkvöldi.

Forest Whitaker fagnað í Uganda

Kvikmyndinni The Last King of Scotland var fagnað gífurlega við frumsýningu í Uganda í gær. Myndin er frá valdatíð einræðisherrans Idi Amins í landinu og er tekin að mestu leiti í höfuðborginni Kampala. Bandaríski leikarinn Forest Whitaker er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni.

Justin og Cameron ennþá ástfangin?

Justin Timberlake og Cameron Diaz slitu sambandi sínu til fjögurra ára nú í janúar. Hefur Justin þótt iðinn við kolann eftir sambandsslitin en hann hefur verið orðaður við leikkonurnar Scarlett Johansson og Jessicu Biel. Lítið hefur þó spurst af karlamálum Cameronar.

Hvað er að gerast með Robbie?

Frægð, ríkidæmi og aðdáendur. Robbie Williams hefur þetta allt. En þrátt fyrir það hefur söngvarinn enn og aftur leitað sér aðstoðar vegna fíknar. Hann tékkaði sig í vikunni inn á meðferðarstofnun í Arizona í Bandaríkjunum til að losna undan neyslu þunglyndislyfja.

Fór beint í tólfta sætið

Nýjasta plata bresku hljómsveitarinnar Bloc Party, A Weekend in the City, fór beint í tólfta sætið á bandaríska breiðskífulistanum. Fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm, fór beint í 114. sætið á listanum árið 2005 og því ljóst að vinsældir sveitarinnar hafa aukist gríðarlega vestanhafs. Efst á vinsældarlistanum var nýjasta plata Fall Out Boy, Infinity On High.

Hafa oft átt rómantískari Valentínusardag

Valentínusardagurinn hefur oft verið rómantískari hjá hjónunum David og Victoriu Beckham. David var staddur í Madrid að spila fótbolta á meðan Victoria var í Los Angeles með sonum þeirra. „Þau spjölluðu bara saman í símanum á Valentínusardeginum. Þetta var dagur ástarinnar meginlandanna á milli," sagði kunningi þeirra.

Britney rakar sig sköllótta

Britney Spears mætti sköllótt á húflúrstofu í San Fernando Valley í Los Angeles. Á myndbandi KABC-TV stöðvarinnar sést söngkonan koma á húðflúrstofuna nauðasköllótt. Á fréttavef CNN segir að aðdáendum hennar líki nýi stíllin misilla. Einn þeirra sagði: “Þetta er hræðilegt.” Söngkonan mun hafa rakað sig sjálf.

Hugh Grant aftur á markaðinn

Þriggja ára sambandi breska leikarans og hjartaknúsarans Hugh Grants og Jemimu Khan er lokið. Parið tilkynnti þetta í gærkvöldi og lét fylgja með að sambandsslitin væru í “vinsemd.” Stöðugar fréttir voru af parinu á meðan sambandi þeirra stóð, aðallega um það að Jemima vildi stofna fjölskyldu og heimili, en hann ekki.

Eastwood sæmdur æðstu viðurkenningu Frakka

Bandaríski kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hefur hlotið æðstu viðurkenningu frakka, Heiðursverðlaunamedalíuna. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Elysee höllinni í París í dag. Jacques Chirac forseti Frakklands kallaði nýjustu myndir leikstjórans, Flags of our fathers og Letters from Iwo Jima; "kennslustundir í manngæsku.

Stallone í haldi vegna "misskilnings"

Bandaríska kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone var haldið klukkutímum saman á flugvellinum í Sydney í Ástralíu í gærkvöldi. Flugvallaryfirvöld sögðu tollverði hafa fundið efni í fórum leikarans og fylgdarliði hans sem bannað væri að flytja til landsins. "Þetta var bara misskilningur," sagði Stallone við fréttamenn í Sydney í dag þegar hann mætti til frumsýningar nýjustu myndar sinnar Rocky Balboa.

Tónleikar í Hinu húsinu

Hljómsveitirnar Coral, Andrúm og Envy of Nona munu halda tónleika í Hinu húsinu fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin Envy of Nova er nýbúin að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Two Years Birth, Coral hefur síðustu tvö ár unnið að sinni fyrstu breiðskífu sem væntanleg sumarið 2007 og Andrrúm hefur nýverið gefið út plötu.

Flugmaður gabbaði flugræningja

Flugmaður fugvélarinnar frá Air Mauritania sem rænt var í gær lenti vélinni mjög harkalega af ásettu ráði, til að áhöfn og farþegar gætu ráðið niðurlögum flugræningjans. Þegar flugmaðurinn áttaði sig á því að flugræninginn talaði ekki frönsku, lét hann farþegana vita um áætlun sína í hátalarakerfinu.

Nasistavín undir hamarinn

Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan "Fuhrerwein" er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.

Nasistavín undir hamarinn

Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan "Fuhrerwein" er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.

Kafteinninn kveður

Úrslitakeppni X Factor harðnar með hverjum þætti. Eftir að úrslit atkvæðagreiðslu voru kunngjörð var ljóst að Siggi, kapteininn trausti frá Akureyri og söngdúettinn Gís höfðu verið tvö atkvæðisfæstu atriði kvöldsins.

