Lífið

Óvægur í garð samkynhneigðra

Tim Hardaway liggur ekki á skoðunum sínum
Tim Hardaway liggur ekki á skoðunum sínum MYND/AP

,,Ég hata samkynhneygða og er óhræddur við að segja það. Mér líkar ekki að vera nálægt samkynhneygðu fólki. Ég er með hommafóbíu. Þeir ættu ekki að vera til í heiminum og ekki í Bandaríkjunum."

Þessi orð lét Tim Hardaway, fyrrum leikmaður NBA körfuboltaliðsins Miami Heat, falla í viðtali við íþróttafréttamanninn Dan Le Batard, í útvarpsþættinum Sports Talk 790 The Ticket á miðvikudag. Var Tim spurður um álit sitt á John Amaechi, sem einnig er fyrrum NBA leikmaður, en Jonh er nýbúinn að uppljóstra að hann sé samkynhneygður.

Tim baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og sagði sig ekki hafa átt að segjast hata samkynhneygða. Það hefðu verið mistök. John Amechi brást við orðum Tims með því að segja þau fáránleg og vorkunnarverð en hann hefði þó verið mjög hreinskilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.