Madonna vill vera eins og Gandhi

Poppstjarnan Madonna segist vilja vera eins og Gandhi, Martin Luther King og John Lennon. Þetta sagði hún í viðtali við bandarísku útvarpsstöðina Sirius. Hún bætti við að hún vildi líka halda lífi. Þá sagði hún það besta í heimi vera að sjá eða heyra af einhverju og óska að hafa gert það sjálfur. Það sé hvetjandi.

Látinn sonur Smith fékk allt

Anna Nicole Smith arfleiddi son sinn, sem lést á síðasta ári, að öllum eigum sínum. Ron Rale lögmaður hennar upplýsti þetta í gær. Þá ákvað dómari í gær að líkami Playboy kanínunnar fyrrverandi yrði smurður og varðveittur. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Erfðarskráin var gerð árið 2001 og í henni er kærasti Önnu, Howard Stern, nefndur sem skiptastjóri.

Anna Nicole lét sauma útfarardress

Anna Nicole Smith heitin var að láta sauma á sig kjól til að vera greftruð í ef dauða hennar bæri að garði. Þetta sagði lögmaðurinn Ron Rale í gær en verið er að rétta í málum Önnu Nicole þessa dagana. Ekki er búið að ákveða hvar Anna Nicole verður greftruð.

Dauðlegur draumabransi

Mikil umræða hefur verið innan tískuheimsins undanfarið um holdafar fyrirsætna og hvort ekki sé rétt að setja ákveðin þyngdarlágmörk sem þær verði að uppfylla. The Daily Mail greindi frá því að úrúganska fyrirsætan, hin 18 ára Eliana Ramos, hafi látist vegna vannæringar. Aðeins hálfu ári áður lést 22 ára systir hennar Luisel, sem einnig starfaði sem fyrirsæta, af sömu orsökum.

Funheitt gróðurhús eða brunagaddur ísaldar?

Ólafur Ingólfsson, prófessor, mun halda fyrirlestur um ransóknir á veðurfarssögu jarðarinnar síðutu 650 milljón ára, á morgun laugardag. Verður fyrirlesturinn haldinn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, í sal 132 og hefst hann klukkan 14:00. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð Raunvísindadeildar Háskóla Íslands sem ber heitið Undur veraldar og er haldin í tilefni af ári jarðarinnar 2008.

Óvægur í garð samkynhneigðra

,,Ég hata samkynhneygða og er óhræddur við að segja það. Mér líkar ekki að vera nálægt samkynhneygðu fólki. Ég er með hommafóbíu. Þeir ættu ekki að vera til í heiminum og ekki í Bandaríkjunum.” Þessi orð lét Tim Hardaway, fyrrum leikmaður NBA körfuboltaliðsins Miami Heat, falla í viðtali við íþróttafréttamanninn Dan Le Batard.

Allt sem einhverju skiptir

Ást, kynlíf, dauði, guð og allt hitt sem skiptir máli er viðfangsefni gjörningaleikhúsverks Ingibjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur sem sanna hið fornkveðna að fæstir eru spámenn í eigin föðurlandi.

Arctic Monkeys bar af á Brit

Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin.

Britney í heitum leik

Britney Spears virðist ekkert ætla að hægja á ferðinni með drykkju sinni og lífernið er að verða villtara og villtara með hverjum deginum. Breska götublaðið The Sun birti myndir af söngkonunni í annarlegu ástandi á New York Club One þar sem hún skellti nokkrum velvöldum tekíla-staupum í sig.

Feitur hljómur Kaiser Chiefs

Leeds-sveitin Kaiser Chiefs hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að fyrsta platan hennar Employment kom út fyrir tveimur árum. 26. febrúar kemur önnur platan hennar, Yours Truly, Angry Mob, í verslanir. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn.

Jude Law á skautum í Laugardal

„Hann kom mér fyrir sjónir eins og venjulegur maður í fríi með börnunum sínum,“ segir June Clark í Skautahöllinni í Laugardal sem tók á móti stórleikaranum Jude Law á þriðjudag. Jude Law eyddi um klukkustund á svellinu í Laugardal með börnum sínum þremur og barnfóstru, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hann hér í vikulöngu fríi.

Risaklámráðstefna í Reykjavík

Dagana 7. til 11. mars verður haldin í Reykjavík mikil klámráðstefna en 150 manns eru á leið til landsins þar sem þeir munu ræða eitt og annað sem við kemur klámbransanum. Og skemmta sér í rækilega.

Franska aldan á leiðinni

Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum.

Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer

„Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez.

J-Lo heiðruð af Amnesty International

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leik- og söngkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar, Border-town.

Lager Indriða til sölu

Lager Indriða klæðskera, heitins, er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn og verður til sölu í tvær vikur, frá næstkomandi sunnudegi til 3. mars, í Saltfélaginu við Grandagarð 2.

Lífið og fjörið á Akureyri

Mikil tíðindi berast að norðan frá Leikfélagi Akureyrar: Magnús Geir Þórðarson hefur verið ráðinn áfram sem leikhússtjóri og mun sitja á friðarstóli allt til 2010.

Sjá næstu 50 fréttir